Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Krónan styrktist en verð hélst nær óbreytt á innfluttum matvælum
Fréttir 24. júní 2016

Krónan styrktist en verð hélst nær óbreytt á innfluttum matvælum

Höfundur: Erna Bjarnadóttir og Hörður Kristjánsson
Hagstofa ESB, Eurostat, birti þann 15. júní nýjar tölur um samanburð á verðlagi milli landa í Evrópu árið 2015. Þar kemur fram að hlutfallsleg staða Íslands versnar nokkuð frá fyrri tölum Eurostat sem Bændablaðið birti í byrjun mánaðarins. 
 
Samkvæmt þessum nýju tölum eru bæði Svíþjóð og Finnland komið niður fyrir Ísland í verðlagi á mat og óáfengum drykkjum. 
 
Rétt er að benda á að gengi krónunnar hefur styrkst verulega síðustu misseri. Í nýju könnuninni er miðað við vísitölu meðalgengis – vöruskiptavog þröng. Samkvæmt því styrktist gengi krónunnar um tæp 9% frá maí 2015–maí 2016. Á sama tíma hélst verð á innfluttum mat og drykkjarvörum nær óbreytt. 
 
Eins hefur verð til bænda á svína- og nautgripakjöti sem dæmi haldist nær óbreytt á sama tímabili. Skýringa á breyttri stöðu Íslands í þessum samanburði virðist því í fljótu bragði vera að leita í gengisþróuninni.
 
Samanburðurinn byggir á rannsóknum á verði 440 sambærilegra vörutegunda í 38 löndum. Matvæli eru flokkuð í þrjá undirflokka, brauð og kornvörur,  mjólk, ostar og egg og kjötvörur. Einnig nær samanburðurinn til áfengis og tóbaks.
 
Innan ESB er mikill verðmunur á matvörum. Þannig er verðlag allt frá því að vera 65% af meðaltali ESB í Póllandi upp í að vera 45% hærra í Danmörku. Næstu lönd á eftir Danmörku eru Svíþjóð, Austurríki, Írland, Finnland og Ísland.
 
Verðlag matvöru og óáfengra drykkja á Íslandi var 30% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28 árið 2015. Það var fjórða hæst af 38 Evrópuríkjum sem tóku þátt í samanburðinum (Evrópusambandsríkin 28 auk Íslands, Noregs, Sviss, Tyrklands, Svartfjallalands, Serbíu, Bosníu-Hersegóvínu, Albaníu, Makedóníu og Kósóvó). Verðlag á brauði og kornvöru á Íslandi var 36% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28, það var fimmta hæst af ríkjunum 38. 
 
Verðlag á kjötvöru á Íslandi var 39% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28, það var þriðja hæst af ríkjunum 38. 
 
Verðlag á mjólk, osti og eggjum á Íslandi var 39% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28, það var fjórða hæst af ríkjunum 38. 
 
Verðlag á áfengum drykkjum á Íslandi var 126% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28, það var næsthæst af ríkjunum 38. 
 
Verðlag á tóbaki á Íslandi var 47% yfir meðaltali Evrópu­sambandsríkjanna 28, það var fjórða hæst af ríkjunum 38. 
 

Skylt efni: Matvælaverð

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...