Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sagt er að yfirborð eyjanna líti stundum út fyrir að vera á hreyfingu vegna fjölda músa.
Sagt er að yfirborð eyjanna líti stundum út fyrir að vera á hreyfingu vegna fjölda músa.
Fréttir 11. desember 2019

Innrás músanna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vistkerfi Farallon-eyja, sem liggur við norðanverða strönd Kaliforníu, er sagt vera í bráðri hættu vegna mikillar fjölgunar músa. Eyjarnar eru sagðar ríkar af líffræðilegri fjölbreytni en líffræðingar segja að það geti breyst hratt verði ekkert að gert til að hefta fjölgun músanna.

Farallon-eyjar liggja um 48 kílómetra út af borginni San Francisco og þar verpa um 300 þúsund sjófuglar af ýmsum tegundum, auk þess sem selir og sæljón eru algeng á eyjunum.

Líffræðingar sem hafa verið að kanna hegðun hákarla við eyjarnar og far fugla segja að undanfarin ár hafi músum á eyjunni fjölgað gríðarlega og nú sé svo komið að þær ógni öðrum lífverum þar með afráni. Mýsnar á eyjunum eiga sér enga náttúrulega óvini og fjölga sér því hratt.

Éta allt sem að kjafti kemur

Ekki er nóg með að mýsnar éti fræ þeirra plantna sem á eyjunni eru og dragi þannig úr vexti heldur grafa þær holur og taka yfir holur varpfugla og hrekja fuglana á brott.
Sprenging í fjölda

Talið er að mýs hafi borist til eyjanna á seinni hluta nítjándu aldar með sjómönnum sem heimsóttu þær til að safna eggjum. Fjölgun músanna var takmörkuð þar til fyrir nokkrum árum þegar spenging varð í fjölda þeirra og nú er svo komið að þær eru um allt eins og plága. Fjöldi músa á eyjunni er sagður vera sá mesti á hektara í heiminum og varla hægt að þverfóta fyrir þeim og stundum sagt að yfirborð eyjanna líti út fyrir að vera á hreyfingu vegna fjölda þeirra.

Gildrur eða eitur

Að sögn þeirra sem láta sér málið varða verður að gera eitthvað róttækt til að draga úr fjölda músanna áður en þær valda enn meiri skaða á lífríki eyjanna. Langt er frá að allir séu sammála um til hvaða aðgerða eigi að grípa. Fljótlegasta og öruggasta leiðin er sögð að eitra fyrir músunum en aðrir segja að eitrunin muni hafa ófyrirsjáanleg áhrif á annað dýralíf á eyjunum og í sjónum í kringum þær. Andstæðingar eitrunar segja að betra sé að leggja fyrir mýsnar gildrur.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...