Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Meginstoðir farsældar Þingeyjarsveitar. Meðal annars er stefnt að auknu samstarfi um landnýtingu.
Meginstoðir farsældar Þingeyjarsveitar. Meðal annars er stefnt að auknu samstarfi um landnýtingu.
Mynd / Stefna Þingeyjarsveitar 2024-2030
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til ársins 2030.

Fram kemur í nýrri stefnu Þingeyjarsveitar að helstu styrkleikar sveitarfélagsins séu m.a. taldir vera óteljandi náttúruperlur innan vébanda þess, fyrsta flokks skólastarf, blómleg ferðaþjónusta og öflugur landbúnaður, orkuauðlindir og dugmikið, drífandi fólk. Veikleikar eru taldir vera skortur á íbúðum, að mæta aukinni eftirspurn eftir þjónustu, einsleit atvinnutækifæri og þjónusta í dreifðum byggðum.

Sér sveitarfélagið tækifæri í að nýta betur orkuauðlindir, auka samstarf við landeigendur um landnýtingu, ná fram tekjuaukningu í ferðaþjónustunni og nýta innviði frekar. Helstu áskoranir svæðisins eru taldar vera víðfeðmi og vegalengdir, að halda úti þróttmiklu menningarstarfi, ágangur á helstu náttúruperlur, samgöngur og öldrun íbúa. Meðal áherslna sveitarfélagsins er að styðja við aukna sjálfbærni í matvælaframleiðslu og stuðning við sérstöðu í þeim efnum og efling samstarfs og samvinna við landeigendur um uppbyggingu í þágu samfélagsins. Ráðgjafarfyrirtæki var fengið til að halda utan um gerð stefnunnar og voru haldnir þrír íbúafundir og fundað með fulltrúum atvinnulífs og starfsfólki sveitarfélagsins, auk annars samráðs, við gerð stefnunnar. Var hún kynnt rafrænt fyrir íbúum laust fyrir jól og er birt á vef Þingeyjarsveitar.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...