Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Íris Ragnarsdóttir Pedersen.
Íris Ragnarsdóttir Pedersen.
Fréttir 25. febrúar 2025

Innviðaskuld í Öræfum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Íbúða- og þjónustuskortur er í Öræfum að sögn íbúa sem skorar á sveitarstjórn Hornafjarðar og ríkisstjórn að blása til sóknar fyrir sístækkandi samfélag þar.

Íbúafjöldi Öræfa hefur margfaldast á áratug. Árið 2010 voru þeir tæplega 90 talsins en telja í dag 235 að því er fram kemur í aðsendri grein Írisar Ragnarsdóttur Pedersen fjallaleiðsögumanns, en hún er búsett í Svínafelli í Öræfum. Þrátt fyrir íbúafjöldann sé ekki að finna matvöruverslun, heilsugæslu eða sundlaug eins og í mörgum byggðarlögum af sömu stærðargráðu.

„Víða um landið eru byggðarlög með 200–300 íbúum með gott þjónustustig, s.s. Laugarvatn, Bíldudalur, Tálknafjörður, Búðardalur og Hólmavík. Á öllum þessum stöðum er hægt að komast í sund eða heitan pott, stunda íþróttir í íþróttahúsi, fá sendan pakka í póstbox, komast til læknis á innan við 30 mínútum, kaupa í matinn og leigja íbúð. En íbúar Öræfa fara á mis við öll þessi almennu lífsgæði. Er það einungis vegna þess að sveitin er dreifbýli en ekki byggðarkjarni? Eða hefur sveitarfélagið gleymt að sinna íbúum Öræfa? Hefur sveitarfélagið gleymt að sinna tæplega 15% íbúa sinna?“ spyr Íris meðal annars í greininni.

Hún bendir þar á að hartnær fjörutíu ár séu síðan síðasta opinbera bygging í Öræfum var byggð. „Í Öræfum sárvantar mannaðan sjúkrabíl og heilbrigðisþjónustu sem hlýtur að teljast til almennra mannréttinda allra á Íslandi. Enginn á að þurfa að bíða í klukkustund eftir sérhæfðri aðstoð. Og að lokum vantar hér aðstöðu til íþróttaiðkunar innandyra.“

– Sjá nánar á síðu 48. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...