Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kannabisgróðurhúsið verður í Óðinsvéum
Fréttir 29. desember 2017

Kannabisgróðurhúsið verður í Óðinsvéum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ákveðið hefur verið að gróðurhús Det danske cannabis-projekt, Spectrum Cannabis Danmark, verði staðsett í Óðinsvéum á Fjóni. Í gróðurhúsinu verður fyrsta löglega hampræktin í Danmörku.


Danska þingið samþykkti fyrr á þessu ári að danskir bændur geti, að uppfylltum skilyrðum, fengið leyfi til að rækta kannabis sem nota á í lækningaskyni.

Þann 1. janúar 2018 næstkomandi taka gildi lög í Danmörku sem leyfa sjúklingum að nota, undir eftirliti lækna, kannabis til að lina þjáningar.

Húsnæði ræktunarstöðvarinnar og rannsóknarstöðvar henni tengdri verður 40.000 fermetrar að flatarmáli. Fyrirtækið Spectrum Cannabis er í eigu kanadísks fyrirtækis, Canopy Growth, og hins danska Danish Cannabis.

Fáist öll tilskilin leyfi til reksturs gróðurhússins getur fyrirtækið boðið vöru sína, þurrkuð blóm, hampolíu og hamp í hylkjum í upphafi árs 2019. Þangað til mun það flytja inn hamp til lækninga frá Kanada.

Strangar öryggiskröfur eru gerðar í kringum framleiðsluna og engu minni en gerðar eru til banka, sprengiefnageymslu eða öryggisfangelsis.

Borgarstjórinn í Óðinsvéum segist vera hæstánægður með að fá starfsemina til borgarinnar og treysti því að fyrirtækið muni standast allar kröfur sem gerðar verða til þess. Talsmenn Spectrum Cannabis Danmark segja að Óðinsvé sé tilvalinn staður fyrir starfsemina. Gert er ráð fyrir að starfsmenn fyrirtækisins verði 125.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...