Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hlutdeild innflutnings á kjötmarkaði hefur mest aukist í alifuglakjöti
Mynd / Bbl
Fréttir 11. febrúar 2022

Hlutdeild innflutnings á kjötmarkaði hefur mest aukist í alifuglakjöti

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þegar skoðuð er staða íslenskrar kjötframleiðslu í samkeppni við innflutning á síðustu fimm árum sést að hlutfallslegur innflutningur hefur mest verið að aukast á alifuglakjöti þrátt fyrir aukna innlenda framleiðslu samkvæmt tölum mælaborðs landbúnaðarins.

Á nýliðnu ári var 80,6% alifuglakjötssölunnar hér á landi íslensk framleiðsla en 19,4% var innfluttur. Hefur hlutfall íslenska kjötsins í heildarsölu á alifuglakjöti ekki verið lægra allavega síðustu fimm árin og hlutfall innflutnings aldrei meira.

Hlutur innflutts alifuglakjöts fer vaxandi

Á árinu 2017 var hlutfall íslenskrar framleiðslu í sölu alifuglakjöts 83,3%, en fór mest í 85,6% á árinu 2019. Sala á íslensku alifuglakjöti frá afurðastöðvum á árinu 2017 nam 9.530 tonnum, en var komin niður í 8.963 tonn á árinu 2021. Mest var salan á íslensku alifuglakjöti árið 2019 eða um 9.797 tonn.

Mest flökt í innflutningi á svínakjöti

Hlutfallið í svínakjötssölunni á milli innlendrar framleiðslu og innflutnings hefur verið nokkuð rokkandi á milli ára. Þannig var ekki nema 74,6% svínakjötssölunnar árið 2017 innlend framleiðsla en 25,4% innflutt. Var það jafnframt lægsta hlutfall af innlendu svínakjöti í sölunni í fimm ár. Best var hlutfallslega staðan á árinu 2020. Þá voru 84,4% svínakjötssölunnar af íslenskum uppruna, en 15,6% innflutt.

Hlutfall innlends nautgripakjöts nokkuð stöðugt

Hlutfallið á milli innlendrar fram­leiðslu og innflutnings í nautgripa­kjöti hefur haldist nokkuð stöðugt undanfarin fimm ár. Þannig var hlutfall íslenska nautakjötsins á markaðnum 77,3% árið 2017 en 79,7% á síðasta ári. Hæst fór innlenda framleiðslan í 80,2% á árinu 2020.

Kindakjötið með algera sérstöðu

Kindakjötið hefur haft algjöra sérstöðu á íslenskum markaði þar sem samkeppnin við innflutning hefur nánast engin verið. Eina undantekningin síðastliðin fimm ár var á árinu 2019, en þá var 0,6% sölunnar á kindakjöti innflutt. 

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...