Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hvað er Pepino mósaík vírus?
Á faglegum nótum 14. nóvember 2017

Hvað er Pepino mósaík vírus?

Höfundur: Vilmundur Hansen

Pepino mósaík vírusinn, PepMV, var fyrst greindur á ávexti sem kallast melónupera, Solanum muricatum, í Perú árið 1974. Sýking af völdum vírussins er talin alvarleg hvar sem hún kemur upp og dregur úr uppskeru.

Vírussins varð fyrst vart í Evrópu í Hollandi og Bretlandseyjum árið 1999 og hefur breiðst til flestra landa álfunnar. Samkvæmt upplýsingum EPPO, samtaka um plöntur og plöntuheilbrigði í Evrópu og við Miðjarðarhafið, er hann algengastur í tómötum sem ræktaðir eru undir gleri.

Á Spáni hafa einkenni sýkingar vegna vírussins fundist í gróðri við gróðurhús og á rannsóknarstofu hefur verið sýnt fram á að PepMV getur smitast í aðrar tegundir plantna af náttskuggaætt, til dæmis eggaldin og kartöflur. Ekki er vitað um að slíkt smit hafi átt sér stað að sjálfsdáðum.

Mjög smitandi

PepMV er mjög smitandi og berst milli plantna með mönnum og verkfærum auk þess sem hann getur borist með innfluttum tómötum milli landa og milli gróðurhúsa með vindi.

Einkenni sýkingar af völdum PepMV koma aðallega fram á haustin og á veturna en á öðrum árstímum geta plöntur verið sýktar án þess að einkenni komi fram.

Einkenni koma yfirleitt fram tveimur til þremur vikum eftir sýkingu. Þau geta lýst sér í dvergvexti og litabreytingum á blöðum, gulum eða brúnum misstórum blettum. Auk þess geta blöð verpst og komið fram á þeim blöðrur. Á stöngli og blómum geta komið fram brúnar rákir og sýkingin hefur letjandi áhrif á blóm- og aldinmyndun. Aldin geta virst misþroskuð og á þeim litamunur sem minnir á rautt og gult mósaík- eða marmaramunstur.

Smitleiðir

Rannsóknir sýna að plöntuhlutar eins og lauf, rætur og aldin geta hýst mikið magn af vírusnum og að hann geti leynst í þurrum plöntuhlutum í allt að þrjá mánuði. Einnig er talið að hann smitist út í jarðveg og afrennslisvatn.

Vírusinn getur einnig lifað utan á fræjum og smitast með þeim. Dæmi er um að PepMV hafi lifað á fatnaði í að minnsta kosti 14 daga.

Vitað er að býflugur sem notaðar eru til að frjóvga tómatplöntur geta borið veiruna milli plantna. 

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...