Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hægt er að gera góð kaup í Krónunni í matvælum sem eru að renna út á tíma.
Hægt er að gera góð kaup í Krónunni í matvælum sem eru að renna út á tíma.
Mynd / Krónan
Fréttir 24. febrúar 2017

Krónan minnkar matarsóun um 53%

Höfundur: smh

Nú fyrir skemmstu tilkynnti Krónan um að tekist hefði á einu ári að minnka matvælasóunina í verslunum sínum um 53 prósent; úr 300 tonnum matvæla niður í 140 tonn. 

Krónuverslanirnar lögðu á síðasta ári af stað með verkefni til að minnka matarsóun í sínum verslunum með því að selja matvörur sem eru að renna út á tíma á niðursettu verði.

Matarsóun er stórt vandamál um allan heim. Þriðjungi framleiddra matvæla er sóað í þessum heimi þar sem einn af hverjum níu jarðarbúum þjáist af vannæringu á degi hverjum, samkvæmt upplýsingum frá FAO, Landbúnaðar- og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Minnst matarsóun í landbúnaði

Samkvæmt nýlegum gögnum frá Umhverfisstofnun um matarsóun á Íslandi, sem eru sambærileg gögnum frá öðrum Evrópulöndum, er mesta sóun á mat hjá gististöðum og í veitingarekstri, þarnæst í matvælaframleiðslu og þá á heimilum. Þar á eftir koma skólar, heilsustofnanir, heildsala og smásöluverslanir, en minnst er sóun í landbúnaði. 

Skylt efni: matarsóun | Krónan

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...