Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ölnir frá Akranesi var fluttur til Danmerkur árið 2021 en hefur hlotið lágmark til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi.
Ölnir frá Akranesi var fluttur til Danmerkur árið 2021 en hefur hlotið lágmark til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi.
Mynd / ghp
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu fyrir afkvæmahross

Samræming varð á veitingu viðurkenninga fyrir afkvæmahross árið 2019 innan aðildarlanda alþjóðasambands FEIF þannig að núna eru hvarvetna sömu viðmið. „Viðurkenning á afkvæmahrossum ber að skoða sem mikinn heiður og afrek og endurspeglar sannarlega gildi hrossa til framræktunar,“ segir Elsa Albertsdóttir hrossaræktarráðunautur.

Þetta eru stóðhestarnir Viti frá Kagaðarhóli, Konsert frá Hofi, Ölnir frá Akranesi, Kappi frá Kommu og Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum sem allir hljóta heiðursverðlaun, og Draupnir frá Stuðlum og Hersir frá Lambanesi sem hljóta fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi.

Fyrstu verðlaunahestar hafa að lágmarki 118 stig og 15 dæmd afkvæmi en heiðursverðlaunahestar 118 stig og 50 dæmd afkvæmi.

Þetta eru lágmarkskröfur og stigin eiga bæði við um kynbótamat aðaleinkunnar og kynbótamat aðaleinkunnar án skeiðs.

Einnig hlýtur Óðinn vom Habichtswald fyrstu verðlaun en hann er fæddur og staðsettur í Þýskalandi. Draupnir er nú í Þýskalandi, Hersir og Konsert í Belgíu, Viti, Ölnir og Kappi í Danmörku og Herjólfur í Frakklandi.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...