Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Holt
Bóndinn 10. september 2015

Holt

Við flytjum í Holt árið 2001 og byrjum að búa þar með rúmlega 300 kindur sem við kaupum af foreldrum mínum. Síðan þá höfum við verið að fjölga smátt og smátt. 
 
 
Býli: Holt á Ásum. 
 
Staðsett í sveit:  Í Húnavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu.
 
Ábúendur: Maríanna Þorgrímsdóttir og Vilhjálmur Jónsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Við eigum þrjú börn, Eyþór 23 ára, Jón Margeir, 17 ára og Svövu Björk, 14 ára – og tengdadóttur, Önnu, 24 ára, ásamt hundinum Drífu og hvolpinum Loka.
 
Stærð jarðar?  Um 300 ha. 
 
Gerð bús? Við erum með fjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með um 500 kindur og 20 hross og 3 geitur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Við vinnum bæði utan bús og sinnum búinu utan vinnutíma, þ.e. snemma á morgnana og síðan seint á kvöldin. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt er gaman ef við gerum það saman en girðingavinna verður nú samt seint talin mjög skemmtileg.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Mjög svipað og hann er í dag, vonandi fleira fé.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru í fínum málum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi bara vel.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Með því að flytja út ferskt kjöt og sýna fram á hreinleika afurðanna.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, mjólk, skinka, ávextir og grænmeti. 
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambalæri með öllu tilheyrandi og pitsa.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar þakið fauk af hlöðunni í vetur.

8 myndir:

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...