Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslensku sigurvegararnir á sviðinu í ráðstefnuhöllinni í Herning. Frá vinstri: Auðunn Hermannsson og Ágúst Jónsson frá MS.
Íslensku sigurvegararnir á sviðinu í ráðstefnuhöllinni í Herning. Frá vinstri: Auðunn Hermannsson og Ágúst Jónsson frá MS.
Mynd / International FOOD contest 2017
Fræðsluhornið 30. október 2017

Íslenska skyrið vann með glæsibrag

Höfundur: Snorri Sigurðsson
Alþjóðlega matvælakeppnin International FOOD contest 2017 var haldin 3.-5. október sl. í Herning í Danmörku. Keppni þessi, sem haldin er árlega, byggir að mestu á því að afurðastöðvar í mjólkuriðnaði senda vörur sínar inn og eru þær dæmdar af sér­stökum dómurum sem meta ýmsa þætti eins og bragðgæði, áferð, útlit og margt fleira sem er tekið inn í mat dómaranna. 
 
Í ár tóku 150 dómarar að sér að meta þær ótal mjólkurvörur sem sendar voru inn til keppninnar, en alls var hægt að senda inn mjólkurvörur í á fimmta tug ólíkra flokka af ostum, smjöri, jógúrti, drykkjarvörum og öðrum neysluvörum. Þá var einnig keppt í öðrum flokkum matvæla og tóku um 1.200 mismunandi tegundir og gerðir matvæla þátt í keppninni í ár.
 
Sá frábæri árangur náðist að íslenskt skyr vann heiðursverðlaunin sjálf í neysluvöruflokknum og er sá árangur einstakur enda MS þarna að etja kappi við stórfyrirtæki í mjólkurvinnslu eins og t.d. norður-­evrópska afurðafélagið Arla, sem er um 100 sinnum stærra afurðafélag en MS. Þetta er í annað skipti sem MS vinnur þessi verðlaun en árið 2012 vann félagið með kókómjólkina að vopni, en að þessu sinni var það Ísey skyr með bökuðum eplum frá MS á Selfossi sem vann.
 
Þrír meginflokkar
 
Í keppninni er mjólkurvörum skipt niður í þrjá ólíka meginflokka mjólkurvara, þ.e. í osta, smjör og neysluvörur. Innan hvers meginflokks eru svo mismunandi margir undirflokkar en alls voru á fimmta tug undirflokka í keppninni í ár. Hinar 1.200 mjólkurvörur voru svo flokkaðar niður í þessa ótal undirflokka og kepptu þær svo innbyrðis í hverjum flokki. Í raun gátu margar mjólkurvörur innan hvers flokks hlotið gullverðlaun, en reglur keppninnar eru þannig að hverri matvöru eru gefin stig eftir sérstökum reglum keppninnar og svo eru stigin talin saman og vörunum innan hvers flokks raðað upp. Efstu 10% hljóta gullverðlaun í viðkomandi flokki, þá fá næstu 20% silfurverðlaun og næstu 33% bronsverðlaun. Hver afurðastöð má svo, kjósi hún það, skarta þessum verðlaunum við markaðssetningu vörunnar.
 
Skyrið vann neysluvöruflokkinn
 
Bestu mjólkurvörurnar í hverjum undirflokki keppa svo um sigurinn í einum af hinum þremur meginflokkum mjólkurvaranna og sem fyrr segir stóð íslenska skyrið frá MS á Selfossi þar efst á blaði í flokki almennra neysluvara. Í öðrum flokkum urðu aðrar afurðastöðvar hlutskarpastar og vann t.d. Taulov afurðastöðin, sem er í eigu Arla, ostakeppnina með hraðþroskaða ostinn sinn Höhlenkäse Light í sneiðum og afurðastöðin í Holstebro, sem einnig er í eigu Arla, vann svo smjörkeppnina með ósaltað LURPAK smjör fyrir arabískan markað. Það má eiginlega segja að Holstebro afurðastöð Arla sé fastur áskrifandi að smjörverðlaununum enda afar rík smjörgerðarhefð þar og hafa ekki aðrar afurðastöðvar náð þessum verðlaunum til sín um hríð.
 
Skyr framleitt víða
 
Í dag er skyr framleitt í mörgum löndum utan Íslands og er skyr sú mjólkurafurð sem vex einna örast í nágrannalöndum okkar og er t.d. ein allra vinsælasta mjólkurvaran sem seld er í Danmörku. Skyr þetta er ekki nema í litlum mæli verið að framleiða eftir uppskrift og með rétthafagreiðslu til MS og er þorri þess framleitt af afurðastöðvum sem hafa prófað sig áfram með að þróa skyr. Þrátt fyrir að margar þessara afurðastöðva úti í heimi hafi yfir gríðarlegum upphæðum að ráða í þróunarstarf sitt, þá sést skýrt af þessari niðurstöðu International FOOD contest að íslenskir mjólkurfræðingar hafa enn töluvert forskot á kollega sína í öðrum löndum, a.m.k. þegar horft er til skyrgerðar.
 
Það var greinilega ekki leiðinlegt að gera bragðprófanir í þessari keppni. 
 
Snorri Sigurðsson
sns@seges.dk
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...