Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hér hrelltu símasjúklingar mig mikið.
Hér hrelltu símasjúklingar mig mikið.
Mynd / HLJ
Fréttir 8. desember 2021

Hugsaðu áður en þú framkvæmir!

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is

Fyrripart árs var gott hvað lága slysatíðni í umferðinni varðar og virtist stefna í óvenju fá dauðaslys. Svo kom nóvember með sínum myrkvuðu dögum og vondum birtuskilyrðum.

Mörg alvarleg slys urðu í þessum mánuði sem öll áttu sér stað í myrkri eða við léleg birtuskilyrði og launhálku sem ekki var fyrirsjáanleg. Í nóvember létu þrír einstaklingar lífið í umferðinni og nokkrir slösuðust alvarlega.

Eins og margoft hefur komið fram hér í þessum pistlum um vetrardekk, þá á enginn að gera sjálfum sér það eða öðrum að vera að þvælast um í vetrarumferð nema með góð dekk sem ætluð eru til aksturs í vetrarfærð. 

Minningardagur fórnarlamba umferðarslysa

Sunnudaginn 21. nóvember var minningardagur fórnarlamba umferðarslysa og þann sama dag kom fram í samantekt að alls hefðu tæplega 1.600 manns látist í umferðarslysum frá 1915. Á svona degi minnist maður vina og kunningja sem hafa látið lífið í umferðinni með söknuði og sorg, en á sama tíma hugsar maður til þess hvað maður getur gert til að bæta umferðina og fækka slysum, eða koma í veg fyrir þau.

Á þessum minningardegi kom einnig fram að um 25.000 Íslendingar nota ekki öryggisbelti við akstur bíla. Þetta er náttúrlega óboðlegt og ættu allir að hjálpast að til þess að venja þessa 25.000 af þessum ósóma því það er staðreynd að beltin bjarga.

Hér vannst verkið hættulaust í skjóli lögreglu.

Lög og reglur vísvitandi brotnar 

Síðastliðið vor tók ég rafskutlu í prufuakstur, en við það tækifæri sagði sölumaður rafskutlunnar mér það að rafskutlur mætti aldrei keyra hraðar en á 25 km hraða. Hann sagði  einnig að ef rafskutla lenti í umferðarslysi væri farið yfir hvort búið væri að „eiga við skutluna“ til að komast yfir leyfilegan hámarkshraða. Ef svo væri, þá falla allar tryggingabætur úr gildi og ábyrgðin væri þess sem breytti rafskutlunni. Því er umhugsunarefni hvort viðkomandi sé borgunarmaður fyrir hugsanlegu tjóni eða dánarbótum sem gætu hlotist af of miklum hraða á rafskutlu.

Fyrir nokkru las ég frétt á Vísi um dóm yfir hestakonu sem dæmd var til að taka á sig helmingshlut af tjóni sem hún varð fyrir er hún féll drukkin af hestbaki. Konan mældist með 2,38 vínanda í blóðinu (Sem þýðir á góðri íslensku að vera „blind-full“). Hefði ég verið dómari þarna hefði konan ekki fengið neinar bætur og hefði ég frekar viljað sekta hana fyrir að vera ölvuð á hestbaki. Samkvæmt áströlskum lögum hefði viðkomandi bæði misst ökuréttindi og verið ákærð fyrir dýraníð).

Sums staðar er umferðin svo hættuleg að hjálp er nauðsynleg

Vinnu minnar vegna síðastliðin sex ár hef ég lent í mörgum vafasömum aðstæðum við að aðstoða bílstjóra sem hafa stoppað úti í vegkanti ýmist með rangt eldsneyti á bílnum eða sprungið dekk. Þegar ég kem að svona aðstæðum, þá er það mitt fyrsta verk að meta aðstæður út frá áhættu hvort hægt sé að vinna verkið á staðnum eða hvort það sé lífshættulegt. Oftast hef ég leitað til lögreglu til að fá blá blikkandi ljós fyrir aftan mig til að tryggja vinnusvæðið svo ég verði einfaldlega ekki drepinn. Aldrei hefur lögreglan neitað mér um aðstoð og alltaf bregðast þeir fljótt við. Meira að segja þegar kanslari Þýskalands var hér á landinu með allri sinni öryggisgæslu, var hægt að senda mér tvo lögregluþjóna á  mótorhjólum  til að passa „karlræfilinn“ í 10 mínútur. Það besta við aðstoð lögreglunnar er að þeir þekkja vinnubílana sem ég er á. Ef þeir sjá mig í vegkanti að vinna, koma þeir óumbeðið og stoppa hjá mér með blá blikkandi ljós þar til ég hef lokið vinnu í vegkantinum.

Símasjúklingurinn í umferðinni er mér hættulegastur

Stundum met ég aðstæður rangt og bið ekki um aðstoð, en það gerðist í síðustu viku að ég mætti í vegkant til að dæla röngu eldsneyti af bíl. Í fyrstu virtist þetta ætla að sleppa þar sem úti var bjart og útsýni gott. Vinnubíllinn var vel sjáanlegur með gul blikkandi ljósin. Verkið dróst samt fram í ljósaskiptin og umferðin þyngdist. Það var svo sem í lagi nema hjá þessum 5-7 bílstjórum sem voru í símanum. Það munaði bara örfáum sentímetrum nokkrum sinnum að keyrt hefði verið á bílinn sem verið var að aðstoða. Þar voru að verki ökumenn sem voru uppteknir í símanum við aksturinn. Umferðin er ekki leikvöllur fyrir „símasjúklinga“. Hættið þessari símanotkun við aksturinn!

Maður sem ég átti spjall við fyrir nokkru síðan sagði mér að hann ætti erfitt með að fyrirgefa sjálfum sér þegar hann klessti nýja bílinn sinn. Hann var í símanum, en hann bætti við: „… ég þakka samt fyrir að enginn slasaðist, það hefði verið ófyrirgefanlegt með öllu.“

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...