Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kannabisgróðurhúsið verður í Óðinsvéum
Fréttir 29. desember 2017

Kannabisgróðurhúsið verður í Óðinsvéum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ákveðið hefur verið að gróðurhús Det danske cannabis-projekt, Spectrum Cannabis Danmark, verði staðsett í Óðinsvéum á Fjóni. Í gróðurhúsinu verður fyrsta löglega hampræktin í Danmörku.


Danska þingið samþykkti fyrr á þessu ári að danskir bændur geti, að uppfylltum skilyrðum, fengið leyfi til að rækta kannabis sem nota á í lækningaskyni.

Þann 1. janúar 2018 næstkomandi taka gildi lög í Danmörku sem leyfa sjúklingum að nota, undir eftirliti lækna, kannabis til að lina þjáningar.

Húsnæði ræktunarstöðvarinnar og rannsóknarstöðvar henni tengdri verður 40.000 fermetrar að flatarmáli. Fyrirtækið Spectrum Cannabis er í eigu kanadísks fyrirtækis, Canopy Growth, og hins danska Danish Cannabis.

Fáist öll tilskilin leyfi til reksturs gróðurhússins getur fyrirtækið boðið vöru sína, þurrkuð blóm, hampolíu og hamp í hylkjum í upphafi árs 2019. Þangað til mun það flytja inn hamp til lækninga frá Kanada.

Strangar öryggiskröfur eru gerðar í kringum framleiðsluna og engu minni en gerðar eru til banka, sprengiefnageymslu eða öryggisfangelsis.

Borgarstjórinn í Óðinsvéum segist vera hæstánægður með að fá starfsemina til borgarinnar og treysti því að fyrirtækið muni standast allar kröfur sem gerðar verða til þess. Talsmenn Spectrum Cannabis Danmark segja að Óðinsvé sé tilvalinn staður fyrir starfsemina. Gert er ráð fyrir að starfsmenn fyrirtækisins verði 125.

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...