Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hundahúfa
Hannyrðahornið 25. september 2014

Hundahúfa

Höfundur: Inga Þyri Kjartansdóttir

Besti vinur mannsins, hundurinn, er á mörgum heimilum.

Sérstaklega þykir barnabörnunum mínum gaman að koma í heimsókn og leika sér við Sindra, labradorinn okkar.

Þess vegna þótti okkur alveg tilvalið að prjóna svona hundahúfu handa henni Hrafnhildi en hún á boxer sem heiti Mia og myndin á húfunni líkist mest þeirri tegund.

Gaman væri ef einhver ætti munstur af fleiri hundategundum og vildi leyfa okkur að nota það.

Stærð: s-m/l-xl.
Prjónar nr. 4.
Efni : Sport garn svart og hvítt fæst á www.garn.is  og í Bjarkarhóli á Nýbýlavegi.
1 dokka af hvorum lit.
Prjónfesta: 10x10 sm gera 23 L og 29 umferðir.
Aðferð: Húfan er prjónuð í hring, í síðustu 3 umferðunum, sem eru svartar, eru teknar saman 2 og 2 lykkjur í seinni  2 umferðunum og síðan bandið dregið í gegnum síðustu lykkjurnar og gengið vel frá því.
Gerður dúskur úr hvítu og svörtu garni og festur vel á.

Húfa:
Fitjið upp 100-110-120 l og prjónið stroff 2 sl 2 br 3-4 umferðir.

Prjónið því næst eftir munstrinu gætið þess að sums staðar í myndinni eru langir þræðir á bak við, gætið þess að festa þá.

Þegar munstrinu lýkur er tekið úr samkvæmt aðferðarlýsingunni. 

Gengið frá endum og húfan þvegin.

Passa að skola vel þegar svart og hvítt er þvegið saman í fyrsta sinn, gott að setja smá borðedik í síðasta skolvatnið.

Lögð slétt til þerris.

5 myndir:

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...