Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Cornelis Aart Meijles, umhverfisverkfræðingur og sérfræðingur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í hringrásarhagkerfum, fjallaði um kolefnisbindingu og lífrænan áburð.
Cornelis Aart Meijles, umhverfisverkfræðingur og sérfræðingur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í hringrásarhagkerfum, fjallaði um kolefnisbindingu og lífrænan áburð.
Mynd / Skjámyndir
Fréttir 19. nóvember 2020

Ísland hefur mikla sérstöðu í lífrænt vottuðum landbúnaði

Höfundur: smh

Fimmtudaginn 12. nóvember stóð Fagráð í lífrænum búskap fyrir málþinginu Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa. Málþingið var haldið með fjarfundarfyrirkomulagi.

Cornelis Aart Meijles er umhverfisverkfræðingur og sérfræðingur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í hringrásarhagkerfum. Hann ræddi aðallega um mikilvægi þess að koma hinu mikla magni af lífrænum úrgangi, sem ekki er nýtt í dag, inn í hringrásina.

Hann lagði upp með þá staðreynd að Ísland hefði mikla sérstöðu í lífrænum landbúnaði því þar eru verðmæti sköpuð úr öllum auðlindum landsins; villtri náttúru og líffjölbreytileika, jarðvegi, köldu og heitu vatni, grænni raforku, kolsýru, menningu og þekkingu.

Hins vegar vantar að hans sögn heimafengin næringarefni sem hráefni, áburðarefnin og lífrænan úrgang  sem er undirstöðuáburður fyrir lífræna ræktun. 

Cornelis segir að með því að binda koltvísýring í lífmassa og koma honum fyrir í jarðvegi, megi binda meira kolefni varanlega sem „húmus“ í jarðvegi (sem inniheldur lífverur eins og bakteríur, örverur, sveppi og orma). Eitt prósent meira húmus þýðir 70 tonna meiri koltvísýringsbindingu á hektara. Það séu einmitt mjög góðir möguleikar í lífrænni ræktun, með nýtingu á lífrænum úrgangi, að auka þetta húmus og binda meira kolefni. Síðan nefndi hann nokkur dæmi um það hvernig binda mætti meira kolefni; til dæmis í skógrækt og jarðvegi.

– Sjá nánar á bls. 26-27 í nýju Bændablaði

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í þessu tölublaði.

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...

Vantar hvata til að halda áfram
Fréttir 25. maí 2023

Vantar hvata til að halda áfram

Bændur á bæjunum Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá í Miðfirði standa nú í samningavið...

Nauðbeygður til að verjast
Fréttir 25. maí 2023

Nauðbeygður til að verjast

Bændur gætu verið í vanda telji þeir vindmyllur sem reisa á mögulega í nágrenni ...