Íslenskt flögusalt í 245 verslunum í Bandaríkjunum
Íslenskt flögusalt frá Saltverki er nú fáanlegt í Meijer-verslunarkeðjunni í Bandaríkjunum, sem telur 245 verslanir í Illinois, Kentucky, Indiana, Michigan, Ohio og Wisconsin. Meijer er mjög sterk verslunarkeðja og því mikill áfangi fyrir Saltverk á sinni vegferð að koma íslensku sjávarsalti á borð Bandaríkjamanna.


