Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Staðsetning býgarða á Ísland 2016 til 2021.
Staðsetning býgarða á Ísland 2016 til 2021.
Fréttir 23. júlí 2021

Kalt vor og óvissa með flug setti strik í reikninginn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vorið og fyrri hluti sumars var kalt. Auk þess sem óvíst var með flug vegna Covid-19 og því hefur ríkt ákveðin óvissa meðal býflugnaræktenda á landinu um ræktunina í sumar.

„Kuldinn í vor og fyrrihluta sumars hefur vissulega sett strik í reikninginn þegar kemur að býflugnarækt sumarsins,“ segir Egill Rafn Sigurgeirsson, formaður Býflugnaræktendafélags Íslands, „en að sjálfsögðu erum við vongóð um að úr rætist.“

Óvíst með flug

„Óvissa með beint flug frá Arlanda í Svíþjóð með flugur leystist ekki fyrr en fyrir nokkrum dögum og býbændur á Álandseyjum gátu ekki afgreitt okkur um nema 24 býpakka þrátt fyrir að eftirspurn hafi verið mun meiri.“ Einar segir að í dag séu eitt hundrað býræktendur á landinu með um 150 bú.

„Búin er að finna um nánast allt land að Suðausturlandi undanskildu en flest þeirra eru á Suðurlandi.“ Hann segir að konur séu í meiri hluta þegar kemur að ræktendum.

Erfitt að meta horfurnar

Egill segir að erfitt sé að meta horfur býræktarinnar í sumar. „Við fengum fáa pakka afgreidda en ræktendur eru búnir að búa til 20 afleggjara. Í fyrra voru afleggjararnir 40 og þá fengum við rúmlega 600 kíló af hunangi. Það má því alveg búast við minni uppskeru í ár.“

Skylt efni: býflugur

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...