Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hljóðmerki fest á humar.  Mynd / Svanhildur Egilsdóttir
Hljóðmerki fest á humar. Mynd / Svanhildur Egilsdóttir
Mynd / Svanhildur Egilsdóttir
Fréttir 15. september 2020

Humar merktur með hljóðsendum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sextán leturhumrar voru merkt­ir með hljóðmerkjum um borð í rannsóknaskipinu Bjarna Sæmunds­syni á veiðislóð í Jökul­dýpi fyrir skömmu. Merk­ingin var unnin í samvinnu við hafrann­sókna­stofnun Spánar.

Tilraunin er liður í því að varpa ljósi á atferli tegundarinnar, en humar dvelur langdvölum en oft óreglubundið í holum eða göngum sem hann grefur ofan í botnleirinn. Þannig ræður atferlið öllu varðandi veiðanleika humarsins, en aflabrögðin sveiflast mjög eftir tíma sólarhringsins, birtu og dýpi en að jafnaði er veiðin best þegar þörungablóminn stendur hvað hæst á vorin.

Sextán humrar merktir

Á heimasíðu Hafró segir að settir hafi verið niður 9 strengir með hlustunarhljóðduflum með 100 metra bili á tveimur svæðum, á 115 og 195 metra dýpi. Merktir voru 16 humrar á hvoru svæði, þar af þrjú kvendýr.

Merkin gefa frá sér hljóðmerki á 30 til 50 sekúndna fresti í um 70 daga. Merkin voru fest við bakskjöld dýrsins. Gæta þurfti sérstaklega að því að ekkert ljós gæti skaðað sjón þeirra og var því unnið í rauðu vinnuumhverfi og humarinn veiddur í vörpu að næturlagi. Humrunum var svo komið fyrir á hafsbotninum í búri festu við myndavélagrind sem á var myndavél er tók upp sleppinguna. Á hvoru svæði var einnig sett niður straumsjá sem gefur upplýsingar um straum og straumstefnu.

Samvinnuverkefni  með Spánverjum

Sambærileg rannsókn var framkvæmd í fyrsta sinn við strendur Barcelona síðastliðinn vetur. Merkingin við Íslandsstrendur var unnin í samvinnu við hafrannsókna­stofnun Spánar.

Stefnt er að því að taka hlustunarduflin upp 7. nóvember í lok rannsóknaleiðangurs á ástandi sjávar. Humarmerkingin er hluti af sér­stöku tímabundnu fjárfestingarátaki í kjölfar heimsfaraldurs og var styrkt af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Vonast er til að rannsóknin varpi ljósi á þann tíma sem hvert dýr dvelur í holu sinni og gefi upplýsingar um heimasvæði hvers dýrs.

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f