Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hringrásarhagkerfið og matvælastefnan
Fréttir 20. nóvember 2023

Hringrásarhagkerfið og matvælastefnan

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matvælaþing fór fram í Hörpu 15. nóvember. Meginstef þingsins var hringrásarhagkerfið, í samhengi við nýsamþykkta matvælastefnu til ársins 2040.

Ladeja Godina Košir

Þetta er í annað skiptið sem haldið er matvælaþing en þar koma saman til
skrafs og ráðagerða þær starfsgreinar sem koma að framleiðslu, vinnslu og dreifingu matvæla á Íslandi. Vettvangur skapast þannig fyrir samtal milli og stjórnvalda um matvæli í hringrásarhagkerfinu. Tveir gestafyrirlesarar fluttu framsögur á matvælaþingi, annars vegar Ladeja Godina Košir, stofnandi og framkvæmdastjóri Circular Change-samtakanna í Slóveníu, og hins vegar Anne Pøhl Enevoldsen, sviðsstjóri hjá dönsku matvæla- og dýraeftirlitsstofnuninni. Þær fjölluðu um innleiðingu hringrásarhagkerfis í matvælaframleiðslu á alþjóðlega vísu. Košir fjallaði m.a. um að Slóvenía, með sínar tvær milljónir íbúa, væri að sumu leyti á pari við Ísland þegar kæmi að áherslunni á að byggja upp stöðugt, ábyrgt  og sjálfbært matvælakerfi innanlands til að takast á við alþjóðlegar áskoranir. Slóvenía nýtti ekki til fullnustu efnahagslegar auðlindir sínar á skilvirkan og sjálfbæran hátt og landið ætti mikið inni, t.d. í frekari ræktun. Margt sé þó gert vel og t.a.m. hvetji yfirvöld veitingastaði og ferðamannaiðnaðinn til að forgangsraða staðbundnu hráefni á matseðla og neytendur séu fræddir um kosti þess að velja staðbundnar vörur. Íslendingar mættu, skv. Košir, leggja meiri áherslu á að ná hagsmunaaðilum í hringlaga hagkerfi, að leita eftir jafnvægi milli innnlendra merkinga og umhverfismerkja, huga að frekari nýsköpun í t.d. sjávarútvegi, landbúnaði og fiskeldi og rannsaka hegðunarbreytingar í samfélaginu og taka tillit til þeirra, svo eitthvað sé nefnt.

Þá voru örfyrirlestrar og pallborð um afmörkuð efni, t.d. nýtingu hráefnis, kolefnisspor og sóun í matvælakeðjunni á Íslandi, framleiðslu sem styður við hringrásarhagkerfið og framtíð matvælaframleiðslu. Einnig um nýtingarhlutfall lambakjöts og aukaafurða, um nýtingu leifa, eflingu kornræktar, neysluhegðun og framtíðarmatvæli, svo eitthvað sé nefnt.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...