Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá verðlaunaafhendingunni. Hinrik er lengst til vinstri.
Frá verðlaunaafhendingunni. Hinrik er lengst til vinstri.
Mynd / Klúbbur matreiðslumanna
Fréttir 21. mars 2018

Hinrik á Grillinu fékk silfur á Norðurlandamótinu Nordic Chef Junior

Höfundur: smh

Matreiðslumaðurinn Hinrik Örn Lárusson, sem starfar á Grillinu á Hótel Sögu, vann silfurverðlaun í Norðurlandamótinu Nordic Junior Chefs sem fór fram í Herning í Danmörku síðastliðinn þriðjudag.

Samhliða þeirri keppni var keppnin Nordic Chef Of The Year og framreiðslukeppnin Nordic Waiter Of The Year. Hafstein Ólafsson frá Sumac Grill + Drinks, sem bar sigur úr býtum í keppninni Kokkur ársins 2017, keppti í matreiðslukeppninni og í framreiðslunni keppti Lúðvík Kristinsson frá Grillinu. Þeir komust ekki á verðlaunapall.

Mótshald samhliða Foodexpo

Sænski keppandinn bar sigur úr býtum í Nordic Chef Junior og sá finnsku varð í þriðja sæti.

Klúbbur matreiðslumeistara sendi þessa þrjá keppendur til leiks og rekur klúbburinn afreksstarf í matreiðslu og keppnisstarf ungra matreiðslumanna í Kokkalandsliðinu og keppnina Kokkur ársins ásamt þátttöku í alþjólegum keppnum eins og hér um ræðir. Skipulag keppninnar er í höndum Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara og fer keppnin fram í Herning samhliða matvælasýningunni Foodexpo.

Hinrik Örn Lárusson á Grillinu, silfurverðlauna­hafi í Nordic Junior Chefs. 

„Mystery basket“-fyrirkomulag

Í tilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara kemur fram að fyrirkomulag matreiðslukeppninnar hafi verið svokallað „„mystery basket“-snið þar sem keppendur fá að sjá skylduhráefnin degi fyrir keppni og skila síðan af sér þriggja rétta matseðli fyrir 12 gesti á keppnisdegi.

Framreiðslumaðurinn vinnur með matreiðslumönnum við þjónustu á keppnismatnum og þarf einnig í keppninni að sýna fagleg vinnubrögð í sínum aðgerðum við pörun á vínum við réttina og að útbúa kokteila.

Þjálfari Hafsteins og dómari í matreiðsluhluta keppninnar var Þráinn Freyr Vigfússon frá Sumac Grill + Drinks. Þjálfari Hinriks var Sigurður Laufdal yfirmatreiðslumaður á Grillinu.

Thelma Björk Hlynsdóttir, frá Grillinu, þjálfaði Lúðvík og dæmd jafnframt í framreiðslukeppninni.  

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...