Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kjötlausar skólamáltíðir valda usla í Frakklandi
Mynd / BGK
Fréttir 10. mars 2021

Kjötlausar skólamáltíðir valda usla í Frakklandi

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Franska ríkisstjórnin segir að borgarstjórinn í Lyon í Frakklandi, Grégory Doucet, móðgi franska slátrara og skaði heilsu barna með því að hafa kjötlausar skólamáltíðir í bænum. Landbúnaðarráðherra landsins, Julien Denormandie, er ómyrkur í máli eftir ákvörðunina og segir að binda verði enda á að setja hugmyndafræði á borð fyrir börnin, þau þurfi að fá sitt til að vaxa.

Innanríkisráðherra Frakka, Gérald Darmanin, er einnig ósammála þessari stefnubreytingu og segir að mötuneyti í skólum sé í raun eini staðurinn fyrir mörg börn þar sem þau geta fengið kjöt og að ákvörðun bæjarstjórans í Lyon sé móðgun við franska bændur og slátrara.

Borgarstjórinn í Lyon, Doucet, vísar ásökununum á bug og segir að kórónuveirufaraldurinn og þörfin á að halda fjarlægð hafi gert það að verkum að ákvörðun um að hafa einfaldar máltíðir án kjöts sem allir gætu borðað hafi verið tekin. Hann bendir einnig á að matseðillinn innihaldi bæði fisk og vörur úr eggjum þannig að næringarinnihaldið sé enn gott fyrir börnin. Borgarstjórinn hefur áður vakið athygli fyrir ummæli sín og athafnir en hann fullyrti fyrir nokkrum árum að hjólreiðakeppnin Tour de France væri karlmannlegur og mengandi íþróttaviðburður sem ætti ekki heima í Lyon fyrr en forsvarsmenn hennar tækju ábyrgð á umhverfinu.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...