Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Höfum verulegar áhyggjur af niðurskurðinum
Fréttir 31. október 2014

Höfum verulegar áhyggjur af niðurskurðinum

Höfundur: smh

Karvel Karvelsson, fram­kvæmdastjóri Ráðgjafar­miðstöðvar landbúnaðarins (RML), segir ríka ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af niðurskurðinum hjá Land­búnaðarháskóla Íslands (LbhÍ).

„Hættan er sú að niðurskurðurinn hjá LbhÍ veiki starfsemi skólans. Sérstaklega er skorið niður til rannsókna sem er ákveðinn grundvöllur fyrir okkar ráðgjöf,“ segir Karvel.

„Varðandi efnagreiningar þá höfum við sent út heysýni til greininga og erum í samstarfi við fyrirtæki sem heitir BLGG um greiningar,“ segir Karvel. „Þetta höfum við boðið upp á samhliða því að senda til skólans. Jarðvegssýni höfum við sent til skólans en verðum þá hugsanlega að finna því annan farveg. 

Það hefur verið ákveðinn misbrestur á þjónustu skólans við greiningar og þá sérstaklega að halda tímasetningar. Við vorum nú samt alltaf að vona að þetta lagaðist en það varð ekki. Það er hins vegar ákveðinn missir af þessari þjónustu verði það niðurstaðan að ekki verði haldið áfram með efnagreiningar hér á landi. Bæði tapast með því þekking, ákveðinn sveigjanleiki í þjónustu og grundvöllur til þess að þróa greiningarnar áfram miðað við íslenskar aðstæður,“  segir Karvel.

Óvíst með framhald orkumála

„Kynbótamatsútreikningarnir hafa verið framkvæmdir af skólanum.Það verkefni er hins vegar á ábyrgð Bændasamtakanna en okkur falið að halda utan um það og RML hefur greitt skólanum fyrir þessa vinnu. Skólinn mun sjá um þessa útreikninga til áramóta en við erum að skoða með hvaða hætti við leysum þá til framtíðar.

Varðandi orkumálin þá vorum við að vonast eftir samvinnu í þeim efnum en óvíst er með áframhaldið á því.

Við höfum einnig áhyggjur af menntuninni sem slíkri, allt okkar starfsfólk er meira og minna menntað í LbhÍ og því segir það sig sjálft að okkar faglega starf byggist að stóru leyti á þeirri menntun sem skólinn veitir. Okkur er því umhugað um að bæði menntun og rannsóknir innan skólans séu með þeim hætti að við fáum frambærilegt framtíðarstarfsfólk sem og landbúnaðurinn allur.

Við höfum átt ágætt samstarf við skólann sem var innsiglað í samstarfssamkomulagi á milli okkar. Í því felst ákveðin fagleg samvinna sem ég vonast nú til að haldi áfram en vissulega höfum við af því áhyggjur að skólinn nái að sinna kjarnastarfsemi sinni og að þar sé nægt faglegt bakland  til verka.“

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun