Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Innflutningur á þotueldsneyti nær tvöfaldast frá 2015 en flug er enn utan sviga í kolefnisumræðunni
Mynd / Bbl
Fréttir 12. september 2019

Innflutningur á þotueldsneyti nær tvöfaldast frá 2015 en flug er enn utan sviga í kolefnisumræðunni

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Kolefnisskattlagning á eig­endur ökutækja sem brenna jarðefnaeldsneyti mun enn hækka um næstu áramót. Á sama tíma er flugið fyrir utan sviga þótt það sé líklega mesti mengunarvaldurinn og hefur verið mest vaxandi í bruna á jarðefnaeldsneyti. 

Samkvæmt fjárlögum 2019 á kolefnisgjald að skila 5.980 milljónum í ríkissjóð á yfirstandandi ári. Það á að hækka í 6.340 milljónir á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2020. Það kemur til viðbótar olíugjaldi sem er upp á 12.100 milljónir á þessu ári og hækkar í 12.600 milljónir 2020.  Þá verður vörugjald af ökutækjum 7.500 milljónir á næsta ári, vörugjald af bensíni 4.700 milljónir, sérstakt vörugjald af blýlausu bensíni 7.600 milljónir og ekki má gleyma virðisaukaskattinum sem leggst ofan á allt saman. Eigendur ökutækja sem brenna jarðefnaeldsneyti virðast því eiga að vera þeir einu sem eru skattlagðir sérstaklega  í baráttu gegn losun koltvísýrings. Þeir eiga jafnhliða að standa undir viðhaldi vegakerfisins á Íslandi, sem sumir notendur þessa sama gatnakerfisins þurfa ekki að greiða fyrir.

Lítil áhersla á innleiðingu í notkun á innlendu metangasi 

Í umræðum um ráðstafanir við að sporna gegn losun koltvísýrings hefur sjónum mjög verið beint að orkuskiptum og rafbílainnleiðingu. Lítið hefur hins vegar farið fyrir umræðu um að beina ökutækjanotendum yfir í metangas sem hægt er að framleiða á Íslandi og gæti jafnvel skilað mun meiri árangri í baráttunni við koltvísýringslosun. Í Evrópu hafa bílaframleiðendur og löggjafi sumra ESB-ríkja einmitt verið að beina notkuninni yfir í metangas, sérstaklega hvað varðar mest mengandi þungaflutningana. Þá er stærsti mengunarvaldurinn í þessum efnum, flugið, að mestu stikkfrí í umræðunni hér, þrátt fyrir að þar hafi bruni þotueldsneytis sem hér er selt nær tvöfaldast frá 2015.

Stóraukinn innflutningur á flugvélaeldsneyti

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands  hefur orðið veruleg aukning á innflutningi eldsneytis fyrir flugvélar og hefur innflutningurinn nær tvöfaldast frá 2015, eða úr 456.472 tonnum í 821.364 tonn. Innflutningurinn á flugvélaeldsneyti skiptist í tvennt, bensín og þotueldsneyti, sem er í raun steinolía.

Meira flutt inn af þotueldsneyti en fljótandi eldsneyti fyrir alla aðra starfsemi í landinu

Árið 2015 nam innflutningurinn á þotueldsneyti (steinolíu) samtals 456.151 tonni frá Evrópu, Ameríku og Asíu. Árið 2016 nam sá innflutningur rúmum 653.172 tonnum. Árið 2017 nam innflutningurinn svo tæpum 702.964 tonnum. Innflutningurinn á þotueldsneyti var síðan kominn í rúmlega 820.938 tonn árið 2018. Var það ár flutt inn tæplega 110 tonnum meira af þotueldsneyti en öllu eldsneyti á bíla, skipaflotann, varaaflstöðvar, fiskimjölsverksmiðjur og hús­kynd­ingar samanlagt.

Fyrir utan þotueldsneyti hefur innflutningur á flugvélabensíni líka verið að aukast. Árið 2015 voru flutt inn tæp 321 tonn af flugvélabensíni. Árið 2016 voru það rúm 385 tonn, en minnkaði í tæp 376 tonn árið 2017. Á árinu 2018 voru hins vegar flutt inn 426 tonn af flugvélabensíni. 

Aukningin í þotueldsneytinu nær fjórföld á við annað eldsneyti

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands nam  innflutningur á jarðefnaeldsneyti á bíla, skip, varaaflsstöðvar og fyrir kyndingu húsa og fiskimjölsverksmiðja samtals 618.589,6 tonnum árið 2015. Þetta er bensín, dísilolía (gasolía) og brennsluolía. Nam sá innflutningur 622.370 tonnum árið 2016 og 699.086 tonnum árið 2017. Hann var svo kominn í 711.444,7 tonn árið 2018. Þessi innflutningur hafði því aukist frá 2015 um 92.855,1 tonn. Þar er m.a. um að ræða eldsneyti á allan skipaflotann, einkabíla og atvinnutæki eins og flutningabíla og  rútur í ferða­­þjónustunni.

Á sama tíma jókst innflutn­ingurinn á þotueldsneyti um 364.787 tonn eða nærri fjórum sinnum meira en innflutningur á öllu öðru fljótandi  jarðefnaeldsneyti í landinu. 

– Sjá umfjöllun um þróun í sölu ökutækja og metangasnotkun í samgöngum á bls. 20–21 í nýju Bændablaði
 

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.