Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Plantað í sandinn. Á innfelldu myndinni er verið að bjástra við eins konar vökvunarhólk.
Plantað í sandinn. Á innfelldu myndinni er verið að bjástra við eins konar vökvunarhólk.
Fréttir 12. desember 2017

Kínverjar breyta eyðimörk í ræktarland

Kínverjar gera nú tilraunir með að breyta eyðimerkursandi í ræktarland fyrir nytjaplöntur, eins og sólblóm, korn, tómata og sorghum korn. Planið var að breyta 200 hekturum af sandi í ræktarland á 6 mánuðum. 
 
Vísindamenn hafa valið sandeyðimörk í Innri-Mongólu í norðanverðu Kína fyrir þessa tilraun. Komust þeir að því að þrátt fyrir auðnina uxu í sandinum yfir 70 tegundir af ýmiss konar jurtum án nokkurra afskipta mannsins. 
 
Búið að planta í skipulegan gróðurreit í sandinum.
 
Lykillinn að því að þetta heppnist er tækni sem þróuð hefur verið hjá Shanxi Datong-háskólanum (SDU). Þar bjuggu vísindamenn til kvoðu sem myndast annars á náttúrulegan hátt innan í stilkum jurta. Með því að blanda kvoðunni við sand getur blandan dregið til sín og haldið vatni, næringarefni og súrefni. 
Kostnaðurinn við að framleiða efnið og vélar sem til þarf svo hefja megi ræktun í sandi er að mati vísindamannanna minni en kostnaður við að stunda umhverfisvæna akuryrkju við eðlilegar aðstæður. 
 
Samkvæmt frétt CCTN um málið í september hugðust Kínverjar nú í haust rækta upp 200 hektara sandauðn. Vonast er til að hægt verði að rækta upp 13 þúsund hektara til viðbótar innan örfárra ára. Þá reikna menn með að einnig sé hægt með þessari tækni að endurlífga um 50% af hnignandi skógum í Kína. 
 
Ekki kemur þó fram í fréttinni hvernig menn hyggjast fæða safnholurnar með vatni, sem bora þarf í sandinn og fá þannig vatn fyrir fyrrnefnda kvoðu og jurtirnar sem rækta á. 
 
Í fréttinni sést m.a. hvernig menn bora holur í sandinn með dráttarvélarbor. Niður í holurnar fara svo sérstakir hólkar sem virðast vera í líkingu við sjálfvökvandi blómsturpotta og vörn til að vatnið gufi ekki upp. Þar sést maður láta renna úr vatnsslöngu  í slíkan hólk á tilraunasvæði. Hvaðan vatnið á svo að koma  inni í miðri eyðimörk er ekki skýrt frekar í frétt CCTN. Aðferðin þykir samt lofa góðu. – Vissulega stórmerk tíðindi ef hægt er að breyta eyðimörkum í ræktarland með sjálfbærum hætti og án þess að ganga á grunnvatn svæðisins.
 
Kínverjar áætla að hægt sé að endurheimta um 50% af hnignandi skóglendi í landinu með sömu aðferðum. 
 

Skylt efni: eyðimörk | ræktarland

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...