Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bæjarbóndi Oslóar ásamt forsvarsmönnum Clarion-Hub hótelsins í Osló skoða hvernig til hefur tekist með ræktun á þakinu en verkefnið nefnist Grow-Hub.
Bæjarbóndi Oslóar ásamt forsvarsmönnum Clarion-Hub hótelsins í Osló skoða hvernig til hefur tekist með ræktun á þakinu en verkefnið nefnist Grow-Hub.
Fréttir 4. júlí 2019

Hótelkeðja ræktar matvæli á húsþaki í miðborg Oslóar

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir
Stærsta hótel Clarion-keðjunnar á Norðurlöndunum var opnað 1. mars síðastliðinn á besta stað í Osló í Noregi með rúmlega 800 herbergi. Það sem hefur einna helst vakið athygli er sú nýbreytni að á þaki hótelsins verður ræktað grænmeti og kryddjurtir ásamt ávöxtum fyrir dvalargesti hótelsins. 
 
Það er bæjarbóndi Oslóarborgar, Andreas Capjon, sem sér um garðinn á þakinu á 13. hæð hótelsins sem þjónar eldhúsi hótelsins. Sænski stjörnukokkurinn Marcus Samuelsson, sem meðal annars hefur unnið á frægum veitingastöðum eins og Aquavit og Red Rooster í New York og er uppáhaldskokkur Barack Obama vel að merkja, vinnur verkefnið í samstarfi við bæjarbóndann. 
 
 
Andreas hefur unnið ýmsar tilraunir áður en sjálf ræktunin á þakinu hófst, meðal annars með að rækta í rigningarvatni og vikurmold. Einnig hefur Andreas kannað hvort hann geti notað matarafganga sem áburð á það sem ræktað er. Markmiðið er að matarafgangar geti gagnast fyrir veitingastað hótelsins sem er á efstu hæð. Nú er verkefnið komið vel af stað og lofar góðu þar sem gestir hótelsins fá hluta af næringu sinni með matvælum sem ferðast um afar stuttan veg. Ef vel gengur í sumar mun hótelkeðjan einnig þróa hugmyndina á öðrum hótelum sem hafa slíka möguleika. 
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...