Kjötlausar skólamáltíðir valda usla í Frakklandi
Mynd / BGK
Fréttir 10. mars 2021

Kjötlausar skólamáltíðir valda usla í Frakklandi

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Franska ríkisstjórnin segir að borgarstjórinn í Lyon í Frakklandi, Grégory Doucet, móðgi franska slátrara og skaði heilsu barna með því að hafa kjötlausar skólamáltíðir í bænum. Landbúnaðarráðherra landsins, Julien Denormandie, er ómyrkur í máli eftir ákvörðunina og segir að binda verði enda á að setja hugmyndafræði á borð fyrir börnin, þau þurfi að fá sitt til að vaxa.

Innanríkisráðherra Frakka, Gérald Darmanin, er einnig ósammála þessari stefnubreytingu og segir að mötuneyti í skólum sé í raun eini staðurinn fyrir mörg börn þar sem þau geta fengið kjöt og að ákvörðun bæjarstjórans í Lyon sé móðgun við franska bændur og slátrara.

Borgarstjórinn í Lyon, Doucet, vísar ásökununum á bug og segir að kórónuveirufaraldurinn og þörfin á að halda fjarlægð hafi gert það að verkum að ákvörðun um að hafa einfaldar máltíðir án kjöts sem allir gætu borðað hafi verið tekin. Hann bendir einnig á að matseðillinn innihaldi bæði fisk og vörur úr eggjum þannig að næringarinnihaldið sé enn gott fyrir börnin. Borgarstjórinn hefur áður vakið athygli fyrir ummæli sín og athafnir en hann fullyrti fyrir nokkrum árum að hjólreiðakeppnin Tour de France væri karlmannlegur og mengandi íþróttaviðburður sem ætti ekki heima í Lyon fyrr en forsvarsmenn hennar tækju ábyrgð á umhverfinu.

Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta­fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir
Fréttir 15. apríl 2021

Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta­fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir

Stjórn Selbakka ehf., sem á og rekur Flateyjarbúið á Mýrum í Austur-Skaftafellss...

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna búgreina
Fréttir 15. apríl 2021

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna búgreina

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til ranns...

Mælaborð landbúnaðarins markar tímamót varðandi samantekt og birtingu upplýsinga
Fréttir 15. apríl 2021

Mælaborð landbúnaðarins markar tímamót varðandi samantekt og birtingu upplýsinga

Mælaborði landbúnaðarins var hleypt af stokkunum af Kristjáni Þór Júlíussyni sjá...

Matvælið – Nýtt hlaðvarp Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu
Fréttir 14. apríl 2021

Matvælið – Nýtt hlaðvarp Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu

„Matvælið – hlaðvarp Matís“ er nafn á glænýjum hlaðvarpsþætti sem er nú aðgengil...

Er stórsókn í ylrækt fýsileg?
Fréttir 14. apríl 2021

Er stórsókn í ylrækt fýsileg?

Eimur stendur fyrir svokallaðri vefstofu (fjarfundi) á morgun undir yfirskriftin...

BYKO og Lely Center Ísland í samstarf um fjósalausnir
Fréttir 14. apríl 2021

BYKO og Lely Center Ísland í samstarf um fjósalausnir

Nýlega ákváðu BYKO og Lely Center Ísland að hefja samstarf í því að bjóða kúabæn...

Sækja á sjálfbær fjárfestingaverkefni til Íslands
Fréttir 14. apríl 2021

Sækja á sjálfbær fjárfestingaverkefni til Íslands

Í síðasta mánuði undirritaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, ið...

Samkeppniseftirlit heimilar samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH Afurða gegn ákveðnum skilyrðum
Fréttir 13. apríl 2021

Samkeppniseftirlit heimilar samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH Afurða gegn ákveðnum skilyrðum

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna fyrirtækjanna Norðlenska, Kjarnafæði...