Íslenskt sauðfé í Westshield í Skotlandi. Breskir bændur hafa hrifist mjög af íslensku sauðkindinni og hafa nú áhuga á að flytja inn sæði úr íslenskum hrútum til að efla ræktunina.
Íslenskt sauðfé í Westshield í Skotlandi. Breskir bændur hafa hrifist mjög af íslensku sauðkindinni og hafa nú áhuga á að flytja inn sæði úr íslenskum hrútum til að efla ræktunina.
Mynd / Lydia Austin
Fréttir 9. september 2021

Íslenskt fé boðið upp á fæti í Bretlandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íslenskt fé var í fyrsta sinn boðið upp og selt á fæti undir sérflokki á uppboðssíðu á Bretlands­eyjum fyrir skömmu. Salan fór fram á vegum skoska uppboðsfyrirtækisins Harrison og Hetherington. Hæsta verð fyrir á var rúmar 56 þúsund krónur.

Uppboð á íslensku fé undir sérflokki fór fram á netinu 2. til 4. september síðastliðinn en myndir og lýsing á fénu voru til sýnis á vef https://harrisonandhetherington.co.uk/ frá 27. ágúst.

Hæsta verðið fyrir á 56 þúsund krónur

Á vefnum voru 26 gripir til sölu, ær, gimbur, hrútar og sauðir. Meðalverð fyrir ær á uppboðinu var 305 pund en hæst 320 pund, sem jafngilda rétt rúmum 56 þúsund krónum. Greitt verð fyrir hrúta var lægra og að meðaltali 134 pund en hæst 260, eða um 39.000 krónur. Meðalverð fyrir sauði var 185 pund en hæsta verð 190 pund, sem gera rúmar 33 þúsund krónur.

Mikil ánægja er með uppboðið á Facebook-síðu Icelandic Sheep Breeders of the British Isles og þar er fénu mikið hrósað og einn meðlimur hrósar happi yfir að hafa keypt íslenskt fé á uppboðinu.

Fyrsta íslenska sauðféð var flutt til Bretlandseyja árið 1979 og árið 1988 voru stofnuð bresk landssamtök um ræktun þess.

Sér uppboðsflokkur

Samkvæmt því sem segir á heimasíðu Scottish Farmer er vaxandi eftirspurn eftir hrein­ræktuðu íslensku sauðfé á Bretlandseyjum og ekki síst í Skotlandi.

Í frétt Scottish Farmer segir að á Bretlandseyjum sé að finna um 300 fjár af íslenskum uppruna og að féð sé miðlungs stórt, smábeinótt og með stuttan dindil og geti nærst eingöngu á grasi. Einnig er þess getið að ullin sé mislit, gerð úr togi og þeli og því mjög einangrandi og verðmæt.

Grant Anderson, uppboðsstjóri hjá Harrison og Hetherington, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem íslenskt fé sé boðið upp undir eigin flokki hjá uppboðshúsinu en að fram til þessa hafi féð verið boðið upp sem hluti af uppboði fágætra búfjártegunda. Anderson segist vonast til að með því að halda uppboðið á netinu muni það ná til stærri hóps sem hafi áhuga á að rækta íslenskt fé á Bretlandseyjum því eftirspurnin sé greinilega að aukast.

Innflutningur á sæði

James Rogerson, áhugamaður um íslenskt sauðfé á Bretlandseyjum, sagði í samtali við Bændablaðið að það sem stæði ræktun á íslensku fé fyrir þrifum á Bretlandseyjum væri skortur á hrútum.

„Vandamálið er að finna hrúta til undaneldis sem eru ekki of skyldir ánum. Ræktendur lána hver öðrum hrúta en því miður eru góðir hrútar oft sniðgengnir til að forðast skyldleikarækt.

Ég veit því að það er talsverður áhugi á að flytja inn sæði frá Southram, (eða Búnaðarsambandi Suðurlands) til Bretlands,“ segir James Rogerson,
Dindlastærð skiptir máli

Unnsteinn Snorrason, framkvæmda­stjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að vaxandi áhugi breskra sauðfjárbænda á íslensku sauðfé stafi af ýmsum ástæðum.

„Það er almennt talsverður áhugi á sérstökum sauðfjárkynjum í Bretlandi og margir sem halda litlar hjarðir sér til ánægju. Þá hefur íslenska ullin vakið áhuga margra og ekki spillir fyrir litafjölbreytileikinn.

Svo má vera að umræða meðal breskra bænda að kynbæta bresku sauðfjárkynin með stofni sem er með stuttan dindil hafi einhver áhrif. En klippa þarf dindil á sauðfé með langan dindil til að verjast flugum. Aðferðin við það er umdeild. Þetta skiptir miklu máli fyrir markaðinn og kröfur neytenda. Í Nýja-Sjálandi er til dæmis nýlega búið að setja strangari reglur varðandi dindilklippingu.

Hvað svo sem í raun veldur þessum áhuga er ekki gott að segja. En það hefur í gegnum tíðina alltaf verið einhver áhugi á útflutningi á íslensku sauðfé á fæti og einnig á frosnu sæði. Kannski eru að verða til ný sóknarfæri fyrir íslenska sauðfjárrækt til framtíðar.“

Evrópska bankakerfið myndi ráða illa við nýtt efnahagsáfall
Fréttir 17. september 2021

Evrópska bankakerfið myndi ráða illa við nýtt efnahagsáfall

Álagsprófun á 50 öflugustu lána­stofnunum innan Evrópu­sam­bandsins, sem standa ...

Ný tækni frá Hyzon Motors í geymslu vetnis í ökutækjum
Fréttir 17. september 2021

Ný tækni frá Hyzon Motors í geymslu vetnis í ökutækjum

Hyzon Motors fyrirtækið sér­hæfir sig í smíði lausna fyrir notkun á vetni í efna...

Hvað hefur makríllinn skilað miklu til samfélagsins?
Fréttir 16. september 2021

Hvað hefur makríllinn skilað miklu til samfélagsins?

Mikil umræða átti sér stað um makrílveiðar og skiptingu tekna af honum og fannst...

Hvað er skattspor fyrirtækja
Fréttir 16. september 2021

Hvað er skattspor fyrirtækja

Við þekkjum orðið upplýsingaóreiðu orðið nokkuð vel og að við tölum nú ekki um f...

Heyskap víðast hvar lokið með ágætri uppskeru
Fréttir 16. september 2021

Heyskap víðast hvar lokið með ágætri uppskeru

Bleytutíð á sunnan- og vestanverðu landinu gerir bændum sem ekki höfðu lokið hey...

Matvælasjóður úthlutar rúmum 566 milljónum króna
Fréttir 15. september 2021

Matvælasjóður úthlutar rúmum 566 milljónum króna

Matvælasjóður hefur úthlutað í annað sinn og að þessu sinni 566,6 milljónum krón...

Eldhestar með hæstu einkunn hjá Tripadvisor á heimsvísu
Fréttir 15. september 2021

Eldhestar með hæstu einkunn hjá Tripadvisor á heimsvísu

Fyrirtækið Eldhestar fékk nýlega staðfestingu á því að vera í hópi 10% fyrirtækj...

Riðan á Syðra-Skörðugili uppgötvaðist í heimalandasmölun
Fréttir 14. september 2021

Riðan á Syðra-Skörðugili uppgötvaðist í heimalandasmölun

Riða greindist á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði á föstudaginn. Um fimmtán h...