Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Iðnaður möndluræktunar: Er möndlumjólk vegan?
Fréttir 21. mars 2022

Iðnaður möndluræktunar: Er möndlumjólk vegan?

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Hvern vetur eru milljarðar hunangsflugna vaktar af værum svefni, fluttar til Kaliforníu þar sem kraftar þeirra eru virkjaðir við frævun – sem er flutningur frjókorna frá frjóhnappi til frænis – undir merkjum möndlumjólkuriðnaðarins.
Stór hluti hunangsflugnanna, eða rúm 30%, eiga ekki afturkvæmt frá þessum störfum, og margar eiga þær ekki langt líf fram undan vegna andlegrar og líkamlegrar örmögnunar. Áhrif eiturefna sem notuð eru til að úða á möndlutrén eiga þar stóran hlut að máli og þó að möndlumjólk sé ein vinsælasta jurtamjólk heims er uppskeran í langflestum tilvikum af einræktuðum vel eitruðum trjám Kaliforníu.

Fyrirtækin sem standa í þessum iðnaði uppskera hins vegar milljarða hagnað vegna vaxandi hóps neytenda, veganista og annarra sem bera hag umhverfismála fyrir brjósti. Mótsögn þeirra við stefnu flestra viðskiptavina sinna er því alls ekki til fyrirmyndar og ættu þeir frekar að sjá sóma sinn í því að standa fyrir heilbrigðari framleiðsluþáttum og sjálfbærni þar sem vel er hægt að rækta möndlur á annan hátt og skaða hvorki né drepa býflugur.

Þetta hefur ekki farið framhjá veganistum víðs vegar um heiminn og á vefsíðunni www. actions.sumofus.org er undirskriftalisti þar sem fyrirtæki er framleiða möndlumjólk eru beðin um að hugsa sinn gang.

Þessi tillaga neytenda hefur þó ekki fallið í góðan jarðveg hjá stórfyrirtækjum eins og Blue Diamond, einu helsta merki möndlumjólkur í heiminum, en frá þeim kom nýlega yfirlýsing þess efnis að það muni aldrei koma til að fyrirtækið noti 100 prósent býflugnavænar möndlur. Annað vel þekkt merki, Danone, móðurfyrirtæki Silk og Alpro varanna, hefur látið hafa eftir sér að ekki sé á döfinni hjá þeim að skuldbinda sig slíkum hugmyndum. Mögulega væri þó í kortunum að stefna að býflugnavænni vottun í framtíðinni.

Yfirmenn Silk og Alpro hins vegar virðast þó hafa tekið þá sjálfstæðu ákvörðun að vinna aðeins í sínum málum. Fyrirtæki Alpro hefur hafið að flytja inn möndlur frá býflugnavænni búsvæðum Miðjarðarhafsins og forsvarsmenn fyrirtækis Silk hafa unnið að lífvænlegri aðstæðum hunangsflugnanna á sumum flugnabúum Kaliforníu. Þó hafa hvorki móðurfyrirtæki þeirra, Danone, né keppinauturinn, Blue Diamond, sýnt neinn áhuga á að endurbæta birgðakeðjuna eða taka fyrir notkun hvað banvænasta skordýraeiturs sem úðað er á möndlutrén.

Með undirskriftalistanum sem má finna á vefsíðu SumOfUs, eins og kom fram hér að ofan, er hægt að vekja áhuga á þessu málefni en einnig er í umræðunni að þrýsta á stjórnvöld bæði í Evrópu og Kanada til þess að vernda heilsu býflugna í stað hagnaðar stórfyrirtækja.

Skylt efni: Möndlumjólk | býflugur

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...