Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Flytja þurfti alla kjúklinga úr Grindavík þegar bærinn var rýmdur fyrir rúmu ári síðan.
Flytja þurfti alla kjúklinga úr Grindavík þegar bærinn var rýmdur fyrir rúmu ári síðan.
Mynd / ál
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða hlé. Starfsemin stöðvaðist í kjölfar jarðhræringa.

Svanur Ingi Sigurðsson leigir Reykjagarði kjúklingahúsin og sér um eldið fyrir þeirra hönd. Hann segir að fyrsti hópurinn hafi verið sendur í sláturhús síðastliðinn föstudag eftir að hafa verið í eldi frá því um miðjan október. Þá stendur til að tveir eldishópar fari í slátrun í næstu viku.

Hefur þurft að nota varaafl

Eldið hefur að mestu gengið vel eftir að starfsemin var endurvakin. Rafmagnið fór hins vegar af í rúman sólahring og var allur vélbúnaður knúinn áfram af varaafli á meðan. Þá brást hitaveitan í nokkra klukkutíma og þurfti að kynda húsin með varaofnum.

Þegar Grindavík var rýmd þann 10. nóvember á síðasta ári voru fuglar í húsunum. „12. nóvember þurftum við að fara hér inn í bæinn með samþykki dýralækna og lögreglustjóra á Suðurnesjum til þess að koma fuglunum í burtu,“ segir Svanur. Allir fuglarnir fóru að Ásmundarstöðum í Ásahreppi og stóðu kjúklingahúsin í Grindavík tóm þangað til í október. Á hverjum tíma geta verið fimmtán til sextán þúsund fuglar í eldi hjá Svani.

Húsin skekktust í látunum

„Það er allt í lagi ef það gýs ef það kemur ekkert nálægt þessu dæmi,“ segir Svanur, en kjúklingabúið er innan varnargarða. Ef hraunstreymið fer í átt að bænum gæti þurft að rýma kjúklingahúsin aftur. Hann segir að rýming sé hörkuvinna en ekkert ólíkt því og þegar kjúklingunum er safnað saman í búr til að aka með þá í sláturhús.

Húsnæðið varð fyrir nokkru tjóni í jarðhræringunum og hefur hann nýtt undanfarna mánuði til að koma öllu í stand. „Það sprungu gólf og skekktust aðeins húsin í þessum látum þannig að hurðir voru stífar og sumar opnuðust ekki,“ segir hann. Svanur hefur jafnframt sett stærri eldsneytistank á ljósavélina til þess að geta knúið húsin á varaafli í minnst viku ef eitthvað kemur upp á.

Skylt efni: kjúklingabú | Grindavík

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...