Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Eiður Gunnlaugsson, stjórnarformaður Kjarnafæðis. Myndir / MÞÞ
Eiður Gunnlaugsson, stjórnarformaður Kjarnafæðis. Myndir / MÞÞ
Fréttir 23. ágúst 2018

Kjarnafæði og Norðlenska hefja viðræður um samruna

Höfundur: Margrét Þ. Þórsdóttir

Tvö af stærstu matvæla­fram­leiðslu­fyrirtækjum á Norðurlandi, Norð­lenska og Kjarnafæði hafa komist að samkomulagi um að hefja viðræður um samruna félag­anna. Viðræður eru með fyrirvara um gerð áreiðan­leika­k­annana, samþykki Sam­keppnis­­eftirlits og samþykki hluthafafundar Bú­sældar, eigenda Norðlenska.

Betur í stakk búin sameinuð

Eigendur félaganna tveggja, Kjarnafæðis og Norðlenska, meta stöðuna á þann veg að sameinað félag sé betur í stakk búið að veita viðskiptavinum sínum og birgjum, ekki síst bændum, gæðaþjónustu á góðu verði. Verði af fyrirhuguðum samruna verður til öflugt félag í íslenskri matvælaframleiðslu sem að baki sér hafi sterk og vel þekkt vörumerki. Um 320 ársverk eru unnin hjá félögunum tveimur, m.a. á Akureyri, Svalbarðseyri, Húsavík og Höfn í Hornafirði.

Um 190 starfsmenn hjá Norð­lenska og um 130 hjá Kjarnafæði

Norðlenska varð til alda­móta­­árið 2000 með samruna Kjö­tiðnaðar­stöðvar KEA og Kjötiðunnar Húsavík og bætti við sig ári síðar þremur kjötvinnslum Goða. Eigandi Norðlenska er Búsæld, félag kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi, en að baki Búsældar standa um 500 bændur á þessum svæðum. Um 190 ársverk eru unnin hjá félaginu. Stórgripasláturhús og kjötvinnsla er á Akureyri, á Húsavík fer fram sauðfjárslátrun og kjötvinnsla fyrir sauðfjárafurðir og þá er rekið sláturhús á Höfn í Hornafirði auk þess sem söluskrifstofa er starfrækt í Reykjavík. 

Hjá Kjarnafæði starfa um 130 manns og eru höfuðstöðvar þess á Svalbarðseyri þar sem starfsemi þess fer að mestu fram. Til viðbótar á Kjarnafæði SAH-Afurðir á Blönduósi, tók við rekstri þess árið 2016, en hann hafði þá verið fyrri eigendum sínum þungur í skauti um árabil. Kjarnafæði hafði frá árinu 2005 átt liðlega þriðjungshlut í SAH-Afurðum á Blönduósi. Kjarnafæði á einnig 34% hlut í Sláturfélagi Vopnfirðinga þar sem rekið er sauðfjársláturhús.

Erfitt rekstrarumhverfi

Fimm sláturleyfishafar á norðanverðu landinu, Kjarnafæði, SAH-Afurðir, Norðlenska, Fjallalamb og Sláturfélag Vopnafjarðar, sem Kjarnafæði á ríflega 30% hlut í hafa tapað umtalsverðum fjármunum undangengin ár, samanlagt tap þeirra nam á bilinu 800 til 900 milljónir króna, að því er fram kom hjá Eiði Gunnlaugssyni í Bændablaðinu í ágúst í fyrra. 

„Það segir sig sjálft að þetta gengur ekki lengur, það verður að taka á málinu fyrr en seinna,“ sagði Eiður á þeim tíma.

Rekstrarumhverfi kjötafurða­stöðva hefur verið erfitt síðustu ár líkt og fjallað hefur verið um í Bændablaðinu og kemur skýrt fram í nýútkominni úttekt á afurðastöðvum sem KPMG vann fyrir atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið.

Ítrekað hefur komið fram í máli stjórnenda beggja félaganna að staðan sé afar þröng hjá fyrirtækjum sem sækja tekjur sínar eingöngu, eða að stórum hluta, í sölu á innlendum kjöt­vörum. 

Með þekkt vörumerki innanborðs

Verði samruninn að veruleika verður sameinað fyrirtæki með sterka flóru vörumerkja á innlendum markaði fyrir kjötafurðir.

Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Myndir / MÞÞ.

Helstu vörumerki Norðlenska eru Norðlenska, Goði, Húsavíkur­hangikjöt, KEA og Bautabúrið og helsta vörumerki Kjarnafæðis er Kjarnafæði. 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...