Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hlutdeild innflutnings á kjötmarkaði hefur mest aukist í alifuglakjöti
Mynd / Bbl
Fréttir 11. febrúar 2022

Hlutdeild innflutnings á kjötmarkaði hefur mest aukist í alifuglakjöti

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þegar skoðuð er staða íslenskrar kjötframleiðslu í samkeppni við innflutning á síðustu fimm árum sést að hlutfallslegur innflutningur hefur mest verið að aukast á alifuglakjöti þrátt fyrir aukna innlenda framleiðslu samkvæmt tölum mælaborðs landbúnaðarins.

Á nýliðnu ári var 80,6% alifuglakjötssölunnar hér á landi íslensk framleiðsla en 19,4% var innfluttur. Hefur hlutfall íslenska kjötsins í heildarsölu á alifuglakjöti ekki verið lægra allavega síðustu fimm árin og hlutfall innflutnings aldrei meira.

Hlutur innflutts alifuglakjöts fer vaxandi

Á árinu 2017 var hlutfall íslenskrar framleiðslu í sölu alifuglakjöts 83,3%, en fór mest í 85,6% á árinu 2019. Sala á íslensku alifuglakjöti frá afurðastöðvum á árinu 2017 nam 9.530 tonnum, en var komin niður í 8.963 tonn á árinu 2021. Mest var salan á íslensku alifuglakjöti árið 2019 eða um 9.797 tonn.

Mest flökt í innflutningi á svínakjöti

Hlutfallið í svínakjötssölunni á milli innlendrar framleiðslu og innflutnings hefur verið nokkuð rokkandi á milli ára. Þannig var ekki nema 74,6% svínakjötssölunnar árið 2017 innlend framleiðsla en 25,4% innflutt. Var það jafnframt lægsta hlutfall af innlendu svínakjöti í sölunni í fimm ár. Best var hlutfallslega staðan á árinu 2020. Þá voru 84,4% svínakjötssölunnar af íslenskum uppruna, en 15,6% innflutt.

Hlutfall innlends nautgripakjöts nokkuð stöðugt

Hlutfallið á milli innlendrar fram­leiðslu og innflutnings í nautgripa­kjöti hefur haldist nokkuð stöðugt undanfarin fimm ár. Þannig var hlutfall íslenska nautakjötsins á markaðnum 77,3% árið 2017 en 79,7% á síðasta ári. Hæst fór innlenda framleiðslan í 80,2% á árinu 2020.

Kindakjötið með algera sérstöðu

Kindakjötið hefur haft algjöra sérstöðu á íslenskum markaði þar sem samkeppnin við innflutning hefur nánast engin verið. Eina undantekningin síðastliðin fimm ár var á árinu 2019, en þá var 0,6% sölunnar á kindakjöti innflutt. 

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...