Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Mynd / HKr.
Fréttir 3. ágúst 2017

Hugmyndir stjórnenda Kjarnafæðis ekki boðlegar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Það er alveg ljóst að sláturhúsið á Blönduósi er í miklum rekstrar­vandræðum og staðan er grafalvarleg. Mér líst satt að segja ekkert á þær hugmyndir sem komu fram á þessum fundi um verð og fyrirkomulag á greiðslum til bænda,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, bóndi á Butru í Fljótshlíð og formaður stjórnar Landssamtaka sauðfjárbænda um fund Kjarna­fæðismanna, eigenda SAH-Afurða á Blönduósi, þar sem rætt var um verð og fyrirkomulag á greiðslum til bænda í komandi sláturtíð. 
 
Mun valda bændum erfiðleikum að standa við sínar skuldbindingar
 
Oddný Steina segir ekki hægt að bjóða bændum upp á að fá aðeins brot af innleggi sínu greitt í haust og afganginn fram eftir næsta ári. „Það mun valda mjög mörgum bændum erfiðleikum við að standa við sínar skuldbindingar. Það er algengt að sauðfjárbændur semji um að greiða afborganir lána eða önnur stór útgjöld strax og greiðsla fyrir innlegg berst. Breyting á því fyrirkomulagi veldur augljóslega verulegum vandræðum,“ segir hún.
 
Trúir ekki að þetta verði niðurstaðan
  
Oddný Steina segir að á fundinum hafi ekkert komið fram hjá stjórnendum fyrirtækisins um hvaða trygg­ingar bændur hafi fyrir því að eftir­stöðvar verði greiddar. Hún segir að bændur verði að fá skýr svör í þessum efnum. „Ég trúi því reyndar ekki að þetta verði niðurstaðan, í mínum huga er hún ekki í boði.“
 
Taka þarf á rót vandans
 
Formaður LS segir að við blasi ákveðnir erfiðleikar í greininni sem horfast verði í augu við og mikilvægt sé að taka á rót vandans. Bæði bændur og afurðastöðvar verða að skoða sín mál af fullri alvöru. „Það þarf að aðlaga framleiðsluna að markaðnum, skapa hvata til fækkunar og við höfum lagt til að afurðastöðvakerfið verði skoðað vandlega með tilliti til hagræðingar, umhverfisfótspors, vörugæða og dýravelferðar. Það er ljóst að kerfið virkar ekki sem skyldi. Á sama tíma verðum við að halda fókus í markaðsstarfinu og leggja enn frekari áherslu á þau jákvæðu verkefni sem við sjáum að eru að skila árangri.“ 
 
Að komast sem hraðst gegnum krísuna
 
Oddný Steina segir að næstu ár verði greininni erfið en Landssamtök sauðfjárbænda vinni að því öllum árum að komast sem hraðast í gegnum þessa krísu. „Vonandi tekst það án þess að bændur eða sveitir landsins beri varanlegan skaða af. Í þessu ferli mun reyna á raunverulegan vilja afurðastöðva til breytinga, velvilja stjórnvalda og kjark til eðlilegra inngripa og síðast en ekki síst á samstöðu bænda.“ 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...