Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Svokölluð hundasoglús hefur í fyrsta sinn fundist í feldi refs hér á landi.
Svokölluð hundasoglús hefur í fyrsta sinn fundist í feldi refs hér á landi.
Mynd / Náttúrustofa Austurlands
Fréttir 7. maí 2025

Hundasoglús finnst á ref í fyrsta sinn

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Svokölluð hundasoglús hefur í fyrsta sinn fundist í feldi refs hér á landi.

Í lok mars bárust Náttúrustofu Austurlands sýni úr ref sem skotinn var í Skagafirði í febrúar 2025. Tilkynnandi var Reimar Ásgeirsson, uppstoppari á Egilsstöðum, en hann hafði veitt því athygli að feldur dýrsins virtist nokkuð appelsínugulur á kviði. Við nánari skoðun kom í ljós að feldurinn var alsettur smávöxnum skordýrum, bæði fullorðnum og ungviði sem virtust loða við hár dýrsins.

Ekki fundist áður í refum

Linognathus setosus er soglús sem finnst stöku sinnum á hundum (sérstaklega hjá langhærðum kynjum) og villtum hundum um allan heim. Hún veldur lítilli ertingu nema í miklum sýkingum, þar sem lúsin getur valdið blóðleysi. Hún er ekki mjög skaðleg heilsu dýra.

Lúsin er ekki talin berast í menn. Sagði í tilkynningu á vef Náttúrustofunnar um miðjan apríl að starfsmaður Náttúrustofunnar hefði myndað dýrin undir smásjá og eftir samtal við Karl Skírnisson, dýrafræðing á Keldum, talið líklegast að um væri að ræða Linognathus setosus sem sé mjög sjaldgæf hérlendis og hafi ekki áður fundist í refum á Íslandi svo vitað sé.

Aukin tíðni soglúsasmita

Sýni voru í kjölfarið send á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, til frekari rannsókna. Greint er frá því að í samtali starfsmanns náttúrustofunnar við Guðnýju Rut Pálsdóttur, sníkjudýrasérfræðing á Keldum, hafi hún sagt frá nýlegri grein þar sem m.a. er lýst aukinni tíðni soglúsamita eftir 2019, bæði í refum í Kanada og á Svalbarða. Einnig eru þar leiddar að því líkur að þær soglýs sem fundust á refum séu það frábrugðnar hundasoglús, bæði erfðafræðilega og útlitslega, að þær geti tilheyrt annarri tegund.

Skylt efni: Hundasoglús

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri
Fréttir 23. júní 2025

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri

Í gömlu ræktunarstöðinni við Krókeyri á Akureyri eru matjurtagarðar bæjarins þar...

Aukinn útflutningur á reiðhestum
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunna...

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...