Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Jökulheimar
Jökulheimar
Fréttir 5. nóvember 2015

Jarðminjar og verndun þeirra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ísland hefur mikla jarðfræðilega sérstöðu. Hér er víða að finna jarðminjar á heimsmælikvarða og ber okkur skylda til að vernda þær.

Lovísa Ásbjörnsdóttir og Kristján Jónasson, jarðfræðingar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, voru með erindi sem Lovísa flutti á Umhverfisþingi á Grand hótel í síðustu viku. Erindið fjallaði um jarðminjar og vernd þeirra, en haldin var alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík um þetta efni í september síðastliðnum.

„Áherslan í gegnum árin hefur verið að vernda lífríkið og því oft litið framhjá merkilegum jarðminjum og á það ekki bara við um Ísland heldur um allan heim.

Staðreyndin er sú að líffræðingum hefur tekist afar vel til við að benda á nauðsyn þess að vernda lífríkið og almenningur á auðvelt með að samsama sig verndun þess. Hver vill til dæmis ekki vernda krúttlegan pandabjörn?“ segir Lovísa.

„Vandinn er að við erum fá sem erum að vinna að verndun jarðminja hér á landi og fjármagn í málaflokkinn er af skornum skammti. Hins vegar er mikil ásókn í nýtingu á náttúrulegum auðlindum landsins og framkvæmdahraðinn oft mikill.

Fyrir um þremur árum komumst við í kynni við evrópsk samtök sem nefnast ProGEO sem hafa það að markmiði að efla þekkingu á jarðminjum og stuðla að verndun þeirra.

Ég bind miklar vonir við að með auknum tengslum við ProGEO getum við nýtt okkur reynslu þeirra og aðgerðir sem hafa reynst vel í Evrópu og víðar.“

Eitt af því er að skrá og meta jarðminjar á faglegan hátt. Þannig fæst betri yfirsýn yfir gerð og breytileika jarðminja sem jafnframt nýtist við gerð skipulags- og verndaráætlana.

Veikburða náttúruverndarlög

„Við höfum ítrekað bent á að það vantar sérfræðiþekkingu um jarðminjar og vernd þeirra í stjórnsýslunni. Auk þess sem núverandi náttúruverndarlög eru of veikburða þegar kemur að jarðminjum.

Norðmenn settu ný náttúruverndarlög 2009 sem nefnast „Lög um náttúrubreytileika“.  Samkvæmt lögunum felur náttúrubreytileiki í sér samþættingu á breytileika lífríkis, jarðminja og landslags. Þar er einnig lögð áhersla á skráningu og vernd náttúrugerða, auk skipulagningar landnýtingar.

Þetta er akkúrat það sem við þurfum að leggja áherslu á hér á landi og tala um náttúruna og breytileika hennar sem eina heild því að sjálfsögðu skiptir máli hvað er undir gróðurþekjunni til að hún geti vaxið og dafnað,“ segir Lovísa Ásbjörnsdóttir að lokum.

Skylt efni: náttúruvernd | jarðminjar

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...