Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kaðlahúfa á krakka
Hannyrðahornið 7. ágúst 2018

Kaðlahúfa á krakka

Höfundur: Handverkskúnst
Falleg húfa fyrir veturinn prjónuð úr Drops Air sem er mjúkt og stingur ekki. Kjörin á alla krakka í vetur.
 
Stærð: 2–3/4–5/8–9/12 ára.
 
Höfuðmál: ca 48/50 - 50/52 - 52/54 - 54/56. 
 
Garn: Drops Air (fæst í Handverkskúnst). 50-50-100-100 g. Einnig hægt að nota Drops Nepal og Drops Big Merino.
 
Prjónar: Hringprjónn 40 cm og sokkaprjónar nr. 4,5 og 5 - eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur og 22 umferðir í sléttu prjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð, á prjóna nr. 5.
 
Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2.
 
Húfa: 
Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, skiptið yfir á sokkaprjón þegar lykkjum fækkar. 
 
Fitjið upp 80-80-96-96 lykkjur á hringprjón nr 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan A.1 yfir allar lykkjur í 4 cm (= 5-5-6-6 mynstureiningar með 16 lykkjum). Skiptið yfir á hringprjón 5. Næsta umferð er prjónuð þannig: *Prjónið 6 lykkjur brugðnar, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 10 lykkjurnar og aukið JAFNFRAMT út um 2 lykkjur yfir þessar 10 lykkjur*, prjónið frá *-* alls 5-5-6-6 sinnum = 90-90-108-108 lykkjur. Prjónið síðan þannig: *Prjónið 6 lykkjur brugðnar, A.2 (= 12 lykkjur)*, prjónið frá *-* alls 5-5-6-6 sinnum. Þegar stykkið mælist 15-16-17-18 cm fækkið um 1 lykkju í byrjun hverrar brugðinnar einingar, fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur brugðnar saman (= 5-5-6-6 lykkjur færri, A.2 heldur áfram eins og áður). Endurtakið úrtöku í hverjum cm, en fækkið lykkjum til skiptis í lokin og í byrjun á brugðinni einingu, alls 5 sinnum = 65-65-78-78 lykkjur. Prjónið síðan 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4 lykkjur yfir hverri einingu A.2 = 45-45-54-54 lykkjur eftir í umferð. Í næstu tveimur umferðum eru allar lykkjur prjónaðar 2 og 2 slétt saman = 12-12-14-14 lykkjur eftir í umferð. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á bandi og festið vel. Húfan mælist ca 21-22-23-24 cm á hæðina.
 
Dúskur:
Gerið einn dúsk ca 4-6 cm að þvermáli og festið dúskinn efst á húfuna. 
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
 
 
Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...