Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ísland með sérstöðu þegar kemur að bakteríusýkingum í matvælum
Fréttir 14. janúar 2015

Ísland með sérstöðu þegar kemur að bakteríusýkingum í matvælum

Höfundur: Vilmundur Hansen


Árið 1999, eftir holskeflu Campylobacter-sýkinga hérlendis, var eftirliti með kjúklingum aukið. Í dag eru tekin sýni úr hópum allra eldiskjúklinga á leið til slátrunar 2-5 dögum fyrir fyrirhugaða slátrun. Ef bakterían greinist er allur kjúklingurinn úr viðkomandi hópi frystur að slátrun lokinni.

Á heimasíðu Matís segir að stæðan fyrir því að þessi leið var valin byggðist á rannsóknum sem gerðar voru hjá forverum þeirra rannsóknastofa sem sameinuðust í Matís og sýndu fram á að með frystingu fækkaði bakteríunni um allt að 99%. Þar með dró mjög mikið úr þeirri hættu sem fylgdi meðhöndlun kjúklinga og krosssmitun bakteríunnar í önnur matvæli. 

Þar sem frystar alifuglaafurðir seljast á mun lægra verði en ferskar leiddi frystikrafan til þess að  alifuglabændur hertu mjög á öllum fyrirbyggjandi aðgerðum sem drógu þannig mjög fljótlega úr mengun eldishópa. Þessar aðgerðir, auk fræðslu til almennings um rétta meðhöndlun hrárra kjúklingaafurða, hafa gert það að verkum að í dag er árlegur fjöldi greindra sjúkdómstilfella af innlendum uppruna í mönnum aðeins brot af því sem greindist 1999 og fjöldi eldishópa sem greinist með bakteríuna er sömuleiðis aðeins lítið brot af því sem var áður en frystikrafan var innleidd árið 2000.

Með þessum aðgerðum hefur Ísland skapað sér sérstöðu þegar kemur af fátíðni Campylobacter-sýkinga, en ekkert annað land hefur náð að fækka smittilvikum með sama hætti og á jafn stuttum tíma og gerðist á Íslandi. Þessi árangur hefur vakið mikla athygli og hafa önnur lönd m.a. Noregur unnið að uppsetningu svipaðs kerfis íhlutandi aðgerða.
 

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...