Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Ragnhildur Katla Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Landverndar.
Ragnhildur Katla Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Landverndar.
Mynd / Aðsend
Fréttir 29. september 2025

Kallað eftir betri vinnubrögðum í umfjöllun um umhverfismál

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Landvernd skorar á fjölmiðla landsins að vanda vel til verka í umfjöllunum um umhverfismál, sem sé mikilvægasti málaflokkur samtímans og framtíðarinnar. Íslensk náttúra eigi sér fáa málsvara í stjórnmálum og því sé hlutverk fjölmiðla brýnna en nokkru sinni.

Í tilkynningu Landverndar segir að áþreifanlegt bakslag í náttúruvernd og loftslagsmálum stafi ekki af áhugaleysi og sé ekki á ábyrgð almennings, heldur sterkra hagsmunaðila sem hafa hag af því að halda umræðu um málaflokkinn niðri. Umfjöllun um náttúruvernd og loftslagsvernd hafi lotið í lægra haldi fyrir ákafri umræðu um auðlindanýtingu, þar sem hagvöxtur sé æðsta markmiðið.

Kallað er eftir rannsóknarfréttamennsku í umhverfismálum eins og tíðkist erlends á fjölmiðlum í almannaþágu. Á Íslandi sé lítið um slíkt og fari minnkandi. Umhverfisverðlaun sem stjórnarráðið veitt fjölmiðlafólki árlega hafi síðast verið veitt fyrir fimm árum.

Er sérstaklega skorað á Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaeigu, og aðra íslenska fjölmiðla að axla ábyrgð í náttúru- og loftslagsmálum og standa fyrir víðtækri, upplýstri og gagnrýnni umfjöllun á sviði umhverfismála.

Miklu meiri og dýpri umfjöllun

Ragnhildur Katla Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Landverndar, segir tilefnið fyrir áskorunina núna vera að umfjöllun um umhverfismál hafi dalað mikið. „Málaflokkurinn vex og umræðan um málið verður alltaf flóknari og flóknari. Landvernd myndi óska þess að miklu meiri og dýpri umfjöllun væri um þetta stærsta mál samtímans. Óskastaða væri að umræðuefnið fengi meira pláss og bætt rými til skoðanaskipta úr öllum áttum, þar með talið fyrir náttúruverndarsamtök og önnur samtök almennings.

Mikil þörf er á öflugri rannsóknarblaðamennsku í kring um umhverfismálin en á tímum þar sem grænþvottur verður æ algengari eru fjölmiðlar mjög mikilvægir í að halda almenningi upplýstum.“

Auðlindamálin brýnust

„Við viljum sjá sterka fjölmiðla sem geta kafað ofan í málaflokkinn og sagt fréttir af umhverfismálum sem endurspegla allan skala umhverfismála. Hingað til hefur umfjöllunin verið nokkuð atvinnulífsmiðuð,“ heldur Ragnhildur áfram. „Umhverfismál geta tengst áhættu í fjárfestingum, tryggingum, líffræðilegri fjölbreytni, loftlsagsmálum, mengun, erfðaauðlindamálum, heilsu og margt fleira. 

Brýnustu umfjöllunarefnin á Íslandi í dag eru auðlindamál á víðum skala. Auðlindir Íslands eru takmarkaðar eins og aðrar í heiminum og ráðstöfun þeirra má ekki stjórnast eingöngu af markaðslögmálum heldur verður að gæta þess að ráðstöfunin sé í sátt við fólk og náttúru.“ 

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f