Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Unnið í Saltverki á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp.
Unnið í Saltverki á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp.
Mynd / Saltverk
Fréttir 1. júní 2021

Íslenskt salt í sókn á Bandaríkjamarkaði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Á tíu ára afmæli fyrirtækisins Saltverk hefur verið tekin ákvörðun um að efla markaðsstarf í Bandaríkjunum til muna. Fyrsta skrefið í þeirri sókn er átak undir merkjunum „A pinch of Iceland“ og verður herferðin gangsett og keyrð upp í fulla ferð á næstu vikum.

„Saltsalan hefur verið á hægri en stöðugri uppleið í Bandaríkjunum en síðan hefur orðið algjör sprenging upp á síðkastið,“ segir Björn Steinar Jónsson, einn stofnenda Saltverks og bætir við: „Það hefur gefið okkur tækifæri til þess að bæta þjónustuna og stytta sendingartíma ásamt svigrúmi til að framleiða nýtt markaðsefni til þess að kynna okkur fyrir fleirum.“

Danmörk og Bandaríkin

Á þeim tíu árum sem liðin eru frá stofnun Saltverks hefur mikið vatn runnið til sjávar og mikið salt verið unnið úr sjó. Saltverk hefur farið hægt í sakirnar í stækkun sinni en lagt áherslu á stöðuga uppbyggingu sem nú er að skila sér. Markmiðið var frá upphafi sett út fyrir landsteinana, fyrst með sölu til Danmerkur og síðan árið 2015 einnig til Bandaríkjanna. Þar verður róðurinn hertur til muna á næstu mánuðum og misserum.

„Það var lykilatriði í vinnslu herferðarinnar að segja satt og rétt frá,“ heldur Björn Steinar áfram. „Leggja áherslu á uppruna vörunnar frá Vestfjörðum og hvorki fela né fegra framleiðsluferlið. Þetta er íslensk vara unnin í íslenski náttúru en það sem er mikill kostur við íslensk matvæli er að fólk getur treyst því að varan sé hrein og í lagi. Vörur sem koma frá Íslandi hafa þann góða stimpil á sér og það ber að þakka forverum okkar í matvælaiðnaði sem hafa byggt upp vörumerkið Ísland í mörg ár á erlendum markaði. Við höfum grundvallað söluna á gæðum. Við fórum í samstarf við afbragðsgóða kokka og seldum saltið til sumra bestu veitingastaða í heimi eins og t.d. Noma í Danmörku. Það varð til þess að fólk treysti vörunni og keypti hana til heimabrúks,“ segir Björn Steinar og bætir við að nú þegar þeir viti sjálfir hversu mikla gæðavöru þeir hafa í höndunum þá sé þeirra stærsta verkefni fram undan að fjölga þeim sem þekkja merkið og vöruna í Bandaríkjunum. Þetta kemur m.a. fram í fréttatilkynningu frá Saltverki en á meðfylgjandi slóð https://fb.watch/5ufVJLfNAc/ má sjá burðarbita herferðarinnar en það er tveggja mínútna langt myndband sem tekið var upp fyrr á þessu ári á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp þar sem Saltverk vinnur vörur sínar. Myndbandið var framleitt fyrir bandarískan markað. 

Skylt efni: salt | Saltverk

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...