Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Svokölluð hundasoglús hefur í fyrsta sinn fundist í feldi refs hér á landi.
Svokölluð hundasoglús hefur í fyrsta sinn fundist í feldi refs hér á landi.
Mynd / Náttúrustofa Austurlands
Fréttir 7. maí 2025

Hundasoglús finnst á ref í fyrsta sinn

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Svokölluð hundasoglús hefur í fyrsta sinn fundist í feldi refs hér á landi.

Í lok mars bárust Náttúrustofu Austurlands sýni úr ref sem skotinn var í Skagafirði í febrúar 2025. Tilkynnandi var Reimar Ásgeirsson, uppstoppari á Egilsstöðum, en hann hafði veitt því athygli að feldur dýrsins virtist nokkuð appelsínugulur á kviði. Við nánari skoðun kom í ljós að feldurinn var alsettur smávöxnum skordýrum, bæði fullorðnum og ungviði sem virtust loða við hár dýrsins.

Ekki fundist áður í refum

Linognathus setosus er soglús sem finnst stöku sinnum á hundum (sérstaklega hjá langhærðum kynjum) og villtum hundum um allan heim. Hún veldur lítilli ertingu nema í miklum sýkingum, þar sem lúsin getur valdið blóðleysi. Hún er ekki mjög skaðleg heilsu dýra.

Lúsin er ekki talin berast í menn. Sagði í tilkynningu á vef Náttúrustofunnar um miðjan apríl að starfsmaður Náttúrustofunnar hefði myndað dýrin undir smásjá og eftir samtal við Karl Skírnisson, dýrafræðing á Keldum, talið líklegast að um væri að ræða Linognathus setosus sem sé mjög sjaldgæf hérlendis og hafi ekki áður fundist í refum á Íslandi svo vitað sé.

Aukin tíðni soglúsasmita

Sýni voru í kjölfarið send á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, til frekari rannsókna. Greint er frá því að í samtali starfsmanns náttúrustofunnar við Guðnýju Rut Pálsdóttur, sníkjudýrasérfræðing á Keldum, hafi hún sagt frá nýlegri grein þar sem m.a. er lýst aukinni tíðni soglúsamita eftir 2019, bæði í refum í Kanada og á Svalbarða. Einnig eru þar leiddar að því líkur að þær soglýs sem fundust á refum séu það frábrugðnar hundasoglús, bæði erfðafræðilega og útlitslega, að þær geti tilheyrt annarri tegund.

Skylt efni: Hundasoglús

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...