Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Ölnir frá Akranesi var fluttur til Danmerkur árið 2021 en hefur hlotið lágmark til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi.
Ölnir frá Akranesi var fluttur til Danmerkur árið 2021 en hefur hlotið lágmark til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi.
Mynd / ghp
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu fyrir afkvæmahross

Samræming varð á veitingu viðurkenninga fyrir afkvæmahross árið 2019 innan aðildarlanda alþjóðasambands FEIF þannig að núna eru hvarvetna sömu viðmið. „Viðurkenning á afkvæmahrossum ber að skoða sem mikinn heiður og afrek og endurspeglar sannarlega gildi hrossa til framræktunar,“ segir Elsa Albertsdóttir hrossaræktarráðunautur.

Þetta eru stóðhestarnir Viti frá Kagaðarhóli, Konsert frá Hofi, Ölnir frá Akranesi, Kappi frá Kommu og Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum sem allir hljóta heiðursverðlaun, og Draupnir frá Stuðlum og Hersir frá Lambanesi sem hljóta fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi.

Fyrstu verðlaunahestar hafa að lágmarki 118 stig og 15 dæmd afkvæmi en heiðursverðlaunahestar 118 stig og 50 dæmd afkvæmi.

Þetta eru lágmarkskröfur og stigin eiga bæði við um kynbótamat aðaleinkunnar og kynbótamat aðaleinkunnar án skeiðs.

Einnig hlýtur Óðinn vom Habichtswald fyrstu verðlaun en hann er fæddur og staðsettur í Þýskalandi. Draupnir er nú í Þýskalandi, Hersir og Konsert í Belgíu, Viti, Ölnir og Kappi í Danmörku og Herjólfur í Frakklandi.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...