Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Jökulheimar
Jökulheimar
Fréttir 5. nóvember 2015

Jarðminjar og verndun þeirra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ísland hefur mikla jarðfræðilega sérstöðu. Hér er víða að finna jarðminjar á heimsmælikvarða og ber okkur skylda til að vernda þær.

Lovísa Ásbjörnsdóttir og Kristján Jónasson, jarðfræðingar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, voru með erindi sem Lovísa flutti á Umhverfisþingi á Grand hótel í síðustu viku. Erindið fjallaði um jarðminjar og vernd þeirra, en haldin var alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík um þetta efni í september síðastliðnum.

„Áherslan í gegnum árin hefur verið að vernda lífríkið og því oft litið framhjá merkilegum jarðminjum og á það ekki bara við um Ísland heldur um allan heim.

Staðreyndin er sú að líffræðingum hefur tekist afar vel til við að benda á nauðsyn þess að vernda lífríkið og almenningur á auðvelt með að samsama sig verndun þess. Hver vill til dæmis ekki vernda krúttlegan pandabjörn?“ segir Lovísa.

„Vandinn er að við erum fá sem erum að vinna að verndun jarðminja hér á landi og fjármagn í málaflokkinn er af skornum skammti. Hins vegar er mikil ásókn í nýtingu á náttúrulegum auðlindum landsins og framkvæmdahraðinn oft mikill.

Fyrir um þremur árum komumst við í kynni við evrópsk samtök sem nefnast ProGEO sem hafa það að markmiði að efla þekkingu á jarðminjum og stuðla að verndun þeirra.

Ég bind miklar vonir við að með auknum tengslum við ProGEO getum við nýtt okkur reynslu þeirra og aðgerðir sem hafa reynst vel í Evrópu og víðar.“

Eitt af því er að skrá og meta jarðminjar á faglegan hátt. Þannig fæst betri yfirsýn yfir gerð og breytileika jarðminja sem jafnframt nýtist við gerð skipulags- og verndaráætlana.

Veikburða náttúruverndarlög

„Við höfum ítrekað bent á að það vantar sérfræðiþekkingu um jarðminjar og vernd þeirra í stjórnsýslunni. Auk þess sem núverandi náttúruverndarlög eru of veikburða þegar kemur að jarðminjum.

Norðmenn settu ný náttúruverndarlög 2009 sem nefnast „Lög um náttúrubreytileika“.  Samkvæmt lögunum felur náttúrubreytileiki í sér samþættingu á breytileika lífríkis, jarðminja og landslags. Þar er einnig lögð áhersla á skráningu og vernd náttúrugerða, auk skipulagningar landnýtingar.

Þetta er akkúrat það sem við þurfum að leggja áherslu á hér á landi og tala um náttúruna og breytileika hennar sem eina heild því að sjálfsögðu skiptir máli hvað er undir gróðurþekjunni til að hún geti vaxið og dafnað,“ segir Lovísa Ásbjörnsdóttir að lokum.

Skylt efni: náttúruvernd | jarðminjar

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...