Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Krónan styrktist en verð hélst nær óbreytt á innfluttum matvælum
Fréttir 24. júní 2016

Krónan styrktist en verð hélst nær óbreytt á innfluttum matvælum

Höfundur: Erna Bjarnadóttir og Hörður Kristjánsson
Hagstofa ESB, Eurostat, birti þann 15. júní nýjar tölur um samanburð á verðlagi milli landa í Evrópu árið 2015. Þar kemur fram að hlutfallsleg staða Íslands versnar nokkuð frá fyrri tölum Eurostat sem Bændablaðið birti í byrjun mánaðarins. 
 
Samkvæmt þessum nýju tölum eru bæði Svíþjóð og Finnland komið niður fyrir Ísland í verðlagi á mat og óáfengum drykkjum. 
 
Rétt er að benda á að gengi krónunnar hefur styrkst verulega síðustu misseri. Í nýju könnuninni er miðað við vísitölu meðalgengis – vöruskiptavog þröng. Samkvæmt því styrktist gengi krónunnar um tæp 9% frá maí 2015–maí 2016. Á sama tíma hélst verð á innfluttum mat og drykkjarvörum nær óbreytt. 
 
Eins hefur verð til bænda á svína- og nautgripakjöti sem dæmi haldist nær óbreytt á sama tímabili. Skýringa á breyttri stöðu Íslands í þessum samanburði virðist því í fljótu bragði vera að leita í gengisþróuninni.
 
Samanburðurinn byggir á rannsóknum á verði 440 sambærilegra vörutegunda í 38 löndum. Matvæli eru flokkuð í þrjá undirflokka, brauð og kornvörur,  mjólk, ostar og egg og kjötvörur. Einnig nær samanburðurinn til áfengis og tóbaks.
 
Innan ESB er mikill verðmunur á matvörum. Þannig er verðlag allt frá því að vera 65% af meðaltali ESB í Póllandi upp í að vera 45% hærra í Danmörku. Næstu lönd á eftir Danmörku eru Svíþjóð, Austurríki, Írland, Finnland og Ísland.
 
Verðlag matvöru og óáfengra drykkja á Íslandi var 30% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28 árið 2015. Það var fjórða hæst af 38 Evrópuríkjum sem tóku þátt í samanburðinum (Evrópusambandsríkin 28 auk Íslands, Noregs, Sviss, Tyrklands, Svartfjallalands, Serbíu, Bosníu-Hersegóvínu, Albaníu, Makedóníu og Kósóvó). Verðlag á brauði og kornvöru á Íslandi var 36% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28, það var fimmta hæst af ríkjunum 38. 
 
Verðlag á kjötvöru á Íslandi var 39% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28, það var þriðja hæst af ríkjunum 38. 
 
Verðlag á mjólk, osti og eggjum á Íslandi var 39% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28, það var fjórða hæst af ríkjunum 38. 
 
Verðlag á áfengum drykkjum á Íslandi var 126% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28, það var næsthæst af ríkjunum 38. 
 
Verðlag á tóbaki á Íslandi var 47% yfir meðaltali Evrópu­sambandsríkjanna 28, það var fjórða hæst af ríkjunum 38. 
 

Skylt efni: Matvælaverð

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...