Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hlutdeild innflutnings á kjötmarkaði hefur mest aukist í alifuglakjöti
Mynd / Bbl
Fréttir 11. febrúar 2022

Hlutdeild innflutnings á kjötmarkaði hefur mest aukist í alifuglakjöti

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þegar skoðuð er staða íslenskrar kjötframleiðslu í samkeppni við innflutning á síðustu fimm árum sést að hlutfallslegur innflutningur hefur mest verið að aukast á alifuglakjöti þrátt fyrir aukna innlenda framleiðslu samkvæmt tölum mælaborðs landbúnaðarins.

Á nýliðnu ári var 80,6% alifuglakjötssölunnar hér á landi íslensk framleiðsla en 19,4% var innfluttur. Hefur hlutfall íslenska kjötsins í heildarsölu á alifuglakjöti ekki verið lægra allavega síðustu fimm árin og hlutfall innflutnings aldrei meira.

Hlutur innflutts alifuglakjöts fer vaxandi

Á árinu 2017 var hlutfall íslenskrar framleiðslu í sölu alifuglakjöts 83,3%, en fór mest í 85,6% á árinu 2019. Sala á íslensku alifuglakjöti frá afurðastöðvum á árinu 2017 nam 9.530 tonnum, en var komin niður í 8.963 tonn á árinu 2021. Mest var salan á íslensku alifuglakjöti árið 2019 eða um 9.797 tonn.

Mest flökt í innflutningi á svínakjöti

Hlutfallið í svínakjötssölunni á milli innlendrar framleiðslu og innflutnings hefur verið nokkuð rokkandi á milli ára. Þannig var ekki nema 74,6% svínakjötssölunnar árið 2017 innlend framleiðsla en 25,4% innflutt. Var það jafnframt lægsta hlutfall af innlendu svínakjöti í sölunni í fimm ár. Best var hlutfallslega staðan á árinu 2020. Þá voru 84,4% svínakjötssölunnar af íslenskum uppruna, en 15,6% innflutt.

Hlutfall innlends nautgripakjöts nokkuð stöðugt

Hlutfallið á milli innlendrar fram­leiðslu og innflutnings í nautgripa­kjöti hefur haldist nokkuð stöðugt undanfarin fimm ár. Þannig var hlutfall íslenska nautakjötsins á markaðnum 77,3% árið 2017 en 79,7% á síðasta ári. Hæst fór innlenda framleiðslan í 80,2% á árinu 2020.

Kindakjötið með algera sérstöðu

Kindakjötið hefur haft algjöra sérstöðu á íslenskum markaði þar sem samkeppnin við innflutning hefur nánast engin verið. Eina undantekningin síðastliðin fimm ár var á árinu 2019, en þá var 0,6% sölunnar á kindakjöti innflutt. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...