Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Höfum verulegar áhyggjur af niðurskurðinum
Fréttir 31. október 2014

Höfum verulegar áhyggjur af niðurskurðinum

Höfundur: smh

Karvel Karvelsson, fram­kvæmdastjóri Ráðgjafar­miðstöðvar landbúnaðarins (RML), segir ríka ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af niðurskurðinum hjá Land­búnaðarháskóla Íslands (LbhÍ).

„Hættan er sú að niðurskurðurinn hjá LbhÍ veiki starfsemi skólans. Sérstaklega er skorið niður til rannsókna sem er ákveðinn grundvöllur fyrir okkar ráðgjöf,“ segir Karvel.

„Varðandi efnagreiningar þá höfum við sent út heysýni til greininga og erum í samstarfi við fyrirtæki sem heitir BLGG um greiningar,“ segir Karvel. „Þetta höfum við boðið upp á samhliða því að senda til skólans. Jarðvegssýni höfum við sent til skólans en verðum þá hugsanlega að finna því annan farveg. 

Það hefur verið ákveðinn misbrestur á þjónustu skólans við greiningar og þá sérstaklega að halda tímasetningar. Við vorum nú samt alltaf að vona að þetta lagaðist en það varð ekki. Það er hins vegar ákveðinn missir af þessari þjónustu verði það niðurstaðan að ekki verði haldið áfram með efnagreiningar hér á landi. Bæði tapast með því þekking, ákveðinn sveigjanleiki í þjónustu og grundvöllur til þess að þróa greiningarnar áfram miðað við íslenskar aðstæður,“  segir Karvel.

Óvíst með framhald orkumála

„Kynbótamatsútreikningarnir hafa verið framkvæmdir af skólanum.Það verkefni er hins vegar á ábyrgð Bændasamtakanna en okkur falið að halda utan um það og RML hefur greitt skólanum fyrir þessa vinnu. Skólinn mun sjá um þessa útreikninga til áramóta en við erum að skoða með hvaða hætti við leysum þá til framtíðar.

Varðandi orkumálin þá vorum við að vonast eftir samvinnu í þeim efnum en óvíst er með áframhaldið á því.

Við höfum einnig áhyggjur af menntuninni sem slíkri, allt okkar starfsfólk er meira og minna menntað í LbhÍ og því segir það sig sjálft að okkar faglega starf byggist að stóru leyti á þeirri menntun sem skólinn veitir. Okkur er því umhugað um að bæði menntun og rannsóknir innan skólans séu með þeim hætti að við fáum frambærilegt framtíðarstarfsfólk sem og landbúnaðurinn allur.

Við höfum átt ágætt samstarf við skólann sem var innsiglað í samstarfssamkomulagi á milli okkar. Í því felst ákveðin fagleg samvinna sem ég vonast nú til að haldi áfram en vissulega höfum við af því áhyggjur að skólinn nái að sinna kjarnastarfsemi sinni og að þar sé nægt faglegt bakland  til verka.“

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...