Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Klippa og líma með nýrri genatækni
Fréttir 28. júlí 2017

Klippa og líma með nýrri genatækni

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Á ársfundi norsku Bænda­samtakanna í júní var töluverð umræða um nýja tækni til að breyta genum með ákveðinni aðferð, svokallaðri CRISPR-tækni, (Clustered Regularly Interspaced Short Palendromic Repeats), sem er einfaldari og ódýrari aðferð við breytingu á genum en áður hefur þekkst.

Hefðbundnar aðferðir til genabreytinga og meðferða hafa byggst á að setja ný og heil gen sem eru sett inn af handahófi inn í erfðaefni lífvera. Nýja CRISPR-tæknin virkar á allar tegundir frumna og lífvera og í megindráttum er hægt að breyta genum með því að fjarlægja, skipta út eða bæta við DNA.

Norðmenn banna innflutning á þrem erfðabreyttum tegundum

Norska ríkisstjórnin bannaði á dögunum innflutning á þremur tegundum af erfðabreyttri repju og maístegundinni 1507 og hafa forsvarsmenn norsku Bændasamtakanna lýst því yfir að hvorki neytendur né bændur hafi áhuga á erfðabreyttum matvörum.

Stjórnvöld þar í landi segja að bann við 1507-maís sé ákveðið með siðferðilegum sjónarmiðum en ekki vegna þess að maísinn skapi heilsu- eða umhverfishættu í Noregi. Neytendasamtök, samtök í landbúnaði og verslunargeirinn vinnur saman að því að erfðabreyttar vörur séu ekki í boði á norskum smásölumarkaði og norska ríkisstjórnin hefur gefið það út að fyrir stóran hluta neytenda í Noregi muni markaðsaðgangur að slíkum vörum með sérstökum merkingum ekki vera fullnægjandi.

Geta búið til æskilega eiginleika lífvera

Þrátt fyrir þetta kemur reglulega upp umræðan í Noregi um erfðabreytt matvæli og kosti tækninnar og galla. Á ársfundi norsku Bændasamtakanna í júní var töluverð umræða um nýja tækni sem nefnist CRISPR. Á undanförnum árum hafa verið þróaðar nýjar aðferðir til að gera markvissar breytingar á genunum sem fyrir eru í líkamanum með svokallaðri genabreytingu.

Til eru nokkrar aðferðir við genabreytingu og flestar þeirra byggja á ensímum sem skera DNA á ákveðnum stöðum sem einskonar genaskæri. Zinkfinger og TALEN-tæknin voru þær fyrstu sem voru þróaðar en eru dýrar og tímafrekar. Árið 2012 þróuðu vísindamenn nýja aðferð, CRISPR-tæknina. Þessi nýja aðferð virkar á allar tegundir frumna og lífvera og í megindráttum er hægt að breyta genum með því að fjarlægja, skipta út eða bæta við DNA eða réttara sagt að klippa og líma.

CRISPR/Cas9-aðferðin eins og hún er kölluð af rannsóknaraðilum hefur á skömmum tíma verið tekin í notkun í líffræðilegum og líflæknisfræðilegum rannsóknum og er stöðugt í þróun til að auka nákvæmni hennar. Þetta hefur gefið marga möguleika á að skilja hvernig genin virka í manneskjum og hjá öðrum tegundum, bæði við hefðbundnar aðstæður en einnig þegar upp koma sjúkdómar. Þar að auki binda menn vonir við að tæknin geti haft mikla þýðingu fyrir læknameðferðir hjá fólki og við þróun á plöntum og dýrum með nýjum æskilegum eiginleikum í landbúnaði og í matvælaiðnaði.

Fleiri rannsóknir þarf til

Rannsóknaraðilar hafa búið til nýtt tæki til að breyta erfðaefnum. Erfðaefnið DNA er eins og strimill með bókstöfum, uppskrift að lífinu og uppskriftin segir til um hvernig við lítum út jafnt að innan sem utan. Í sumum tilfellum erum við með erfðaefni sem eyðileggur fyrir okkur eins og til dæmis með arfgengum sjúkdómum. Með CRISPR-tækninni er hægt á nákvæman hátt að klippa út hættulega erfðaefnið. Í sumum tilfellum getur erfðaefnið eyðilagst við til dæmis geislun eða með efnafræðilegum efnum og þá viljum við ekki fjarlægja það heldur gera við það og þá er hægt að klippa út genið sem er eyðilagt og setja inn nýtt og rétt erfðaefni.

CRISPR er tiltölulega ný tækni og er ekki hafið yfir gagnrýni enda hefur hún í einhverjum tilfellum gefið misvísandi niðurstöður. Nýleg rannsókn vísindamanna á blindum músum gaf til kynna að tæknin sé langt frá því fullkomin og að ýmsar stökkbreytingar geti átt sér stað. Þannig báru þeir saman tvær mýs sem þeir höfðu meðhöndlað með CRISPR-tækninni og síðan tvær aðrar sem ekki höfðu fengið meðhöndlun. Þá kom í ljós að CRISPR-mýsnar sýndu svörun með um 1700 stökkbreytingum sem var ekki að finna hjá ómeðhöndluðu músunum. Um 1400 af stökkbreytingunum voru sameiginlegar eða eins hjá CRISPR-músunum. Það gefur vísindamönnum til kynna að það sé ekki tilviljanakennt hvar villurnar koma upp. Niðurstöðurnar benda einnig til að nútíma tölvugögn og leit eftir óviljandi áhrifum með CRISPR-meðhöndlun séu ekki nógu góð. Í dag er lítið vitað um hvaða afleiðingar litlar breytingar í DNA geta haft í raunveruleikanum. Mýsnar í rannsókninni sýndu engin merki um skaða eða heilsufarsleg vandamál en ekki er vitað hvort það geti komið upp síðar í þeirra lífi eða hjá afkomendum þeirra.

Þörf á frekari rannsóknum

Vísindamenn eru sammála um að fleiri rannsókna sé þörf til að geta svarað því með vissu hvort og hvenær óæskilegar stökkbreytingar á genunum geta komið upp og hvort þær séu skaðlegar. Tæknin er til staðar og telja margir hana geta gagnast vel til dæmis í landbúnaði og nú þegar eru matvæli í þróun sem verið er að betrumbæta með tækninni eins og hveiti sem er ónæmt fyrir sjúkdómum, tómatplöntur sem blómstra oftar, sveppir sem verða ekki brúnir eins hratt og áður og maís sem þolir þurrka betur. Þetta eru plöntur sem er búið að gera örlitlar breytingar á erfðaefni lífverunnar án þess að setja inn framandi gen. Innan skamms munu einnig koma á markað vörur sem neytendur hafa hag að eins og hveiti með minna glúteninnihaldi, hnetur sem sumir með hnetuofnæmi geta neytt. Kartöflur sem framkalla minna af krabbameinsvaldandi efninu akrylamid þegar þær eru steiktar og olíur með minni mettaðri fitu. 
/forskning.no/Bondelaget.

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...