Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Mynd / HKr.
Fréttir 3. ágúst 2017

Hugmyndir stjórnenda Kjarnafæðis ekki boðlegar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Það er alveg ljóst að sláturhúsið á Blönduósi er í miklum rekstrar­vandræðum og staðan er grafalvarleg. Mér líst satt að segja ekkert á þær hugmyndir sem komu fram á þessum fundi um verð og fyrirkomulag á greiðslum til bænda,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, bóndi á Butru í Fljótshlíð og formaður stjórnar Landssamtaka sauðfjárbænda um fund Kjarna­fæðismanna, eigenda SAH-Afurða á Blönduósi, þar sem rætt var um verð og fyrirkomulag á greiðslum til bænda í komandi sláturtíð. 
 
Mun valda bændum erfiðleikum að standa við sínar skuldbindingar
 
Oddný Steina segir ekki hægt að bjóða bændum upp á að fá aðeins brot af innleggi sínu greitt í haust og afganginn fram eftir næsta ári. „Það mun valda mjög mörgum bændum erfiðleikum við að standa við sínar skuldbindingar. Það er algengt að sauðfjárbændur semji um að greiða afborganir lána eða önnur stór útgjöld strax og greiðsla fyrir innlegg berst. Breyting á því fyrirkomulagi veldur augljóslega verulegum vandræðum,“ segir hún.
 
Trúir ekki að þetta verði niðurstaðan
  
Oddný Steina segir að á fundinum hafi ekkert komið fram hjá stjórnendum fyrirtækisins um hvaða trygg­ingar bændur hafi fyrir því að eftir­stöðvar verði greiddar. Hún segir að bændur verði að fá skýr svör í þessum efnum. „Ég trúi því reyndar ekki að þetta verði niðurstaðan, í mínum huga er hún ekki í boði.“
 
Taka þarf á rót vandans
 
Formaður LS segir að við blasi ákveðnir erfiðleikar í greininni sem horfast verði í augu við og mikilvægt sé að taka á rót vandans. Bæði bændur og afurðastöðvar verða að skoða sín mál af fullri alvöru. „Það þarf að aðlaga framleiðsluna að markaðnum, skapa hvata til fækkunar og við höfum lagt til að afurðastöðvakerfið verði skoðað vandlega með tilliti til hagræðingar, umhverfisfótspors, vörugæða og dýravelferðar. Það er ljóst að kerfið virkar ekki sem skyldi. Á sama tíma verðum við að halda fókus í markaðsstarfinu og leggja enn frekari áherslu á þau jákvæðu verkefni sem við sjáum að eru að skila árangri.“ 
 
Að komast sem hraðst gegnum krísuna
 
Oddný Steina segir að næstu ár verði greininni erfið en Landssamtök sauðfjárbænda vinni að því öllum árum að komast sem hraðast í gegnum þessa krísu. „Vonandi tekst það án þess að bændur eða sveitir landsins beri varanlegan skaða af. Í þessu ferli mun reyna á raunverulegan vilja afurðastöðva til breytinga, velvilja stjórnvalda og kjark til eðlilegra inngripa og síðast en ekki síst á samstöðu bænda.“ 
Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...