Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Kristín S. Bjarnadóttir, formaður Minningar- og styrktarsjóðs Heimahlynningar Sjúkrahússins á Akureyri og hjúkrunarfræðingur hjá Heimahlynningu, afhendir Bjarna Jónassyni, fulltrúa SAk, lykla að húsinu við Götu sólarinnar.
Kristín S. Bjarnadóttir, formaður Minningar- og styrktarsjóðs Heimahlynningar Sjúkrahússins á Akureyri og hjúkrunarfræðingur hjá Heimahlynningu, afhendir Bjarna Jónassyni, fulltrúa SAk, lykla að húsinu við Götu sólarinnar.
Fréttir 19. október 2021

Hús á Akureyri fyrir líknarþjónustu utan sjúkrahúss

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Það er mikið gæfuspor að fá þessa viðbót við þjónustuna,“ segir Kristín S. Bjarnadóttir, formaður Minningar- og styrktarsjóðs Heimahlynningar Sjúkrahússins á Akureyri, SAk og hjúkrunarfræðingur hjá Heimahlynningu, en sjóðurinn afhenti SAk og Heilbrigðisstofnun Norðurlands, HSN, hús sem sjóðurinn keypti og er ætlað fólki sem óskar eftir að fá líknarþjónustu utan sjúkrahúss. Húsið er við Götu sólarinnar við Kjarnaskóg.

Kristín segir starfsemi hússins kærkomna viðbót við þá þjónustu sem í boði er fyrir fólk með ólæknandi sjúkdóma, en lengi hefur verið í deiglunni á Akureyri að koma slíkri þjónustu á. Kristín segir að rausnarlegar gjafir tveggja einstaklinga, Laufeyjar Pálmadóttur og Jónasar Jónassonar, hafi gert að verkum að hægt var að kaupa húsið við Kjarnaskóg. Laufey og Jónas ánöfnuðu sjóðnum hluta eigna sinna eftir sinn dag.

„Tilgangurinn með rekstri þessa húss er að veita fólki með langt gengna sjúkdóma sérhæfða fagþjónustu utan sjúkrahúss á vegum Heimahlynningar SAk,“ segir Kristín en langflestir sem standa í þeim sporum kjósa að vera sem mest heima og minnst inni á sjúkrahúsum. Góð aðstaða er í húsinu, jafnt innan sem utan dyra, fyrir fjölskyldu þess veika til að dvelja hjá honum. Gistirými eru 6 talsins auk þess sem hægt er að búa um fólk í stofu.

Heimahlynning hefur í tæp 30 ár veitt líknarþjónustu í heimahúsum á Akureyri og nágrannabyggðum og verður þjónustan í húsinu við Götu sólarinnar viðbót við þá þjónustu. SAk og HSN munu í sameiningu sjá um rekstur hússins en þessar tvær stofnanir eru að hefja samvinnuverkefni um þessar mundir á öllu upptökusvæði SAk, með yfirskriftinni Norðlenska líkanið og er samþætting á líknar- og lífslokameðferð.

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...