Kostnaður bænda gæti aukist verulega
Mynd / Kilyan Sockalingum
Fréttir 20. nóvember 2025

Kostnaður bænda gæti aukist verulega

Höfundur: Þröstur Helgason

Hækkuð vörugjöld á fjórhjól og sexhjól gætu haft kostnaðarauka í för með sér fyrir íslenskan landbúnað sem nemur 300–350 milljónum á ári.

Þetta kemur fram í umsögn Bændasamtaka Íslands við breytingartillögu fjármála- og efnahagsráðuneytisins við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2026. Að auki er lagt til að hækka vörugjöld á aðrar sérhæfðari dráttarvélar sem meðal annars eru til landbúnaðarnota. Markmiðið með breytingartillögu fjármálaog efnahagsráðuneytisins er „að skerpa á gildissviði undanþágunnar og tryggja að hún beinist fyrst og fremst að þeim dráttarvélum sem almennt eru notaðar í landbúnaði og hefðbundinni atvinnustarfsemi sem tengist honum“.

Þannig er lagt til að undanþágan takmarkist við dráttarvélar í ökutækjaflokkum T1 og T2 í ökutækjaskrá. Fjórhjól og sexhjól eru ökutæki í flokki T3 og aðrar sértækari dráttarvélar eru í flokki T4 og T5. Nái breytingin fram að ganga munu vörugjöld á ökutæki í þremur síðastnefndu flokkunum hækka úr 0% í 40%.

Í umsögn Bændasamtakanna er sömuleiðis bent á að með hækkun vörugjalda á dráttarvélar í flokki T3 sé beinlínis unnið gegn markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, þvert á það sem segir í greinargerð. „Um er að ræða fjór- og sexhjól sem eyða langtum minna eldsneyti en aðrar stærri dráttarvélar eða tæki sem væru notuð í staðinn. Þá eru ekki enn sem komið er komin á markað hreinorkuökutæki sem hafa sama notkunarsvið og þau fjórog sexhjól sem nú eru flutt inn og nýta jarðefnaeldsneyti.“

Í umsögn frá S4S-Tækjum ehf. er vísað í sölugögn sem sýna að 85% af þeim T3 fjór- og sexhjólum sem fyrirtækið flytur til landsins séu notuð „í atvinnuskyni og við samfélagslega mikilvæg störf og eingöngu 15% tækjanna séu notuð til fólksflutninga í afþreyingarskyni“. Þessi tæki njóti því ekki „undanþágunnar að óþörfu“, eins og sagt sé í greinargerð með tillögunni.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...