Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Hjartað varð eftir
Fréttir 31. október 2025

Hjartað varð eftir

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Út er komin ljóðabók eftir Ásu Þorsteinsdóttur frá Unaósi.

Ljóðabókin ber heitið Hjartað varð eftir og hefur að geyma rúm fjörutíu ljóð. Þau eru mörg náttúrutengd og fjalla m.a. um hversdaginn, ást, trega og hvar ung manneskja staðsetur sig í tilverunni.

Ása Þorsteinsdóttir er fædd árið 1999. Hún ólst upp á Unaósi í Hjaltastaðarþinghá og tengdist náttúrunni þar sterkum böndum. Ása ákvað ung að hún ætlaði að verða skáld og hefur verið að yrkja ljóð frá sex ára aldri. Árið 2022 stofnaði Ása ásamt fjórum vinkonum ljóðakollektívuna Yrkjur sem staðið hafa fyrir upplestrarkvöldum og ristlistarvinnustofum í Reykjavík. Ása stundar nú kennaranám við Háskóla Íslands og hyggst verða íslenskukennari. Hjartað varð eftir er fyrsta ljóðabók Ásu en áður hafa birst ljóð eftir hana í Bók sem allir myndu lesa (2016) og Farvötn (2024).

Hjartað varð eftir er gefin út af Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi, með styrk frá Uppbyggingarsjóði Austurlands. Bókin er 53 síður og prentuð í Leturprenti.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...