Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Krybbur sem orkusnakk
Fréttir 17. júlí 2014

Krybbur sem orkusnakk

Víða um heim þykir sjálfsagt að borða skordýr og sums staðar eru þau hluti af daglegri fæðu fólks. Vesturlandabúar hafa verið seinir að temja sér skordýraát en það kann að breytast fljótlega. Skordýr njóta vaxandi vinsælda sem fæða enda mjög próteinrík.

Krybburækt er vaxandi búgrein í Bandaríkjunum og verið er að gera tilraunir með margar útfærslur á þeim í matvæli. Á sérstökum matsölustöðum og bakaríum er til dæmis hægt að fá krybbukurl á hamborgarann eða brauð úr fínmöluðu krybbuhveiti. Kryddiðnaðurinn hefur einnig séð tækifæri í auknum vinsældum skordýra og fljótlega verður boðið upp á sjávarsalt, osta- eða grillsósu með krybbukeim.

Þrátt fyrir að framleiðslan sé enn smá í sniðum veðja margir á að skordýraát verði næsta tískubylgja sælkera og matgæðinga og þar sem krybbur eru einstaklega próteinríkar er ekki ólíklegt að þær verði í náinni framtíð vinsælt orkusnakk þeirra sem leggja mikið upp úr hollu mataræði.

Krybbur fjölga sér hratt og eru nægjusamar á pláss, matgrannar og auðvelt er að stjórna bragðinu á þeim með fæðugjöf. Þær framleiða mun minna af gróðurhúsalofttegundum en önnur húsdýr og eru því hagkvæm eldisdýr. Krybbur sem aldar eru á korni eru sagðar hafa hnetukeim sem fer vel með grænu pestó eða granóla.

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...