Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Markmið laganna er að stuðla að því að nýtingu lands og réttinda sé hagað í samræmi við landkosti og með hagsmuni samfélagsins og komandi kynslóða að leiðarljósi.
Markmið laganna er að stuðla að því að nýtingu lands og réttinda sé hagað í samræmi við landkosti og með hagsmuni samfélagsins og komandi kynslóða að leiðarljósi.
Fréttir 22. júlí 2020

Hömlur settar á eignarhald á landi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt breytingum á lögum um eignarráð og nýtingu fasteigna sem samþykkt hafa verið á Alþingi mega tengdir aðilar ekki eiga meira en tíu þúsund hektara lands nema að fenginni undanþágu landbúnaðarráðherra.

Víðtækustu breytingarnar voru gerðar á jarðalögum. Í fyrstu grein laganna segir að markmið þeirra sé að stuðla að því að nýtingu lands og réttinda sem því tengjast sé hagað í samræmi við landkosti og með hagsmuni samfélagsins og komandi kynslóða að leiðarljósi, að teknu tilliti til mikilvægis lands frá efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu sjónarmiði.

Tryggir landbúnaðarland

Markmið laganna er þannig meðal annars að stuðla að fjölbreyttum og samkeppnishæfum landbúnaði, náttúruvernd, viðhaldi og þróun byggðar og um leið þjóðfélagslega gagnlegri og sjálfbærri landnýtingu. Tryggja skal svo sem kostur er við framkvæmd laganna að land sem er vel fallið til búvöruframleiðslu sé varðveitt til slíkra nota og að fæðuöryggi sé tryggt til framtíðar.

Líta skal til nýtingar

Samkvæmt breytingum sem gerðar voru á jarðalögum er skylt að afla samþykkis ráðherra fyrir ráðstöfun beins eignarréttar yfir fasteign, eða afnotaréttar til lengri tíma en sjö ára í ákveðnum tilfellum. Ef fasteign er lögbýli og viðtakandi réttar og tengdir aðilar eiga fimm eða fleiri fasteignir í lögbýlaskrá, enda sé samanlögð stærð þeirra a.m.k. 50 hektarar. Þá er einnig skylt að afla samþykkis ef viðtakandi réttar og tengdir aðilar eiga fyrir fasteign/fasteignir sem eru samtals 1.500 hektarar eða meira. Mat á því hvort samþykki á eignarhaldi skuli veitt ber ráðherra að líta til þess hvernig viðtakandi réttar og tengdir aðilar nýta fasteignir og fasteignaréttindi sem þeir eiga fyrir eða hafa afnot af. Samþykki skal að jafnaði ekki veitt ef viðtakandi réttar og tengdir aðilar eiga fyrir fasteign eða fasteignir sem eru samanlagt 10.000 hektarar eða meira að stærð nema umsækjandi sýni fram á að hann hafi sérstaka þörf fyrir meira landrými vegna fyrirhugaðra nota fasteignar.

Undantekningar frá meginreglu

Óskylt er að afla samþykkis ráðherra ef viðtakandi réttar er nákominn þeim sem ráðstafar rétti en með því er átt við skyldmenni, svo sem maka, barn, systkini, foreldri og svo framvegis. Þá þarf ekki að afla samþykkis ef ríkissjóður eða sveitarfélag ráðstafar fasteign eða er viðtakandi réttar. 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...