Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kannabisgróðurhúsið verður í Óðinsvéum
Fréttir 29. desember 2017

Kannabisgróðurhúsið verður í Óðinsvéum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ákveðið hefur verið að gróðurhús Det danske cannabis-projekt, Spectrum Cannabis Danmark, verði staðsett í Óðinsvéum á Fjóni. Í gróðurhúsinu verður fyrsta löglega hampræktin í Danmörku.


Danska þingið samþykkti fyrr á þessu ári að danskir bændur geti, að uppfylltum skilyrðum, fengið leyfi til að rækta kannabis sem nota á í lækningaskyni.

Þann 1. janúar 2018 næstkomandi taka gildi lög í Danmörku sem leyfa sjúklingum að nota, undir eftirliti lækna, kannabis til að lina þjáningar.

Húsnæði ræktunarstöðvarinnar og rannsóknarstöðvar henni tengdri verður 40.000 fermetrar að flatarmáli. Fyrirtækið Spectrum Cannabis er í eigu kanadísks fyrirtækis, Canopy Growth, og hins danska Danish Cannabis.

Fáist öll tilskilin leyfi til reksturs gróðurhússins getur fyrirtækið boðið vöru sína, þurrkuð blóm, hampolíu og hamp í hylkjum í upphafi árs 2019. Þangað til mun það flytja inn hamp til lækninga frá Kanada.

Strangar öryggiskröfur eru gerðar í kringum framleiðsluna og engu minni en gerðar eru til banka, sprengiefnageymslu eða öryggisfangelsis.

Borgarstjórinn í Óðinsvéum segist vera hæstánægður með að fá starfsemina til borgarinnar og treysti því að fyrirtækið muni standast allar kröfur sem gerðar verða til þess. Talsmenn Spectrum Cannabis Danmark segja að Óðinsvé sé tilvalinn staður fyrir starfsemina. Gert er ráð fyrir að starfsmenn fyrirtækisins verði 125.

Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...

Um 5% fækkun sauðfjár
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósen...

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa
Fréttir 24. mars 2023

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa

Tvö eggjabú munu hætta framleiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir ...

Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna v...

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra
Fréttir 23. mars 2023

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra

Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötune...

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...