Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Staðsetning býgarða á Ísland 2016 til 2021.
Staðsetning býgarða á Ísland 2016 til 2021.
Fréttir 23. júlí 2021

Kalt vor og óvissa með flug setti strik í reikninginn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vorið og fyrri hluti sumars var kalt. Auk þess sem óvíst var með flug vegna Covid-19 og því hefur ríkt ákveðin óvissa meðal býflugnaræktenda á landinu um ræktunina í sumar.

„Kuldinn í vor og fyrrihluta sumars hefur vissulega sett strik í reikninginn þegar kemur að býflugnarækt sumarsins,“ segir Egill Rafn Sigurgeirsson, formaður Býflugnaræktendafélags Íslands, „en að sjálfsögðu erum við vongóð um að úr rætist.“

Óvíst með flug

„Óvissa með beint flug frá Arlanda í Svíþjóð með flugur leystist ekki fyrr en fyrir nokkrum dögum og býbændur á Álandseyjum gátu ekki afgreitt okkur um nema 24 býpakka þrátt fyrir að eftirspurn hafi verið mun meiri.“ Einar segir að í dag séu eitt hundrað býræktendur á landinu með um 150 bú.

„Búin er að finna um nánast allt land að Suðausturlandi undanskildu en flest þeirra eru á Suðurlandi.“ Hann segir að konur séu í meiri hluta þegar kemur að ræktendum.

Erfitt að meta horfurnar

Egill segir að erfitt sé að meta horfur býræktarinnar í sumar. „Við fengum fáa pakka afgreidda en ræktendur eru búnir að búa til 20 afleggjara. Í fyrra voru afleggjararnir 40 og þá fengum við rúmlega 600 kíló af hunangi. Það má því alveg búast við minni uppskeru í ár.“

Skylt efni: býflugur

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...