Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Krónan styrktist en verð hélst nær óbreytt á innfluttum matvælum
Fréttir 24. júní 2016

Krónan styrktist en verð hélst nær óbreytt á innfluttum matvælum

Höfundur: Erna Bjarnadóttir og Hörður Kristjánsson
Hagstofa ESB, Eurostat, birti þann 15. júní nýjar tölur um samanburð á verðlagi milli landa í Evrópu árið 2015. Þar kemur fram að hlutfallsleg staða Íslands versnar nokkuð frá fyrri tölum Eurostat sem Bændablaðið birti í byrjun mánaðarins. 
 
Samkvæmt þessum nýju tölum eru bæði Svíþjóð og Finnland komið niður fyrir Ísland í verðlagi á mat og óáfengum drykkjum. 
 
Rétt er að benda á að gengi krónunnar hefur styrkst verulega síðustu misseri. Í nýju könnuninni er miðað við vísitölu meðalgengis – vöruskiptavog þröng. Samkvæmt því styrktist gengi krónunnar um tæp 9% frá maí 2015–maí 2016. Á sama tíma hélst verð á innfluttum mat og drykkjarvörum nær óbreytt. 
 
Eins hefur verð til bænda á svína- og nautgripakjöti sem dæmi haldist nær óbreytt á sama tímabili. Skýringa á breyttri stöðu Íslands í þessum samanburði virðist því í fljótu bragði vera að leita í gengisþróuninni.
 
Samanburðurinn byggir á rannsóknum á verði 440 sambærilegra vörutegunda í 38 löndum. Matvæli eru flokkuð í þrjá undirflokka, brauð og kornvörur,  mjólk, ostar og egg og kjötvörur. Einnig nær samanburðurinn til áfengis og tóbaks.
 
Innan ESB er mikill verðmunur á matvörum. Þannig er verðlag allt frá því að vera 65% af meðaltali ESB í Póllandi upp í að vera 45% hærra í Danmörku. Næstu lönd á eftir Danmörku eru Svíþjóð, Austurríki, Írland, Finnland og Ísland.
 
Verðlag matvöru og óáfengra drykkja á Íslandi var 30% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28 árið 2015. Það var fjórða hæst af 38 Evrópuríkjum sem tóku þátt í samanburðinum (Evrópusambandsríkin 28 auk Íslands, Noregs, Sviss, Tyrklands, Svartfjallalands, Serbíu, Bosníu-Hersegóvínu, Albaníu, Makedóníu og Kósóvó). Verðlag á brauði og kornvöru á Íslandi var 36% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28, það var fimmta hæst af ríkjunum 38. 
 
Verðlag á kjötvöru á Íslandi var 39% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28, það var þriðja hæst af ríkjunum 38. 
 
Verðlag á mjólk, osti og eggjum á Íslandi var 39% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28, það var fjórða hæst af ríkjunum 38. 
 
Verðlag á áfengum drykkjum á Íslandi var 126% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28, það var næsthæst af ríkjunum 38. 
 
Verðlag á tóbaki á Íslandi var 47% yfir meðaltali Evrópu­sambandsríkjanna 28, það var fjórða hæst af ríkjunum 38. 
 

Skylt efni: Matvælaverð

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...