Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hraunkot
Bærinn okkar 14. apríl 2016

Hraunkot

Bjarni og Erla Þórey tóku við búinu af foreldrum Erlu Þóreyjar í ágúst 2014, þeim Ólafi Helgasyni og Sigurlaugu Jónsdóttur. Áður höfðu þau verið viðriðin búskapinn í tvö ár.  
 
Bjarni hefur verið í fjarnámi í búfræði frá Hvanneyri og stefnir á að útskrifast í vor sem búfræðingur. Erla Þórey vinnur með búinu og er grunnskólakennari við Kirkjubæjarskóla á Síðu. Frá því þau tóku við búin hafa þau fjölgað nautgripum og fé.
 
Býli:  Hraunkot í Landbroti.
 
Staðsett í sveit:  Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu.
 
Ábúendur: Bjarni Bjarnason og Erla Þórey Ólafsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Við eigum 3 börn. Orri, 14 ára, Bjarni Dagur, 11 ára og Ólöf Ósk, 6 ára. Við eigum síðan von á fjórða barninu í júní. Á bænum eru líka tveir fjóskettir sem heita litli kisi og gamli kisi.
 
Stærð jarðar?  Stærð jarðarinnar eru um 200 ha. Ræktað land er um 63 ha.
 
Gerð bús? Við erum með blandað bú. Kýr og kindur.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með 22 bása fjós og þar að auki eru 40 geldneyti. Veturfóðraðar kindur eru 230.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Vinnudagurinn byrjar á því að Bjarni fer að mjólka kýrnar og síðan eru gjafir. Erla Þórey kemur sér og sínum börnum í skólann. Svo eru tilfallandi árstíðabundin störf eins og til dæmis viðhald og annað sem þarf að gera. Eftir kaffitíma er svo gefið aftur og síðan er farið í seinni mjaltir. Dagurinn endar svo á því að fara út, sópa að kúnum og gefa þeim síðasta fóðurbætisskammtinn fyrir svefninn. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Bústörfin eru öll skemmtileg ef vel gengur. Réttir á haustin eru alltaf mjög skemmtilegar og gaman að fá til okkar ættingja og vini sem hjálpa okkur að reka féð heim úr réttinni. Leiðinlegast er að keyra út skít og þegar dýr veikjast.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við sjáum fyrir okkur að stækka og auka mjólkurframleiðslu.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við höldum að þau séu í ágætis málum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Íslenskum landbúnaði verður að ganga vel svo byggð haldist í sveitum. Á síðustu árum hafa verið kynslóðaskipti á mörgum bæjum hér í Skaftárhreppi. Við erum því bjartsýn og vonum að nýir búvörusamningar styðji við þá þróun.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Það er mikilvægt að auka útflutning á lambakjöti. Það þarf að markaðssetja lambakjöt sem gæðavöru og ná til kröfuharðra viðskiptavina. Á innanlandsmarkaði þarf að kynna lambakjöt fyrir erlendum ferðamönnum og gera það jafn sjálfsagt að borða lambakjöt eins og það er að fara Gullna hringinn.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Það er alltaf til mjólk, smjörvi, álegg og bjór.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ef prinsessan á heimilinu mætti ráða þá væri grjónagrautur í öll mál en karlpeningurinn á heimilinu vill fá lambakjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er tvennt sem er eftirminnilegst. Í fyrsta lagi þegar Grímsvatnagosið var árið 2011 og myrkur var nánast í tvo sólarhringa. Í öðru lagi fyrstu réttir eftir að við höfðum tekið alfarið við búinu.

5 myndir:

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...