Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hreinsun
Lesendarýni 2. maí 2016

Hreinsun

Höfundur: Sigríður Jónsdóttir
Aðalfundur Ístex var haldinn í Mosfellsbæ þann 6. apríl síðastliðinn. Á þeim fundi bar fátt til tíðinda annað en það að Landssamtök sauðfjárbænda, LS, tilnefndu nýjan mann í stjórn. 
 
Undanfarin fjögur ár hef ég setið í stjórn Ístex fyrir LS. Ég tel mig hafa unnið sæmilega að hagsmunum ullarverksmiðjunnar, LS og sauðfjárbænda þennan tíma allan. Og ég tel líka að vera mín í stjórninni hafi ekki verið til mikillar bölvunar. Þess vegna gaf ég kost á mér til að vera áfram í stjórn.
 
Við kosningu til stjórnar á aðalfundi Ístex hlaut tilnefningur LS fleiri atkvæði en ég og ég geri að sjálfsögðu engar athugasemdir við þá niðurstöðu. 
 
Hins vegar geri ég athugasemdir við skýringar forystumanna LS um ástæður þess að mér er vikið úr Ístexstjórninni. 
 
Á aðalfundi Ístex er Þórarinn Pétursson beðinn að skýra þessa breytingu. 
Og Þórarinn svarar: 
„... það er þannig að við sem sitjum í stjórn LS teljum að um trúnaðarbrest sé að ræða í samskiptum við Sigríði Jónsdóttur eftir stormasaman vetur.“ 
 
Daginn eftir, á aðalfundi LS, er Þórarinn aftur inntur eftir ástæðunum fyrir brottvikningu minni úr stjórn Ístex. Og aftur gefur Þórarinn Pétursson þá skýringu að um trúnaðarbrest sé að ræða. 
Mér verður varla ætlað að sitja undir þessum dylgjum án þess að svara þeim. 
 
Mér vitanlega felst trúnaðarbrestur milli mín og LS aðeins í því að ég hef ekki verið sátt við búvörusamningana og að ég hef ekki legið á þeirri skoðun minni. 
 
Ég get verið í fýlu yfir að fá ekki lengur að vera í stjórn Ístex. Og þá fýlu get ég átt við sjálfa mig. En bændaforystan stendur nú frammi fyrir því að þurfa að vinna að hagsmunum allra bænda, eftir kosningar um búvörusamninga þar sem fjórðungur kúabænda og meira en þriðjungur sauðfjárbænda sagði nei. 
 
Nú hlýtur að vera forgangsverk­efni að hreinsa andrúmsloftið og skapa skilyrði til einhverrar samstöðu og sáttar meðal bænda og milli bænda og bændaforystunnar.
 
Bændaforystan getur gripið til þess ráðs að hreinsa til í kringum sig og losa sig við þá neikvæðu og efagjörnu. Sagan hefur sýnt að hreinsanir eru fyrsta og annað verk þeirra sem vilja stjórna að eigin geðþótta. 
 
Bændaforystan hefur reynt að gera hreint fyrir sínum dyrum með því að biðjast sléttrar afsökunar á sínum eigin misgjörðum og trúnaðarbrestum gagnvart umbjóðendum sínum í stétt sauðfjárbænda. Formaður Bændasamtakanna greip til þess ráðs á LS fundinum um daginn. Og virðist ætla að sleppa með það. Fulltrúar á aðalfundi LS endurkusu hann í kjölfarið sem fulltrúa sinn á Búnaðarþing!
 
Ég hef aldrei áður í minni búskapartíð skammast mín fyrir að vera aðili að Bændasamtökunum. Þjóðfélagið allt virðist reyndar engu skárra, en það er engin afsökun. Nú verður að endurskoða siðferðið í þessu samfélagi okkar og það verður ekki gert nema innan frá. 
 
Segið hreint út í hverju trúnaðarbrestur LS og Sigríðar Jónsdóttur liggur. Ef það er málefni sem ekki þolir almenna umfjöllun, dugar mér að frétta af því svona prívat og persónulega. Og þá mun ég biðjast afsökunar. Segja sorrý eins og Sindri. 
 
Sigríður Jónsdóttir
sauðfjárbóndi Arnarholti.
Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks
Fréttir 30. maí 2023

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks

Íslensk stjórnvöld telja blóðtöku á fylfullum hryssum teljast til afurðanýtingar...

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...