Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kúabændur kjósa um hvort afnema beri kvótakerfið í mjólkurframleiðslunni
Fréttir 17. janúar 2019

Kúabændur kjósa um hvort afnema beri kvótakerfið í mjólkurframleiðslunni

Höfundur: MÞÞ

Kúabændur munu í næsta mánuði kjósa í rafrænni kosningu um framtíðarskipan mála í greininni og hvort afnema beri kvótakerfið í mjólkurframleiðslunni eða ekki.

„Fyrst og fremst vænti ég þess að sem flestir bregðist við og taki þátt, ég hvet alla sem þátttökurétt hafa til að taka þátt í kosningunni. Það er mikilvægt fyrir endurskoðunarvinnuna fram undan að vilji bænda sé skýr, það sé á hreinu hvernig við viljum sjá mál í okkar atvinnugrein þróast til framtíðar,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssamband kúabænda, (LK).

Senn verður opnað fyrir þátttöku og stendur kosning yfir í um það bil eina viku. Hver innleggjandi hefur eitt atkvæði, en Arnar segir atkvæðagreiðsluna einfalda.

„Þar er spurt hvort bændur vilji afnema kvótakerfið í mjólkurframleiðslunnieða viðhalda því, einföld já eða nei spurning,“ segir hann. Allir þeir sem framleiða mjólk hér á landi hafa rétt á að taka þátt. Áður en atkvæðagreiðslan hefst munu verða birtar upplýsingar um hvað felst í því að kjósa á hvorn veginn fyrir sig.

Í framhaldi af atkvæðagreiðslunni verður einnig framkvæmd skoðanakönnun þar sem þeir mjólkurframleiðendur sem eru félagsmenn í LK og/eða BÍ hafa möguleika á að koma skoðun sinni á frekari útfærslum á framtíðarskipan mála í mjólkurframleiðslu á framfæri við forystuna.

Vilji bænda verður að vera ljós

„Það er mikilvægt fyrir okkur vegna þeirrar samningavinnu sem fram undan er að vilji bænda liggi ljós fyrir áður en farið verður ísamningalotuna. Það gengur ekki upp að eyða vinnu í útfærslu á kerfi sem svo kemur í ljós að enginn vilji er fyrir hendi meðal notenda þess að halda við,“ segir Arnar.

Hann segir að forysta LK vinni eftir samþykkt aðalfundar félagsins frá því í fyrra, en þar var þeirri skoðun lýst að verði kvótakerfi áfram við lýði í mjólkurframleiðslu skuli setja hámarksverð á kvótann og viðskipti með kvóta skuli fara fram í gegnum opinberan aðila. Hann nefndi einnig að í væntanlegum samningaviðræðum verði áhersla lögð á að nýliðar í greininni fái áfram forgang eða eins konar ívilnun þegar að kvótakaupum kemur. Auk þess þarf að semja um fyrirkomulag verðlagningar og hlutfallslegan stuðning á einstaka liði samningsins. Hann segir fulltrúa bænda vissulega ganga að samningaborði með sínar áherslur, en fólk þurfi að átta sig á að viðsemjandinn, ríkið, hafi einnig sínar skoðanir á hvernig málum verði best fyrirkomið.

„Við væntum þess að aðilar nái saman um lausn sem allir geti sætt sig við.“

Nauðsynlegt að hafa framleiðslustýringu

„Ég vænti þess að kúabændur taki vel við sér og kjósi um framtíð mjólkurkvótans í þeirri kosningu sem fram undan er. Þessi kosning var skrifuð inn í síðasta búvörusamning og nú er komið að því að framfylgja því ákvæði samningsins og eyða jafnframt þeirri óvissu sem ríkt hefur í greininni undanfarin misseri og gert að verkum að mikil uppsöfnuð spenna er í viðskiptum með greiðslumarkið. Við þurfum umfram allt að koma eðlilegri hreyfingu á þau viðskipti á ný,“ segir Arnar.

Hann kveðst ekki liggja á þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt sé að hafa stýringu á mjólkurframleiðslu hér á landi, enda hafi hún sannað sig og gert kúabúskap jafn öfluga atvinnugrein og raun ber vitni um. Verði framleiðslan gefin frjáls, kvótinn afnuminn, megi búast við að stoðirnar hrynji. Framleiðslan aukist til muna þegar allir geta framleitt eins og þá lystir og því megi búast við að afurðaverð til bænda lækki í kjölfarið. Gera mætti ráð fyrir að það hefði þær afleiðingar að ekki yrði lengur hægt að leggja söfnunar- og kaupskyldu á mjólkuriðnaðinn og eins gæti flutningsjöfnunarkostnaður fokið út í veður og vind.

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.

Samtalið hefst í júní
Fréttir 18. júní 2024

Samtalið hefst í júní

Núverandi búvörusamningar gilda til og með 31. desember 2026. Því ætti nýtt stuð...

Áhrifin að fullu ljós í haust
Fréttir 18. júní 2024

Áhrifin að fullu ljós í haust

Tjón hefur mjög víða orðið hjá sauðfjárbændum á Norðurlandi eftir óveðrið á dögu...

Mikið álag á bændum
Fréttir 18. júní 2024

Mikið álag á bændum

Staðan er þung þar sem tún koma mikið kalin undan vetri. Ótíðin undanfarið hefur...