Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Holt
Bærinn okkar 10. september 2015

Holt

Við flytjum í Holt árið 2001 og byrjum að búa þar með rúmlega 300 kindur sem við kaupum af foreldrum mínum. Síðan þá höfum við verið að fjölga smátt og smátt. 
 
 
Býli: Holt á Ásum. 
 
Staðsett í sveit:  Í Húnavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu.
 
Ábúendur: Maríanna Þorgrímsdóttir og Vilhjálmur Jónsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Við eigum þrjú börn, Eyþór 23 ára, Jón Margeir, 17 ára og Svövu Björk, 14 ára – og tengdadóttur, Önnu, 24 ára, ásamt hundinum Drífu og hvolpinum Loka.
 
Stærð jarðar?  Um 300 ha. 
 
Gerð bús? Við erum með fjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með um 500 kindur og 20 hross og 3 geitur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Við vinnum bæði utan bús og sinnum búinu utan vinnutíma, þ.e. snemma á morgnana og síðan seint á kvöldin. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt er gaman ef við gerum það saman en girðingavinna verður nú samt seint talin mjög skemmtileg.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Mjög svipað og hann er í dag, vonandi fleira fé.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru í fínum málum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi bara vel.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Með því að flytja út ferskt kjöt og sýna fram á hreinleika afurðanna.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, mjólk, skinka, ávextir og grænmeti. 
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambalæri með öllu tilheyrandi og pitsa.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar þakið fauk af hlöðunni í vetur.

8 myndir:

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...