Úrgangur verður auðlind
Tillögur EFLU verkfræðistofu um bætta nýtingu lífrænna efna í landbúnaði og landgræðslu hafa verið birtar í Samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Stór hluti næringarefna sem finnast í lífrænum úrgangi og falla til á Íslandi, fara til spillis.