Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bæjarbóndi Oslóar ásamt forsvarsmönnum Clarion-Hub hótelsins í Osló skoða hvernig til hefur tekist með ræktun á þakinu en verkefnið nefnist Grow-Hub.
Bæjarbóndi Oslóar ásamt forsvarsmönnum Clarion-Hub hótelsins í Osló skoða hvernig til hefur tekist með ræktun á þakinu en verkefnið nefnist Grow-Hub.
Fréttir 4. júlí 2019

Hótelkeðja ræktar matvæli á húsþaki í miðborg Oslóar

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir
Stærsta hótel Clarion-keðjunnar á Norðurlöndunum var opnað 1. mars síðastliðinn á besta stað í Osló í Noregi með rúmlega 800 herbergi. Það sem hefur einna helst vakið athygli er sú nýbreytni að á þaki hótelsins verður ræktað grænmeti og kryddjurtir ásamt ávöxtum fyrir dvalargesti hótelsins. 
 
Það er bæjarbóndi Oslóarborgar, Andreas Capjon, sem sér um garðinn á þakinu á 13. hæð hótelsins sem þjónar eldhúsi hótelsins. Sænski stjörnukokkurinn Marcus Samuelsson, sem meðal annars hefur unnið á frægum veitingastöðum eins og Aquavit og Red Rooster í New York og er uppáhaldskokkur Barack Obama vel að merkja, vinnur verkefnið í samstarfi við bæjarbóndann. 
 
 
Andreas hefur unnið ýmsar tilraunir áður en sjálf ræktunin á þakinu hófst, meðal annars með að rækta í rigningarvatni og vikurmold. Einnig hefur Andreas kannað hvort hann geti notað matarafganga sem áburð á það sem ræktað er. Markmiðið er að matarafgangar geti gagnast fyrir veitingastað hótelsins sem er á efstu hæð. Nú er verkefnið komið vel af stað og lofar góðu þar sem gestir hótelsins fá hluta af næringu sinni með matvælum sem ferðast um afar stuttan veg. Ef vel gengur í sumar mun hótelkeðjan einnig þróa hugmyndina á öðrum hótelum sem hafa slíka möguleika. 
Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...