Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Holt
Bærinn okkar 10. september 2015

Holt

Við flytjum í Holt árið 2001 og byrjum að búa þar með rúmlega 300 kindur sem við kaupum af foreldrum mínum. Síðan þá höfum við verið að fjölga smátt og smátt. 
 
 
Býli: Holt á Ásum. 
 
Staðsett í sveit:  Í Húnavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu.
 
Ábúendur: Maríanna Þorgrímsdóttir og Vilhjálmur Jónsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Við eigum þrjú börn, Eyþór 23 ára, Jón Margeir, 17 ára og Svövu Björk, 14 ára – og tengdadóttur, Önnu, 24 ára, ásamt hundinum Drífu og hvolpinum Loka.
 
Stærð jarðar?  Um 300 ha. 
 
Gerð bús? Við erum með fjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með um 500 kindur og 20 hross og 3 geitur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Við vinnum bæði utan bús og sinnum búinu utan vinnutíma, þ.e. snemma á morgnana og síðan seint á kvöldin. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt er gaman ef við gerum það saman en girðingavinna verður nú samt seint talin mjög skemmtileg.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Mjög svipað og hann er í dag, vonandi fleira fé.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru í fínum málum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi bara vel.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Með því að flytja út ferskt kjöt og sýna fram á hreinleika afurðanna.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, mjólk, skinka, ávextir og grænmeti. 
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambalæri með öllu tilheyrandi og pitsa.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar þakið fauk af hlöðunni í vetur.

8 myndir:

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...