Jafnvægisverð lækkar áfram
Fréttir 7. nóvember 2024

Jafnvægisverð lækkar áfram

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á markaði með greiðslumark í mjólk, haldinn 1. nóvember, myndaðist jafnvægisverðið 250 krónur á lítrann, sem er lækkun úr 265 krónum frá síðasta markaði.

Eins og á fyrri mörkuðum flyst greiðslumark mest til Skagafjarðar, eða 400 þúsund lítrar af alls rúmlega 778 þúsund lítrum sem keyptir voru. Næstmest fer á Suðurland, eða tæpir 140 þúsund lítrar. Sunnlenskir kúabændur selja mest af greiðslumarki, eða tæpa 370 þúsund lítra.

Alls voru 1.268.229 lítrar boðnir fram til sölu, en óskað eftir 913.450 lítrum.

Matvælaráðuneytinu bárust 35 gild tilboð um kaup og gild sölutilboð voru 24. Alls voru 20 seljendur með tilboð á jafnvægisverði eða lægra og selja 76 prósent af framboðnu magni. Kaupendur voru 29 sem buðu tilboð á jafnvægisverði eða hærra og fá allt magn sem sóst var eftir. Þannig voru sex kauptilboð undir jafnvægisverði og fjögur sölutilboð yfir jafnvægisverði. Tvö tilboð uppfylltu skilyrði um forgangsúthlutun til nýliða.

Í gildi er ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 398 kr. fyrir hvern lítra.

Í reglugerð um stuðning í nautgriparækt stendur um jafnvægisverð að það sé það verð sem myndast þegar framboðið magn er jafnt og eftirspurt magn eða lægsta verð sem jafnvægismagn getur verið selt og keypt á.

Greiðslumark sem boðið er til sölu á hærra verði en jafnvægisverði skal vísað frá markaði og á sama hátt kauptilboðum sem eru lægri en jafnvægisverð.

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss
Fréttir 28. nóvember 2024

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss

Svissneska parið Isabelle og Steff Felix komu í Fljótsdalinn snemma árs 2022 og ...