Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kúabændur kjósa um hvort afnema beri kvótakerfið í mjólkurframleiðslunni
Fréttir 17. janúar 2019

Kúabændur kjósa um hvort afnema beri kvótakerfið í mjólkurframleiðslunni

Höfundur: MÞÞ

Kúabændur munu í næsta mánuði kjósa í rafrænni kosningu um framtíðarskipan mála í greininni og hvort afnema beri kvótakerfið í mjólkurframleiðslunni eða ekki.

„Fyrst og fremst vænti ég þess að sem flestir bregðist við og taki þátt, ég hvet alla sem þátttökurétt hafa til að taka þátt í kosningunni. Það er mikilvægt fyrir endurskoðunarvinnuna fram undan að vilji bænda sé skýr, það sé á hreinu hvernig við viljum sjá mál í okkar atvinnugrein þróast til framtíðar,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssamband kúabænda, (LK).

Senn verður opnað fyrir þátttöku og stendur kosning yfir í um það bil eina viku. Hver innleggjandi hefur eitt atkvæði, en Arnar segir atkvæðagreiðsluna einfalda.

„Þar er spurt hvort bændur vilji afnema kvótakerfið í mjólkurframleiðslunnieða viðhalda því, einföld já eða nei spurning,“ segir hann. Allir þeir sem framleiða mjólk hér á landi hafa rétt á að taka þátt. Áður en atkvæðagreiðslan hefst munu verða birtar upplýsingar um hvað felst í því að kjósa á hvorn veginn fyrir sig.

Í framhaldi af atkvæðagreiðslunni verður einnig framkvæmd skoðanakönnun þar sem þeir mjólkurframleiðendur sem eru félagsmenn í LK og/eða BÍ hafa möguleika á að koma skoðun sinni á frekari útfærslum á framtíðarskipan mála í mjólkurframleiðslu á framfæri við forystuna.

Vilji bænda verður að vera ljós

„Það er mikilvægt fyrir okkur vegna þeirrar samningavinnu sem fram undan er að vilji bænda liggi ljós fyrir áður en farið verður ísamningalotuna. Það gengur ekki upp að eyða vinnu í útfærslu á kerfi sem svo kemur í ljós að enginn vilji er fyrir hendi meðal notenda þess að halda við,“ segir Arnar.

Hann segir að forysta LK vinni eftir samþykkt aðalfundar félagsins frá því í fyrra, en þar var þeirri skoðun lýst að verði kvótakerfi áfram við lýði í mjólkurframleiðslu skuli setja hámarksverð á kvótann og viðskipti með kvóta skuli fara fram í gegnum opinberan aðila. Hann nefndi einnig að í væntanlegum samningaviðræðum verði áhersla lögð á að nýliðar í greininni fái áfram forgang eða eins konar ívilnun þegar að kvótakaupum kemur. Auk þess þarf að semja um fyrirkomulag verðlagningar og hlutfallslegan stuðning á einstaka liði samningsins. Hann segir fulltrúa bænda vissulega ganga að samningaborði með sínar áherslur, en fólk þurfi að átta sig á að viðsemjandinn, ríkið, hafi einnig sínar skoðanir á hvernig málum verði best fyrirkomið.

„Við væntum þess að aðilar nái saman um lausn sem allir geti sætt sig við.“

Nauðsynlegt að hafa framleiðslustýringu

„Ég vænti þess að kúabændur taki vel við sér og kjósi um framtíð mjólkurkvótans í þeirri kosningu sem fram undan er. Þessi kosning var skrifuð inn í síðasta búvörusamning og nú er komið að því að framfylgja því ákvæði samningsins og eyða jafnframt þeirri óvissu sem ríkt hefur í greininni undanfarin misseri og gert að verkum að mikil uppsöfnuð spenna er í viðskiptum með greiðslumarkið. Við þurfum umfram allt að koma eðlilegri hreyfingu á þau viðskipti á ný,“ segir Arnar.

Hann kveðst ekki liggja á þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt sé að hafa stýringu á mjólkurframleiðslu hér á landi, enda hafi hún sannað sig og gert kúabúskap jafn öfluga atvinnugrein og raun ber vitni um. Verði framleiðslan gefin frjáls, kvótinn afnuminn, megi búast við að stoðirnar hrynji. Framleiðslan aukist til muna þegar allir geta framleitt eins og þá lystir og því megi búast við að afurðaverð til bænda lækki í kjölfarið. Gera mætti ráð fyrir að það hefði þær afleiðingar að ekki yrði lengur hægt að leggja söfnunar- og kaupskyldu á mjólkuriðnaðinn og eins gæti flutningsjöfnunarkostnaður fokið út í veður og vind.

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum
Fréttir 3. október 2023

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum

Öflun nýrrar þekkingar á baráttunni við illgresi í ræktun er meginmarkmið nýs sa...

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...