Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hnúðlax í íslenskum ám
Fréttir 6. september 2017

Hnúðlax í íslenskum ám

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nokkuð hefur borið á því að hnúðlax hafi veiðst í ám hér á landi í sumar. Sérfræðingar Hafró telja að hann geti numið land í íslenskum ám.

Í lok júlí veiddist hnúðlax í net í Patreksfirði og snemma í ágúst veiddust nokkrir hnúðlaxar í Hafralónsá í Þistilfirði og annar í Sandá í Þistilfirði. Laxinn sem veiddist í Patreksfirði var kynþroska hængur.

Fyrsta dæmið er frá 1960

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hnúðlaxa verður vart í íslenskum ám. Fyrsta skráða dæmið er frá því í ágúst 1960 þegar einn slíkur veiddist í Hítará á Mýrum. Árið 2015 bárust fregnir um hnúðlax í ám víðs vegar um landið, Ytri Rangá, Hamarsá í Hamarsfirði, Skjálfandafljóti,  Þorskafjarðará og Soginu.

Í Fiskifréttum hefur komið fram að sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar hafa varað við að hnúðlax geti numið land í íslenskum ám.

Upprunninn í Kyrrahafi

Hnúðlax, Oncorhynchus gorbuscha, kallast einnig bleiklax og á náttúruleg heimkynni í norðanverðu Kyrrahafi og algeng þar frá Beringssundi niður með Norður-Ameríku, Kóreuskaga og Japan. Hnúðlax er auðþekktur á dökkum hringlaga blettum á sporðinum og fíngerðu hreistri. Gerðar voru tilraunir með að sleppa hnúðlaxaseiðum í ár við Kólaskaga um 1960. Talið er að afkomendur þeirra hafi komið sér fyrir í nokkrum ám í Noregi og að laxarnir sem fundist hafa hér séu þaðan komnir.

Fremur smávaxinn lax

Hnúðlax dregur nafn sitt af stórum hnúð á baki hænganna. Hnúðurinn myndast við kynþroska auk þess sem skoltur hængsins stækkar við kynþroska. Við kynþroska eru hnúðlaxar 1,75 til 2,5 kíló að þyngd og 45 til 60 sentímetrar á lengd.
     

Skylt efni: Laxveiði | hnúðlax

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...