Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Cornelis Aart Meijles, umhverfisverkfræðingur og sérfræðingur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í hringrásarhagkerfum, fjallaði um kolefnisbindingu og lífrænan áburð.
Cornelis Aart Meijles, umhverfisverkfræðingur og sérfræðingur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í hringrásarhagkerfum, fjallaði um kolefnisbindingu og lífrænan áburð.
Mynd / Skjámyndir
Fréttir 19. nóvember 2020

Ísland hefur mikla sérstöðu í lífrænt vottuðum landbúnaði

Höfundur: smh

Fimmtudaginn 12. nóvember stóð Fagráð í lífrænum búskap fyrir málþinginu Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa. Málþingið var haldið með fjarfundarfyrirkomulagi.

Cornelis Aart Meijles er umhverfisverkfræðingur og sérfræðingur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í hringrásarhagkerfum. Hann ræddi aðallega um mikilvægi þess að koma hinu mikla magni af lífrænum úrgangi, sem ekki er nýtt í dag, inn í hringrásina.

Hann lagði upp með þá staðreynd að Ísland hefði mikla sérstöðu í lífrænum landbúnaði því þar eru verðmæti sköpuð úr öllum auðlindum landsins; villtri náttúru og líffjölbreytileika, jarðvegi, köldu og heitu vatni, grænni raforku, kolsýru, menningu og þekkingu.

Hins vegar vantar að hans sögn heimafengin næringarefni sem hráefni, áburðarefnin og lífrænan úrgang  sem er undirstöðuáburður fyrir lífræna ræktun. 

Cornelis segir að með því að binda koltvísýring í lífmassa og koma honum fyrir í jarðvegi, megi binda meira kolefni varanlega sem „húmus“ í jarðvegi (sem inniheldur lífverur eins og bakteríur, örverur, sveppi og orma). Eitt prósent meira húmus þýðir 70 tonna meiri koltvísýringsbindingu á hektara. Það séu einmitt mjög góðir möguleikar í lífrænni ræktun, með nýtingu á lífrænum úrgangi, að auka þetta húmus og binda meira kolefni. Síðan nefndi hann nokkur dæmi um það hvernig binda mætti meira kolefni; til dæmis í skógrækt og jarðvegi.

– Sjá nánar á bls. 26-27 í nýju Bændablaði

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...