Hljóðmerki fest á humar.  Mynd / Svanhildur Egilsdóttir
Hljóðmerki fest á humar. Mynd / Svanhildur Egilsdóttir
Mynd / Svanhildur Egilsdóttir
Fréttir 15. september

Humar merktur með hljóðsendum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sextán leturhumrar voru merkt­ir með hljóðmerkjum um borð í rannsóknaskipinu Bjarna Sæmunds­syni á veiðislóð í Jökul­dýpi fyrir skömmu. Merk­ingin var unnin í samvinnu við hafrann­sókna­stofnun Spánar.

Tilraunin er liður í því að varpa ljósi á atferli tegundarinnar, en humar dvelur langdvölum en oft óreglubundið í holum eða göngum sem hann grefur ofan í botnleirinn. Þannig ræður atferlið öllu varðandi veiðanleika humarsins, en aflabrögðin sveiflast mjög eftir tíma sólarhringsins, birtu og dýpi en að jafnaði er veiðin best þegar þörungablóminn stendur hvað hæst á vorin.

Sextán humrar merktir

Á heimasíðu Hafró segir að settir hafi verið niður 9 strengir með hlustunarhljóðduflum með 100 metra bili á tveimur svæðum, á 115 og 195 metra dýpi. Merktir voru 16 humrar á hvoru svæði, þar af þrjú kvendýr.

Merkin gefa frá sér hljóðmerki á 30 til 50 sekúndna fresti í um 70 daga. Merkin voru fest við bakskjöld dýrsins. Gæta þurfti sérstaklega að því að ekkert ljós gæti skaðað sjón þeirra og var því unnið í rauðu vinnuumhverfi og humarinn veiddur í vörpu að næturlagi. Humrunum var svo komið fyrir á hafsbotninum í búri festu við myndavélagrind sem á var myndavél er tók upp sleppinguna. Á hvoru svæði var einnig sett niður straumsjá sem gefur upplýsingar um straum og straumstefnu.

Samvinnuverkefni  með Spánverjum

Sambærileg rannsókn var framkvæmd í fyrsta sinn við strendur Barcelona síðastliðinn vetur. Merkingin við Íslandsstrendur var unnin í samvinnu við hafrannsókna­stofnun Spánar.

Stefnt er að því að taka hlustunarduflin upp 7. nóvember í lok rannsóknaleiðangurs á ástandi sjávar. Humarmerkingin er hluti af sér­stöku tímabundnu fjárfestingarátaki í kjölfar heimsfaraldurs og var styrkt af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Vonast er til að rannsóknin varpi ljósi á þann tíma sem hvert dýr dvelur í holu sinni og gefi upplýsingar um heimasvæði hvers dýrs.

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019
Fréttir 18. september

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur látið gera greiningu á atvinnulífi...

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna
Fréttir 17. september

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna

Á Íslandi sem erlendis er metan (CH4) þekkt sem öruggur, umhverfisvænn og hagkvæ...

Mikil fækkun sauðfjár
Fréttir 17. september

Mikil fækkun sauðfjár

Samkvæmt tölum, sem teknar hafa verð saman um fjárfjölda í Grímsnes- og Grafning...

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu
Fréttir 17. september

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu

Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að veita Norðlenska (sem nú er hluti af...

Búsæld hefur samþykkt sameiningar
Fréttir 17. september

Búsæld hefur samþykkt sameiningar

Samþykkt var á aðalfundi Búsældar ehf. að fela stjórn félagsins fullt og óskorað...

Sjálfbær og holl matvæli eru í forgrunni
Fréttir 16. september

Sjálfbær og holl matvæli eru í forgrunni

Á dögunum héldu Samtök nor­rænna bændasamtaka (NBC) stóran ársfund sinn sem að þ...

Aðsóknin aldrei verið meiri á Fræðasetur um forystufé
Fréttir 16. september

Aðsóknin aldrei verið meiri á Fræðasetur um forystufé

Aðsóknin að Fræðasetri um forystufé í Þistilfirði hefur aldrei verið meiri en í ...

Blómaval í hálfa öld
Fréttir 15. september

Blómaval í hálfa öld

Verslunin Blómval fagnar 50 ára afmæli 1. október næst komandi og eins og búast ...