Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Undirvagn í GM og væntanlega Honda líka er með Ultium rafhlöðum sem hægt er að hlaða mjög hratt og eiga að skila bílum lengra á hleðslunni en gengur og gerist.
Undirvagn í GM og væntanlega Honda líka er með Ultium rafhlöðum sem hægt er að hlaða mjög hratt og eiga að skila bílum lengra á hleðslunni en gengur og gerist.
Fréttir 6. október 2020

Honda og GM veðja bæði á rafhlöðuknúna- og vetnisknúna rafbíla

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Bílaframleiðendurinir Genaral Motors (GM) og Honda undirrituðu þann 3. september sl. samkomulag um vinnu sem miðar að því að stíga stórt skref til myndunar öflugs bandalags þessara fyrirtækja á Norður-Ameríkumarkaði án þess að um fullan samruna verði að ræða.

Samkomulagið miðar að samvinnu í bílasmíði um undirvagna og jafnvel vélbúnaði, bæði með hefðbundnum sprengihreyflum og fyrir orkumiðla sem leysi þá af hólmi. Áætlað er að fyrsti hluti í samstarfi GM-Honda verði á verkfræðisviðinu og hefjist snemma árs 2021, að því er fram kemur á vefsíðu cnet.com. Með þessu samstarfi hyggjast fyrirtækin ná fram miklum sparnaði í hönnun, þróun og smíði ökutækja sem og í sameiginlegum innkaupum.

Þessu tengt hafa verið uppi vangaveltur um að japönsk yfirvöld eygðu möguleika á sameiningu Honda og Nissan. Forsvarsmenn fyrirtækjanna hafa neitað að tjá sig um hvort slíkt sé á döfinni. 

Nýr Cadillac Lyriq rafmagnsbíll sem væntanlegur er frá GM.

Samstarf GM og Honda ekki nýtt af nálinni

Þótt mörgum hafi þótt samvinna GM og Honda fjarstæðukennd, þá hafa þessi fyrirtæki átt samstarf í bílaiðnaði í um tvo áratugi. Jókst það samstarf á árinu 2018 varðandi þróun á  vetnisknúnum efnarafal sem fyrirtækin hafa verið að vinna að í sameiningu frá árinu 2013. Á árinu 2017 var kynntur til sögunnar af Honda „Clarity Fuel Cell“ efnarafall. Samanlagt lögðu fyrirtækin 85 milljónir dollara í verkefnið, en hefja átti fjöldaframleiðslu á þessum efnarafölum á yfirstandandi ári. Hafa fyrirtækin einnig verið í samstarfi við Bandaríkjaher um þróun á vetnisrafölum. 

Þá lagði Honda 750 milljón dollara árið 2018 í sjálfkeyrandi bílatækni GM sem byggir á tækni „Cruise Automation“ sem GM keypti árið 2016. Á 12 árum var áætlað að Honda legði tvo milljarða dollara í þetta verkefni.

Sjálfkeyrandi tilraunabíll frá GM sem Honda mun leggja gríðarlega fjármuni í að þróa frekar.

Samvinna byggð á nýrri rafhlöðutækni sem sögð er slá út tækni sem Tesla notar

Fyrr á þessu ári gerðu fyrirtækin tvö með sér samkomulag um sameiginlega þróun á tveim nýjum Honda EV rafbílum sem byggðir eru á hugmyndum GM í samvinnu við bandarísk fyrirtæki um nýja Ultium rafhlöðutækni. Slíkar 800 volta rafhlöður er hægt að hlaða mjög hratt og hægt að hlaða raforku sem dugar í 160 km á einungis 10 mínútum. Eru slíkar rafhlöður sagðar mun ódýrari í framleiðslu og gefi GM mikið forskot á markaðnum, líka á Tesla. Rafhlöðurnar eru að grunni til hefðbundnar Lithiumion rafhlöður þar sem lykilhráefnin eru nikkel og kóbalt. Í ultium rafhlöðunum er búið að draga inn efnablöndu í rafskautin sem inniheldur líka mangan, ál og fleiri efni og er þessi efnablanda nefnd NMCA. Þegar hefur verið gefið út að slíkar rafhlöður verði notaðar í litla almenningsvagna, öflugan GMC Hummer jeppa og Cadillac Lyriq. Er þessi tækni sögð koma til með að verða leiðandi á rafbílamarkaðnum. Þá er einnig rætt um að GM og Honda innleiði í bílana upplýsingakerfi sem nefnt er „OnStar infotainment system“.

Með því að flytja sig yfir í raf- og vetnistæknina hyggst GM einfalda og straumlínulaga allt framleiðslukerfið. Í dag framleiðir fyrirtækið 555 mismunandi útgáfur drifkerfa með sprengihreyflum. Við umbreytingu yfir í rafbíla veða aðeins 19 mismunandi gerðir drifkerfa í bíla. Í þessu telja menn að felist gríðarlegur fjárhagslegur ávinningur.

Fleiri bílarisar í samstarf

Svipað samstarf er að eiga sér stað með Ford og Volkswagen. Þá er einnig öflugt og flókið samstarf Nissan, Renault og Mitsubishi. Eins hefur Toyota eignast hluti í bæði Mazda og Subaru.

Skylt efni: rafbílar | vetnisbílar

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...