Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Hringrásarhagkerfið og matvælastefnan
Fréttir 20. nóvember 2023

Hringrásarhagkerfið og matvælastefnan

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matvælaþing fór fram í Hörpu 15. nóvember. Meginstef þingsins var hringrásarhagkerfið, í samhengi við nýsamþykkta matvælastefnu til ársins 2040.

Ladeja Godina Košir

Þetta er í annað skiptið sem haldið er matvælaþing en þar koma saman til
skrafs og ráðagerða þær starfsgreinar sem koma að framleiðslu, vinnslu og dreifingu matvæla á Íslandi. Vettvangur skapast þannig fyrir samtal milli og stjórnvalda um matvæli í hringrásarhagkerfinu. Tveir gestafyrirlesarar fluttu framsögur á matvælaþingi, annars vegar Ladeja Godina Košir, stofnandi og framkvæmdastjóri Circular Change-samtakanna í Slóveníu, og hins vegar Anne Pøhl Enevoldsen, sviðsstjóri hjá dönsku matvæla- og dýraeftirlitsstofnuninni. Þær fjölluðu um innleiðingu hringrásarhagkerfis í matvælaframleiðslu á alþjóðlega vísu. Košir fjallaði m.a. um að Slóvenía, með sínar tvær milljónir íbúa, væri að sumu leyti á pari við Ísland þegar kæmi að áherslunni á að byggja upp stöðugt, ábyrgt  og sjálfbært matvælakerfi innanlands til að takast á við alþjóðlegar áskoranir. Slóvenía nýtti ekki til fullnustu efnahagslegar auðlindir sínar á skilvirkan og sjálfbæran hátt og landið ætti mikið inni, t.d. í frekari ræktun. Margt sé þó gert vel og t.a.m. hvetji yfirvöld veitingastaði og ferðamannaiðnaðinn til að forgangsraða staðbundnu hráefni á matseðla og neytendur séu fræddir um kosti þess að velja staðbundnar vörur. Íslendingar mættu, skv. Košir, leggja meiri áherslu á að ná hagsmunaaðilum í hringlaga hagkerfi, að leita eftir jafnvægi milli innnlendra merkinga og umhverfismerkja, huga að frekari nýsköpun í t.d. sjávarútvegi, landbúnaði og fiskeldi og rannsaka hegðunarbreytingar í samfélaginu og taka tillit til þeirra, svo eitthvað sé nefnt.

Þá voru örfyrirlestrar og pallborð um afmörkuð efni, t.d. nýtingu hráefnis, kolefnisspor og sóun í matvælakeðjunni á Íslandi, framleiðslu sem styður við hringrásarhagkerfið og framtíð matvælaframleiðslu. Einnig um nýtingarhlutfall lambakjöts og aukaafurða, um nýtingu leifa, eflingu kornræktar, neysluhegðun og framtíðarmatvæli, svo eitthvað sé nefnt.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...