Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hundar menga mest gæludýra
Fréttir 5. júlí 2018

Hundar menga mest gæludýra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegar rannsóknir benda til að sótspor gæludýra sé stórt og mun stærra en flesta gæludýraeigendur órar fyrir. Áætlað er að kolefnisfótspor  hunda og katta sem gæludýra í Bandaríkjunum einum sé um 64 milljón tonn af koltvísýringi á ári, eða álíka mikið og 13,6 milljón bílar.

Ekki er með nokkru móti hægt að áætla fjölda gæludýra í heiminum en talan einn milljarður er víst ekki talin fjarri lagi. Í þeirri tölu eru ekki taldir með villihundar og -kettir.

Af þessum milljarði gæludýra eru hundar taldir vera um 600 milljónir en engar tölur eru til um heildarfjölda heimiliskatta. Í Bandaríkjum Norður-Ameríku er áætlað að um 163 milljónir hunda og katta sé haldið sem gæludýr og að dýrin éti á við 62 milljónir manna, sem er svipað og heildarfjöldi Ítala og 188 sinnum fjöldi Íslendinga.

Megnið af því sem hundarnir og kettirnir éta er kjöt og sótspor þeirra stórt. Á sama tíma er tillegg þeirra til loftslagsbreytinga mikil.

Losun gróðurhúsalofttegunda af völdum gæludýra er sögð mest hjá hundum.

Mikil kjötneysla gæludýra

Í mörgum útreikningum er gert ráð fyrir að við framleiðslu á einu kílói af kjúklingakjöti losni um 3,7 kíló af koltvísýringi, við svínakjötsframleiðslu um 24 kíló og við framleiðslu á einu kílói af nautakjöti um tonn af koltvísýringi.

Talið er að hundar og kettir sem gæludýr í Bandaríkjunum éti um 30% af því kjöti sem framleitt er fyrir Bandaríkjamarkað og skili af sér um 30% af öllum þeim lífræna úrgangi sem átinu fylgir þar í landi. Sé skíturinn reiknaður yfir á fólk jafngildir hann kúk frá um sex milljónum manna. Samkvæmt þessu framleiða hundar og kettir sem gæludýr í Bandaríkjunum um 64 milljón tonn af gróðurhúsalofttegundum.

Bent hefur verið á að mikið af því hráefni sem notað er í gæludýrafóður sé innyfli og afskurður og aðrar kjötafurðir sem ekki nýtast sem mannamatur. Þetta er að hluta til rétt en kannanir sýna að hunda- og kattaeigendur eru í síauknum mæli að fóðra dýrin sín á gæðafæði og steikum.

Talið er að lífrænn úrgangur gæludýra í Bandaríkjunum sé 5,1 milljón tonn, sem er svipað magn og talið er að komi frá öllum íbúum Egyptalands. 

Í þessum tölum er ekki tekið með það magn sem leggst til af hunda- og kattarsandi sem dýrin gera stykkin sín í.

Í San Fransisco-borg í Bandaríkjum Norður-Ameríku er talið að um 4% úrgangs sem fer í landfyllingu við borgina á ári hverju sé hundaskítur.

Gæludýrum fjölgar

Talið er að á Bretlandseyjum einum séu um átta þúsund hundar og átta þúsund kettir auk annarra gæludýra eins og kanínur, eðlur, fuglar og fiskar sem öll þurfa fóður og skila af sér úrgangi.

Í Ástralíu og Nýja-Sjálandi eru gæludýr fleiri en íbúar landanna og heildarfjöldi þeirra áætlaður tæplega 490 milljón og með aukinni velferð í Asíu hefur gæludýrum þar fjölgað gríðarlega undanfarin ár.

Samfara fjölgun gæludýra hefur markaður fyrir þjónustu þeim tengdri aukist og á það við framleiðslu á gæludýrafóðri, sandi í hunda- og kattaklósett, þjónustu dýralækna og gæludýrasnyrta og framleiðslu alls kyns glingurs og leikfanga fyrir dýrin, auk þeirra flutninga sem fylgja vörunum.

Hundaeigendur í vondum málum

Í öðrum samanburði á losun hunda og katta segir að losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum sé um 25% af losun allra húsdýra í heiminum.

Hundar koma ver út úr þessum samanburði en kettir. Hundar eru yfirleitt stærri en kettir og át þeirra á kjöti meira og úrgangslosunin líka.

Kannanir eru ekki sam­hljóma um hversu mikið af gróðurhúsalofttegundum hundar losa á ári en að sjálfsögðu er það misjafnt eftir stærð hundsins. Samkvæmt einni könnun er losun Labradorhunds um 60 kíló á ári en Sankti Bernardshunds um 90 kíló. Að meðaltali er losun hunda á gróðurhúsalofttegundum talin vera um 20 kíló. Í annarri könnun eru tölurnar mun hærri og þar segir að losun Labradorhunds sé 1,6 tonn á ári og Sankti Bernardshunds 2,3 tonn.

Talið er að það þurfi um 0,84 hektara af landi á ári til að framleiða mat fyrir meðalstóran heimilishund. Til samanburðar er ætlað að það þurfi 0,76 hektara til að framleiða mat fyrir hvern og einn Víetnama og að sótspor meðal jeppa sem ekið er tíu þúsund kílómetra á ári samsvari  0,41 hektara.

Sótspor katta er sagt samsvara  matarframleiðslu á 0,15 hektrum á ári sem er svipað og lítillar bifreiðar. Hjá hömstrum eru það 0,014 hektarar, páfagauk 0,007 ha og meðal gullfisks samsvarar kolefnisfótsporið af matarframleiðslu á 0,00034 hekturum lands.

Hinsti hvíldarstaður

Annað sem líta verður til þegar kemur að gæludýrum er förgun þeirra eftir að þau drepast. Fjöldi dýragrafreita um allan heim er mikill og stærð þeirra og land sem notað er undir þá víðfeðmt og fer stækkandi. Stærsti dýragrafreitur í heimi er í New York-ríki og í dag er grafreiturinn hinsti hvíldarstaður hátt í 100.000 gæludýra.

Hvað er til ráða?

Ekki eru til neinar opinberar tölur um fjölda hunda og katta á Íslandi. Fastlega má samt gera ráð fyrir að sótspor þeirra eða umhverfisloppufar sé svipað og hjá ættingjum þeirra annars staðar í heiminum.

Hversu óþægilegt sem það hljómar er sótspor gæludýra í heiminum stórt og ekki hægt að líta framhjá því þegar hugsað er til umhverfismála.

Ein leiðin til að draga úr myndun gróðurhúsalofttegunda og hægja á óæskilegri hlýnun jarðar er að láta hunda- og kattaeigendur borga kolefnisskatt í samræmi við sótspor gæludýranna. Slíkt mundi án ef leiða til þess að færri fengju sér stóra hunda.

Önnur leið er að  sleppa því alfarið að eiga gæludýr og leggja aukna áherslu á að rækta garðinn sinn. 

Skylt efni: gæludýr | Hundar | kettir | mengun

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...