Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi, heldur á kartöflum sem teknar voru upp fyrr um daginn.
Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi, heldur á kartöflum sem teknar voru upp fyrr um daginn.
Mynd / ÁL
Fréttir 28. ágúst 2023

Kartöflurnar komnar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fyrstu íslensku kartöflurnar komu í verslanir upp úr miðjum júlí, segir Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi frá Skarði í Þykkvabæ.

Fyrst um sinn er allt sem tekið er upp selt jafn óðum. Í kringum næstu mánaðarmót hefst meginþungi uppskerunnar, þar sem megnið verður sett í geymslu.

Fyrsta uppskeran á Skarði var strax eftir Verslunarmannahelgina. Nokkrir kartöflubændur í Þykkvabæ settu plast yfir hluta af kartöflugörðunum, sem flýtti sprettunni og voru þeir fyrstir með sína uppskeru á markað. Þær íslensku kartöflur sem hafa verið í verslunum til þessa eru af fljótsprottnum afbrigðum, eins og Premier, en um þessar mundir eru Gullauga og íslenskar rauðar að verða klárar.

Uppskeran kláraðist

Sigurbjartur segir að íslensku kartöflurnar hafi klárast áður en ný uppskera var tilbúin. Af þeim sökum þurftu verslanirnar að flytja inn erlendar kartöflur, en birgðirnar af þeim eru enn nokkuð miklar, sem skýrir af hverju þær íslensku hafa fengið lítið pláss í grænmetisdeildum í sumar.

Sigurbjartur skilur vel að verslanirnar reyni eftir fremsta megni að selja erlendu kartöflurnar. Hann telur þó nauðsynlegt að framleiðendur og söluaðilar séu í öflugara samtali til að koma í veg fyrir að innfluttar kartöflur hamli sölu þegar þær íslensku eru klárar.

Neytendur geta þekkt nýuppteknar kartöflur á því að hýðið er mjög þunnt og flagnar af miklu leiti af. Þegar kartöflurnar eru settar í vetrargeymslu þá herða þær hýðið utan á sér, sem gerir að verkum að þær þola geymsluna betur.

Uppskera rétt undir meðaltali

Sigurbjartur gerir ráð fyrir að uppskera ársins í ár verði aðeins minni en í meðalári. Þar sem vorið var kalt og blautt, voru kartöflurnar settar niður tiltölulega seint. Hlýindin komu ekki fyrr en um mánaðarmótin júní-júlí og segir Sigurbjartur hvern góðviðrisdag skipta gífurlega miklu máli. Úrkomuleysi seinni parts sumars hefur hægt á sprettunni. Hann hefur ekki heyrt til þess að kartöflumygla hafi ollið tjóni.

„Maður vonar að þetta fari allt saman vel og við náum heilbrigðum og góðum kartöflum í hús fyrir landsmenn. Við erum svo heppin að Íslendingar vilja kaupa íslenskar kartöflur. Þegar valið er á milli innfluttra og íslenskra, þá velur neytandinn íslenskar. Við erum alveg gríðarlega þakklát fyrir það og reynum að vanda okkur til að halda því þannig,“ segir Sigurbjartur.

Skylt efni: Kartöflur

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f