Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hringrásarhagkerfið og matvælastefnan
Fréttir 20. nóvember 2023

Hringrásarhagkerfið og matvælastefnan

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matvælaþing fór fram í Hörpu 15. nóvember. Meginstef þingsins var hringrásarhagkerfið, í samhengi við nýsamþykkta matvælastefnu til ársins 2040.

Ladeja Godina Košir

Þetta er í annað skiptið sem haldið er matvælaþing en þar koma saman til
skrafs og ráðagerða þær starfsgreinar sem koma að framleiðslu, vinnslu og dreifingu matvæla á Íslandi. Vettvangur skapast þannig fyrir samtal milli og stjórnvalda um matvæli í hringrásarhagkerfinu. Tveir gestafyrirlesarar fluttu framsögur á matvælaþingi, annars vegar Ladeja Godina Košir, stofnandi og framkvæmdastjóri Circular Change-samtakanna í Slóveníu, og hins vegar Anne Pøhl Enevoldsen, sviðsstjóri hjá dönsku matvæla- og dýraeftirlitsstofnuninni. Þær fjölluðu um innleiðingu hringrásarhagkerfis í matvælaframleiðslu á alþjóðlega vísu. Košir fjallaði m.a. um að Slóvenía, með sínar tvær milljónir íbúa, væri að sumu leyti á pari við Ísland þegar kæmi að áherslunni á að byggja upp stöðugt, ábyrgt  og sjálfbært matvælakerfi innanlands til að takast á við alþjóðlegar áskoranir. Slóvenía nýtti ekki til fullnustu efnahagslegar auðlindir sínar á skilvirkan og sjálfbæran hátt og landið ætti mikið inni, t.d. í frekari ræktun. Margt sé þó gert vel og t.a.m. hvetji yfirvöld veitingastaði og ferðamannaiðnaðinn til að forgangsraða staðbundnu hráefni á matseðla og neytendur séu fræddir um kosti þess að velja staðbundnar vörur. Íslendingar mættu, skv. Košir, leggja meiri áherslu á að ná hagsmunaaðilum í hringlaga hagkerfi, að leita eftir jafnvægi milli innnlendra merkinga og umhverfismerkja, huga að frekari nýsköpun í t.d. sjávarútvegi, landbúnaði og fiskeldi og rannsaka hegðunarbreytingar í samfélaginu og taka tillit til þeirra, svo eitthvað sé nefnt.

Þá voru örfyrirlestrar og pallborð um afmörkuð efni, t.d. nýtingu hráefnis, kolefnisspor og sóun í matvælakeðjunni á Íslandi, framleiðslu sem styður við hringrásarhagkerfið og framtíð matvælaframleiðslu. Einnig um nýtingarhlutfall lambakjöts og aukaafurða, um nýtingu leifa, eflingu kornræktar, neysluhegðun og framtíðarmatvæli, svo eitthvað sé nefnt.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...